
Innlent
Mokstur hafinn víða
Mokstur hófst í gær á sunnanverðum Vestfjörðum að sögn Hjörleifs Ólafssonar hjá Vegagerðinni. Um tíma var aðeins fært til Ísafjarðar á norðanverðum Vestfjörðum í gær og var byrjað að moka inn að Hnífsdal. Hjörleifur segir leiðina norður hafa verið ófæra í gær og fyrradag. Víða var ófært á Norðurlandi í gær og þurfti sumstaðar að bíða fram eftir degi með mokstur. Flutningabíll frá Flytjanda sat fastur við Gljúfurárgil sunnan við Blönduós í gærmorgun og myndaðist þar töluverð umferðarteppa.