Framtíðin er í okkar höndum 30. desember 2005 00:01 Árið sem er að líða hefur verið íslensku viðskiptalífi einkar hagfellt að flestu leyti. Viðskiptalífið hefur sótt fram og íslenskir kaupsýslumenn haslað sér frekari völl og fest sig í sessi á erlendum mörkuðum. Fjármálafyrirtæki hafa vaxið að styrk og reynslu og flest bendir til að Íslendingar muni uppskera vel af þeim kerfisbreytingum sem gerðar hafa verið með einkavæðingu og opnun hagkerfisins. Hlutabréfamarkaðurinn hefur borið þessa skýr merki og nú líður senn þriðja árið í röð með stórfelldum hækkunum á hlutabréfum stærstu fyrirtækjanna. Þessi góði gangur á markaði setur einnig mark sitt á afkomu lífeyrissjóða, sem skila þriðja góða árinu í röð. Það er eðlilegt að menn spyrji sig þegar svo vel hefur gengið hvort þetta muni halda áfram. Því er auðvitað erfitt að svara. Ávöxtun erlendra fjárfestinga Íslendinga mun ráða því hvort verðið sem nú er á markaði fær staðist. Undirstaða leiðandi fyrirtækja á íslenska markaðnum er sterk og stjórnendur þeirra hafa sannað getu sína og hæfileika. Enn sem komið er virðast ekki vera efni til að hafa stórar áhyggjur af þróuninni, þrátt fyrir að með reglulegu millibili megi greina óútskýranlega ofsakæti í gengi einstakra hlutafélaga. Á hlutabréfamarkaði veit enginn hvar hann dansar næstu jól. Eftir miklar hækkanir þurfa fjárfestar að vera vakandi fyrir því að geðslag á markaði getur breyst hratt. Verkefni þau sem stórhuga kaupsýslumenn hafa tekist á hendur ganga vonandi vel. Úrtöluraddirnar eru nægar og bíða þess tækifæris með óþreyju að segja: Sagði ég ekki, þegar eitthvað gengur ekki sem skyldi. Það að einhver þeirra fjölmörgu verkefna sem ráðist hefur verið í mistakist þýðir ekki að úrtölumennirnir hafi rétt fyrir sér. Sá ótrúlegi árangur sem þegar hefur náðst, vegna djörfungar, hugmyndaauðgi og þekkingar í íslensku viðskiptalífi, er að hluta til þegar orðinn. Fjölbreytni þeirra verkefna sem ráðist hefur verið í er þegar svo mikil að afar ólíklegt er að illa fari hjá mörgum í einu. Viðskipti eru áhættuiðja. Þar sigra þeir sem tilbúnir eru að taka áhættu og leggja á sig erfiði og óvissu í von um ágóða. Aðrir eiga ekki þangað erindi. Undanfarin ár höfum við borið gæfu til að nýta tækifæri okkar vel. Sú undirstaða sem það hefur skapað mun gefa okkur enn fleiri tækifæri í framtíðinni. Stjórnvöld geta með ýmsum hætti stutt við þessa þróun; fyrst og fremst með því að hafa regluverk og umhverfi gagnsætt og einfalt, draga úr umsvifum ríkisins á markaði og skapa farveg fyrir sköpunarkraftinn í samfélaginu. Það er einnig hlutverk stjórnvalda að stýra efnahagslífinu þannig að jafnvægi haldist. Það er hættuleg gata fram undan í stjórn efnahagsmála. Þenslan er mikil og lítið má út af bregða ef aðlögun hagkerfisins þegar góðærinu lýkur á ekki að verða sársaukafull. Nýsköpun í landinu á erfitt uppdráttar og því miður hefur varnaðarorðum úr þeirri átt ekki verið sinnt. Hversu bjart verður yfir efnahags- og viðskiptalífinu á næsta ári er sem fyrr að mestu í okkar höndum. Hætturnar eru fleiri á því ári sem nú er að renna upp en þær voru á því síðasta. Hver og einn verður að kunna fótum sínum forráð og hafa vaðið fyrir neðan sig í fjármálum. Skuldsetning einstaklinga og fyrirtækja getur við áföll orðið skelfilegt helsi og ógæfa. Það breytist seint, en þegar horft er yfir heildarmyndina bendir flest til þess að tækifærin til þess að vera herra eigin örlaga og skapa sér gott líf hafi sjaldan verið meiri í sögu þjóðarinnar. Við slíkar kringumstæður láta margir glepjast, en vonandi eru þeir fleiri sem nota hagstæð skilyrði til að skapa sér innihaldsríkt og gæfusamt líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Árið sem er að líða hefur verið íslensku viðskiptalífi einkar hagfellt að flestu leyti. Viðskiptalífið hefur sótt fram og íslenskir kaupsýslumenn haslað sér frekari völl og fest sig í sessi á erlendum mörkuðum. Fjármálafyrirtæki hafa vaxið að styrk og reynslu og flest bendir til að Íslendingar muni uppskera vel af þeim kerfisbreytingum sem gerðar hafa verið með einkavæðingu og opnun hagkerfisins. Hlutabréfamarkaðurinn hefur borið þessa skýr merki og nú líður senn þriðja árið í röð með stórfelldum hækkunum á hlutabréfum stærstu fyrirtækjanna. Þessi góði gangur á markaði setur einnig mark sitt á afkomu lífeyrissjóða, sem skila þriðja góða árinu í röð. Það er eðlilegt að menn spyrji sig þegar svo vel hefur gengið hvort þetta muni halda áfram. Því er auðvitað erfitt að svara. Ávöxtun erlendra fjárfestinga Íslendinga mun ráða því hvort verðið sem nú er á markaði fær staðist. Undirstaða leiðandi fyrirtækja á íslenska markaðnum er sterk og stjórnendur þeirra hafa sannað getu sína og hæfileika. Enn sem komið er virðast ekki vera efni til að hafa stórar áhyggjur af þróuninni, þrátt fyrir að með reglulegu millibili megi greina óútskýranlega ofsakæti í gengi einstakra hlutafélaga. Á hlutabréfamarkaði veit enginn hvar hann dansar næstu jól. Eftir miklar hækkanir þurfa fjárfestar að vera vakandi fyrir því að geðslag á markaði getur breyst hratt. Verkefni þau sem stórhuga kaupsýslumenn hafa tekist á hendur ganga vonandi vel. Úrtöluraddirnar eru nægar og bíða þess tækifæris með óþreyju að segja: Sagði ég ekki, þegar eitthvað gengur ekki sem skyldi. Það að einhver þeirra fjölmörgu verkefna sem ráðist hefur verið í mistakist þýðir ekki að úrtölumennirnir hafi rétt fyrir sér. Sá ótrúlegi árangur sem þegar hefur náðst, vegna djörfungar, hugmyndaauðgi og þekkingar í íslensku viðskiptalífi, er að hluta til þegar orðinn. Fjölbreytni þeirra verkefna sem ráðist hefur verið í er þegar svo mikil að afar ólíklegt er að illa fari hjá mörgum í einu. Viðskipti eru áhættuiðja. Þar sigra þeir sem tilbúnir eru að taka áhættu og leggja á sig erfiði og óvissu í von um ágóða. Aðrir eiga ekki þangað erindi. Undanfarin ár höfum við borið gæfu til að nýta tækifæri okkar vel. Sú undirstaða sem það hefur skapað mun gefa okkur enn fleiri tækifæri í framtíðinni. Stjórnvöld geta með ýmsum hætti stutt við þessa þróun; fyrst og fremst með því að hafa regluverk og umhverfi gagnsætt og einfalt, draga úr umsvifum ríkisins á markaði og skapa farveg fyrir sköpunarkraftinn í samfélaginu. Það er einnig hlutverk stjórnvalda að stýra efnahagslífinu þannig að jafnvægi haldist. Það er hættuleg gata fram undan í stjórn efnahagsmála. Þenslan er mikil og lítið má út af bregða ef aðlögun hagkerfisins þegar góðærinu lýkur á ekki að verða sársaukafull. Nýsköpun í landinu á erfitt uppdráttar og því miður hefur varnaðarorðum úr þeirri átt ekki verið sinnt. Hversu bjart verður yfir efnahags- og viðskiptalífinu á næsta ári er sem fyrr að mestu í okkar höndum. Hætturnar eru fleiri á því ári sem nú er að renna upp en þær voru á því síðasta. Hver og einn verður að kunna fótum sínum forráð og hafa vaðið fyrir neðan sig í fjármálum. Skuldsetning einstaklinga og fyrirtækja getur við áföll orðið skelfilegt helsi og ógæfa. Það breytist seint, en þegar horft er yfir heildarmyndina bendir flest til þess að tækifærin til þess að vera herra eigin örlaga og skapa sér gott líf hafi sjaldan verið meiri í sögu þjóðarinnar. Við slíkar kringumstæður láta margir glepjast, en vonandi eru þeir fleiri sem nota hagstæð skilyrði til að skapa sér innihaldsríkt og gæfusamt líf.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun