Úrslitaleikur Hauka og Keflavíkur í Digranesi 10. desember 2005 12:00 Úrslitaleikurinn í Powerade-bikarkeppni kvenna fer fram klukkan tvö í dag á óvenjulegum stað en leikurinn fer fram í Digranesi þar sem fáir stórleikir í körfubolta hafa farið fram. Það eru Keflavík og Haukar sem mætast en það kemur ekki á óvart þar sem þetta eru sterkustu lið landsins ásamt Grindavík. Haukar mæta til leiks án þjálfarans síns Ágústs Björgvinssonar, sem er í leikbanni, en Keflavík verður án gömlu kempunnar Önnu Maríu Sveinsdóttur sem þurfti að leggjast undir hnífinn vegna hnémeiðsla og leikur því ekki meir á árinu. "Ég má vera í stúkunni og mun reyna að láta lítið fyrir mér fara," sagði Ágúst Björgvinsson en hann mun treysta aðstoðarþjálfara sínum, Ingva Gunnarssyni, fullkomlega fyrir verkefninu. "Það verður erfitt að sitja á sér en ég verð að vera stilltur að þessu sinni," sagði Ágúst, sem er nokkuð sáttur við íþróttahúsið þó hann hefði frekar viljað leika á parketti en dúki. Liðin mættust í Keflavík í vikunni og þá gerðu Haukastúlkur sér lítið fyrir og sigruðu, 60-75. "Það er skarð fyrir skildi að Anna María geti ekki verið með. Annars eru allar hinar stelpurnar í fínu standi," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur. "Við eigum harma að hefna síðan þær komu hingað og sigruðu okkur. Þá spiluðum við illa en við lofum að gera betur núna og vonandi verður þetta skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur." Dominos-deild kvenna Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira
Úrslitaleikurinn í Powerade-bikarkeppni kvenna fer fram klukkan tvö í dag á óvenjulegum stað en leikurinn fer fram í Digranesi þar sem fáir stórleikir í körfubolta hafa farið fram. Það eru Keflavík og Haukar sem mætast en það kemur ekki á óvart þar sem þetta eru sterkustu lið landsins ásamt Grindavík. Haukar mæta til leiks án þjálfarans síns Ágústs Björgvinssonar, sem er í leikbanni, en Keflavík verður án gömlu kempunnar Önnu Maríu Sveinsdóttur sem þurfti að leggjast undir hnífinn vegna hnémeiðsla og leikur því ekki meir á árinu. "Ég má vera í stúkunni og mun reyna að láta lítið fyrir mér fara," sagði Ágúst Björgvinsson en hann mun treysta aðstoðarþjálfara sínum, Ingva Gunnarssyni, fullkomlega fyrir verkefninu. "Það verður erfitt að sitja á sér en ég verð að vera stilltur að þessu sinni," sagði Ágúst, sem er nokkuð sáttur við íþróttahúsið þó hann hefði frekar viljað leika á parketti en dúki. Liðin mættust í Keflavík í vikunni og þá gerðu Haukastúlkur sér lítið fyrir og sigruðu, 60-75. "Það er skarð fyrir skildi að Anna María geti ekki verið með. Annars eru allar hinar stelpurnar í fínu standi," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur. "Við eigum harma að hefna síðan þær komu hingað og sigruðu okkur. Þá spiluðum við illa en við lofum að gera betur núna og vonandi verður þetta skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur."
Dominos-deild kvenna Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni