Efnahagsbrotadeildin ekki vön frávísunum 8. nóvember 2005 03:30 Frávísun frá héraðsdómi. Sveinn Andri Sveinsson, Halldór Jónsson og Ásgeir Þór Árnason lögmenn sjást hér í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. MYND/GVA "Þetta er mjög skrítið allt saman og bendir til þess að menn hafi ekki legið sérstaklega yfir þessu. Þarna eru villur sem benda til þess að menn hafi bara skrifað ákæruskjalið og ekki einu sinni lesið það yfir," segir Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Sveins Eyjólfssonar. Framhaldsákæru í máli ríkislögreglustjóra gegn Eyjólfi Sveinssyni, Sveini Eyjólfssyni og átta fyrrverandi forsvarsmönnum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja var í gær vísað frá héraðsdómi. Framhaldsákæran var gefin út þegar ljóst varð að rangar tölur var að finna í hluta ákærunnar. Í úrskurðinum segir Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari að villur í ákærunni varði grundvöll verknaðarlýsingar og sé vart um smávægilegar villur að ræða. Málið er höfðað gegn stjórnendum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja en Frjáls fjölmiðlun varð gjaldþrota fyrir þremur árum og námu kröfur í þrotabúið 2,2 milljörðum króna. Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, segir að embættið taki þessari frávísun vitanlega alvarlega. "Það er óþekkt fyrirbæri hérna að við verðum fyrir frávísunum," segir Jón. Hann segir að mistök hafi átt sér stað í ritvinnslunni sem höfðu það í för með sér að sundurliðunartöflur enduðu á röngum stöðum. "Þarna eru verknaðarlýsingar sem eru réttar og ekkert hefur verið efast um. Við þurfum að fara yfir málið og átta okkur á því hvað þarf að gera til þess að málið fái efnislega meðferð," segir Jón. Verjendur í málinu sögðu meðal annars fyrir dómi að G-liður framhaldsákærunnar væri algerlega óskiljanlegur, væri hann borinn saman við upphaflega ákæru og því illmögulegt fyrir verjanda að átta sig á hvernig taka á til varna. "Í ákærunni er í mörgum af þessum liðum ekki ákærðir menn sem skattrannsóknarstjóri hefur kært, heldur einhverjir sem skattrannsóknarstjóri kærir bara alls ekki," segir Ragnar Hall. Dómsmál Innlent Lög og regla Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
"Þetta er mjög skrítið allt saman og bendir til þess að menn hafi ekki legið sérstaklega yfir þessu. Þarna eru villur sem benda til þess að menn hafi bara skrifað ákæruskjalið og ekki einu sinni lesið það yfir," segir Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Sveins Eyjólfssonar. Framhaldsákæru í máli ríkislögreglustjóra gegn Eyjólfi Sveinssyni, Sveini Eyjólfssyni og átta fyrrverandi forsvarsmönnum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja var í gær vísað frá héraðsdómi. Framhaldsákæran var gefin út þegar ljóst varð að rangar tölur var að finna í hluta ákærunnar. Í úrskurðinum segir Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari að villur í ákærunni varði grundvöll verknaðarlýsingar og sé vart um smávægilegar villur að ræða. Málið er höfðað gegn stjórnendum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja en Frjáls fjölmiðlun varð gjaldþrota fyrir þremur árum og námu kröfur í þrotabúið 2,2 milljörðum króna. Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, segir að embættið taki þessari frávísun vitanlega alvarlega. "Það er óþekkt fyrirbæri hérna að við verðum fyrir frávísunum," segir Jón. Hann segir að mistök hafi átt sér stað í ritvinnslunni sem höfðu það í för með sér að sundurliðunartöflur enduðu á röngum stöðum. "Þarna eru verknaðarlýsingar sem eru réttar og ekkert hefur verið efast um. Við þurfum að fara yfir málið og átta okkur á því hvað þarf að gera til þess að málið fái efnislega meðferð," segir Jón. Verjendur í málinu sögðu meðal annars fyrir dómi að G-liður framhaldsákærunnar væri algerlega óskiljanlegur, væri hann borinn saman við upphaflega ákæru og því illmögulegt fyrir verjanda að átta sig á hvernig taka á til varna. "Í ákærunni er í mörgum af þessum liðum ekki ákærðir menn sem skattrannsóknarstjóri hefur kært, heldur einhverjir sem skattrannsóknarstjóri kærir bara alls ekki," segir Ragnar Hall.
Dómsmál Innlent Lög og regla Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira