Eyðsla fólks í ágúst á við jólamánuð í fyrra 1. nóvember 2005 06:30 Íslendingar hafa aldrei notað greiðslukortin sín jafnmikið og í ár. Reikna má með því að greiðslukortafærslur Íslendinga í desember verði að minnsta kosti fjórum milljörðum króna hærri en í desember í fyrra. Eyðslan í desember verður tæpir 37 milljarðar, eða um 120 þúsund krónur á hvern Íslending. Íslendingar hafa aldrei eytt jafnmiklum fjármunum og þeir gerðu fyrstu níu mánuði ársins ef rýnt er í tölur frá Hagstofu Íslands yfir greiðslukortafærslur. Ekki eru teknar með úttektir úr hraðbönkum eða greiðslur í bönkum. Mestu munar um þá miklu fjármuni sem Íslendingar reiddu af hendi í ágúst síðastliðnum því ef horft er til debet- og kreditkortafærslna frá því í ágúst samsvarar samanlögð upphæð sem Íslendingar eyddu í ágúst nánast því sem Íslendingar eyddu fyrir jólin í fyrra, sem þó var metmánuður. Eyðsla Íslendinga í ágúst var rúmir 33,3 milljarðar króna. Í desember í fyrra eyddi þjóðarinnar 32,2 milljörðum á verðlagi ágústmánaðar og var eyðslan því rúmum milljarði hærri í ágúst en í desember. Fyrstu níu mánuði ársins voru greiðslukortafærslur Íslendinga um 275 milljarðar króna og er það rúmum 33 milljörðum krónum meira en á sama tímabili í fyrra, á verðlagi dagsins í dag. Íslendingar eyddu að meðaltali 30,5 milljörðum á mánuði það sem af er árinu en í fyrra var eyðslan 26,8 milljarðar á mánuði. Aukningin frá ári til árs fyrstu níu mánuðina er um fjórtán prósent en frá árinu 2000 hefur aukningin á milli ára aldrei verið hærri en átta prósent. Aukningin er því tvöfalt meiri en það sem mest var á síðustu fimm árum og nær fjórfalt meiri en á milli áranna 2003 og 2004, þegar hún var fjögur prósent. Miðað við þetta má búast við meteyðslu fyrir næstu jól. Eyðsla í desember hefur síðustu fimm ár að meðaltali verið rúmum 19 prósentum hærri en hún er að jafnaði á mánuði fyrstu níu mánuði ársins. Meðaltalseyðsla þessa árs bendir því til þess að Íslendingar muni eyða 36,5 milljörðum króna í desember, eða um fjórum milljörðum meira en í desember í fyrra. Það samsvarar rúmum 120 þúsund krónum í greiðslukortafærslur á hvern Íslending í desember. Innlent Viðskipti Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Íslendingar hafa aldrei eytt jafnmiklum fjármunum og þeir gerðu fyrstu níu mánuði ársins ef rýnt er í tölur frá Hagstofu Íslands yfir greiðslukortafærslur. Ekki eru teknar með úttektir úr hraðbönkum eða greiðslur í bönkum. Mestu munar um þá miklu fjármuni sem Íslendingar reiddu af hendi í ágúst síðastliðnum því ef horft er til debet- og kreditkortafærslna frá því í ágúst samsvarar samanlögð upphæð sem Íslendingar eyddu í ágúst nánast því sem Íslendingar eyddu fyrir jólin í fyrra, sem þó var metmánuður. Eyðsla Íslendinga í ágúst var rúmir 33,3 milljarðar króna. Í desember í fyrra eyddi þjóðarinnar 32,2 milljörðum á verðlagi ágústmánaðar og var eyðslan því rúmum milljarði hærri í ágúst en í desember. Fyrstu níu mánuði ársins voru greiðslukortafærslur Íslendinga um 275 milljarðar króna og er það rúmum 33 milljörðum krónum meira en á sama tímabili í fyrra, á verðlagi dagsins í dag. Íslendingar eyddu að meðaltali 30,5 milljörðum á mánuði það sem af er árinu en í fyrra var eyðslan 26,8 milljarðar á mánuði. Aukningin frá ári til árs fyrstu níu mánuðina er um fjórtán prósent en frá árinu 2000 hefur aukningin á milli ára aldrei verið hærri en átta prósent. Aukningin er því tvöfalt meiri en það sem mest var á síðustu fimm árum og nær fjórfalt meiri en á milli áranna 2003 og 2004, þegar hún var fjögur prósent. Miðað við þetta má búast við meteyðslu fyrir næstu jól. Eyðsla í desember hefur síðustu fimm ár að meðaltali verið rúmum 19 prósentum hærri en hún er að jafnaði á mánuði fyrstu níu mánuði ársins. Meðaltalseyðsla þessa árs bendir því til þess að Íslendingar muni eyða 36,5 milljörðum króna í desember, eða um fjórum milljörðum meira en í desember í fyrra. Það samsvarar rúmum 120 þúsund krónum í greiðslukortafærslur á hvern Íslending í desember.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels