Lífið

Sjón tekur við verðlaunum

SJÓN. "Skugga-baldur er skrifuð á mörkum ljóðs og skáldsögu."
SJÓN. "Skugga-baldur er skrifuð á mörkum ljóðs og skáldsögu."
Rithöfundurinn Sjón tók í gær við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í tengslum við þing ráðsins sem lýkur í Reykjavík í dag. Verðlaunin hlaut hann fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur sem út kom árið 2003. Bókin hefur komið út alls staðar á Norðurlöndum nema í Færeyjum. Hún hefur auk þess verið gefin út á fjölda tungumála og þessa dagana er hún að koma út í Serbíu. Verðlaunaupphæðin nemur um 3,5 milljónum íslenskra króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×