Ferðamenn vilja sjá flugelda 29. desember 2004 00:01 Um áramótin nú munu að minnsta kosti 2600 erlendir ferðamenn dvelja hér á hótelum og gistiheimilum og er það 40 prósenta aukning frá því í fyrra. Rúmlega sex hundruð erlendir ferðamenn voru hér um jólin á sex hótelum og nokkrum gistiheimilum og er það 70 prósenta aukning frá fyrra ári. Þá eru hér fjölmargir ferðamenn milli jóla og nýárs án þess að dvelja yfir hátíðisdagana sjálfa. "Mjög marga langar að vera á sérstökum stöðum um áramót, stöðum sem þeir heimsækja ekki alla jafna" sagði Erna. "Ísland er eitt af þeim stöðum. Margir hafa heyrt af því að hér er gríðarlega mikið um að vera um áramót og langar til að upplifa það." Stærstu hóparnir sem hingað koma yfir jól og áramót eru frá Japan, Bretlandi og Bandaríkjunum. Innlent Jól Menning Mest lesið Heimagerður brjóstsykur Jól Súkkulaðikransatoppar Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Íslensk hönnunarjól Jól Meiri bókaafsláttur en í fyrra Jól Hrærður yfir viðtökunum Jól Jólastyrkjum úthlutað Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Jólahátíð í Kópavogi - myndir Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól
Um áramótin nú munu að minnsta kosti 2600 erlendir ferðamenn dvelja hér á hótelum og gistiheimilum og er það 40 prósenta aukning frá því í fyrra. Rúmlega sex hundruð erlendir ferðamenn voru hér um jólin á sex hótelum og nokkrum gistiheimilum og er það 70 prósenta aukning frá fyrra ári. Þá eru hér fjölmargir ferðamenn milli jóla og nýárs án þess að dvelja yfir hátíðisdagana sjálfa. "Mjög marga langar að vera á sérstökum stöðum um áramót, stöðum sem þeir heimsækja ekki alla jafna" sagði Erna. "Ísland er eitt af þeim stöðum. Margir hafa heyrt af því að hér er gríðarlega mikið um að vera um áramót og langar til að upplifa það." Stærstu hóparnir sem hingað koma yfir jól og áramót eru frá Japan, Bretlandi og Bandaríkjunum.
Innlent Jól Menning Mest lesið Heimagerður brjóstsykur Jól Súkkulaðikransatoppar Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Íslensk hönnunarjól Jól Meiri bókaafsláttur en í fyrra Jól Hrærður yfir viðtökunum Jól Jólastyrkjum úthlutað Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Jólahátíð í Kópavogi - myndir Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól