Styttra frí á næsta ári 27. desember 2004 00:01 Mörgum fannst hann heldur þunnur þrettándinn þetta árið því jólafríið var með allra stysta móti og sama máli gegnir um áramótin. Á næsta ári verður fríið þó enn styttra. Þessi jólin var aðeins frí á aðfangadag, sem raunar er ekki lögbundinn frídagur nema frá klukkan 13. Sú hefð hefur þó skapast víða að gefa fólki frí allan daginn. Sama er uppi á teningnum á gamlársdag, hann er ekki lögbundinn frídagur nema til hálfs. Frídagarnir um hátíðirnar að þessu sinni eru því aðeins tveir, aðfangadagur og gamlársdagur. Víða erlendis er það bundið í lög að falli frídagur á helgi skal vera frí mánudaginn á eftir. Háttar þannig víða til um þessar mundir að frí er í dag og í gær þar sem jóladagur og annar í jólum lögðust á helgina. Á næsta ári verða aðfangadagur og gamlársdagur á laugardegi og annar í jólum því eini lögbundni frídagurinn sem fellur á virkan dag. Lögbundnir frídagar sem flakka fram og aftur dagatalið og falla til skiptis á alla daga vikunnar eru allls sjö. Á árinu 2005 falla aðeins tveir þeirra á virka daga og gefa frí. Aðrir lögbundnir frídagar sem ávallt falla á virka daga eru sjö. Frídagar sem falla á virka daga: 2000 920011320021420031420041120059200610 Innlent Jól Menning Mest lesið Nauðsynlegt að prófa og leika sér Jól Látlaust og stílhreint í ár Jólin Jóladagatal Vísis: Klukkan er sex Jólin Veittu fjögurra milljóna styrk Jólin Þorpið fær nýja ásýnd á hverju ári Jól Setti Ris à l'amande í vegan búningi Jól Hakkabuff með eggi á jólunum Jól Hátíðlegt að vinna á aðfangadagskvöld Jól Krúsílegt og kósí kreppujólaskraut Jól Afar ljúffengir sprotar frá Belgíu Jól
Mörgum fannst hann heldur þunnur þrettándinn þetta árið því jólafríið var með allra stysta móti og sama máli gegnir um áramótin. Á næsta ári verður fríið þó enn styttra. Þessi jólin var aðeins frí á aðfangadag, sem raunar er ekki lögbundinn frídagur nema frá klukkan 13. Sú hefð hefur þó skapast víða að gefa fólki frí allan daginn. Sama er uppi á teningnum á gamlársdag, hann er ekki lögbundinn frídagur nema til hálfs. Frídagarnir um hátíðirnar að þessu sinni eru því aðeins tveir, aðfangadagur og gamlársdagur. Víða erlendis er það bundið í lög að falli frídagur á helgi skal vera frí mánudaginn á eftir. Háttar þannig víða til um þessar mundir að frí er í dag og í gær þar sem jóladagur og annar í jólum lögðust á helgina. Á næsta ári verða aðfangadagur og gamlársdagur á laugardegi og annar í jólum því eini lögbundni frídagurinn sem fellur á virkan dag. Lögbundnir frídagar sem flakka fram og aftur dagatalið og falla til skiptis á alla daga vikunnar eru allls sjö. Á árinu 2005 falla aðeins tveir þeirra á virka daga og gefa frí. Aðrir lögbundnir frídagar sem ávallt falla á virka daga eru sjö. Frídagar sem falla á virka daga: 2000 920011320021420031420041120059200610
Innlent Jól Menning Mest lesið Nauðsynlegt að prófa og leika sér Jól Látlaust og stílhreint í ár Jólin Jóladagatal Vísis: Klukkan er sex Jólin Veittu fjögurra milljóna styrk Jólin Þorpið fær nýja ásýnd á hverju ári Jól Setti Ris à l'amande í vegan búningi Jól Hakkabuff með eggi á jólunum Jól Hátíðlegt að vinna á aðfangadagskvöld Jól Krúsílegt og kósí kreppujólaskraut Jól Afar ljúffengir sprotar frá Belgíu Jól