Kem sterkur til baka 22. desember 2004 00:01 "Auðvitað eru það mikil vonbrigði að hafa ekki verið valinn. Ég hef mikinn metnað sem leikmaður og hluti af því er að spila á alþjóðlegum vettvangi með landsliðinu. En Viggó er virkilega fær þjálfari og velur það lið sem hann telur best hverju sinni. Ég verð bara að taka því," segir Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður hjá Grosswallstad í Þýskalandi. Sem kunnugt er ákvað Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari, að velja Snorra ekki í landsliðshópinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Túnis í febrúar. Arnór Atlason, leikmaður Magdeborg, hlaut hnossið fram yfir Snorra í leikstjórnendastöðuna og vakti það töluverða undrun á meðal handboltaáhugamanna, sérstaklega í ljósi þess að Snorri hefur í þónokkurn tíma verið fastamaður í landsliðinu og spilar reglulega með félagsliði sínu á meðan Arnór er að stíga sín fyrstu spor í alþjóðlegum handknattleik og leikur nær eingöngu með B-liði Magdeburg í þýsku 3.deildinni. "Ég get ekki annað gert en reynt að líta málið jákvæðum augum. Ég hef tekið þátt í tveimur stórmótum á stuttum tíma og þetta þýðir að ég fá smá tíma til að anda og hugsa um eitthvað annað en handbolta. Ég tel mig eiga heima í liðinu en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Þetta þýðir bara að ég verði að leggja enn harðar á mig til að vinna sæti í liðinu á nýjan leik. Ég ætla mér að koma sterkur til baka," sagði Snorri í samtali við Fréttablaðið í gær. Þegar Viggó tilkynnti landsliðshópinn á þriðjudag sagði Viggó að hann teldi Snorra hafa verið í lægð í töluverðan tíma og oft leikið betur. Þá þurfti Snorri einnig að þola töluverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í nóvember þó að sumir hafi talið að tækifæri Snorra í leikjunum þar hafi verið af skornum skammti. "Ef ég ber saman tímabilið hjá mér í ár og það sem ég átti í fyrra get ég alveg að mörgu leyti tekið undir það. Ég hef ekki verið að spila eins vel í ár og á síðasta tímabili sem var að öllu leyti mjög gott. Ég hef átt svolítið misjafna leiki á meðan ég var stöðugri í fyrra," segir Snorri aðspurður um hvort hann telji gagnrýni Viggós hafa átt rétt á sér. Snorri segir ugglaust að íslenska liðið geti vel náð einu af efstu sex sætunum á HM, sem einmitt er það markmið sem Viggó hefur sett liðinu. "Þetta eru allt frábærir strákar og frábærir leikmenn. Liðið er vissulega ungt og reynslulítið en þetta er lið sem getur hiklaust komið á óvart. Ég vona bara innilega að þeim gangi sem allra best." Íslenski handboltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Sjá meira
"Auðvitað eru það mikil vonbrigði að hafa ekki verið valinn. Ég hef mikinn metnað sem leikmaður og hluti af því er að spila á alþjóðlegum vettvangi með landsliðinu. En Viggó er virkilega fær þjálfari og velur það lið sem hann telur best hverju sinni. Ég verð bara að taka því," segir Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður hjá Grosswallstad í Þýskalandi. Sem kunnugt er ákvað Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari, að velja Snorra ekki í landsliðshópinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Túnis í febrúar. Arnór Atlason, leikmaður Magdeborg, hlaut hnossið fram yfir Snorra í leikstjórnendastöðuna og vakti það töluverða undrun á meðal handboltaáhugamanna, sérstaklega í ljósi þess að Snorri hefur í þónokkurn tíma verið fastamaður í landsliðinu og spilar reglulega með félagsliði sínu á meðan Arnór er að stíga sín fyrstu spor í alþjóðlegum handknattleik og leikur nær eingöngu með B-liði Magdeburg í þýsku 3.deildinni. "Ég get ekki annað gert en reynt að líta málið jákvæðum augum. Ég hef tekið þátt í tveimur stórmótum á stuttum tíma og þetta þýðir að ég fá smá tíma til að anda og hugsa um eitthvað annað en handbolta. Ég tel mig eiga heima í liðinu en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Þetta þýðir bara að ég verði að leggja enn harðar á mig til að vinna sæti í liðinu á nýjan leik. Ég ætla mér að koma sterkur til baka," sagði Snorri í samtali við Fréttablaðið í gær. Þegar Viggó tilkynnti landsliðshópinn á þriðjudag sagði Viggó að hann teldi Snorra hafa verið í lægð í töluverðan tíma og oft leikið betur. Þá þurfti Snorri einnig að þola töluverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í nóvember þó að sumir hafi talið að tækifæri Snorra í leikjunum þar hafi verið af skornum skammti. "Ef ég ber saman tímabilið hjá mér í ár og það sem ég átti í fyrra get ég alveg að mörgu leyti tekið undir það. Ég hef ekki verið að spila eins vel í ár og á síðasta tímabili sem var að öllu leyti mjög gott. Ég hef átt svolítið misjafna leiki á meðan ég var stöðugri í fyrra," segir Snorri aðspurður um hvort hann telji gagnrýni Viggós hafa átt rétt á sér. Snorri segir ugglaust að íslenska liðið geti vel náð einu af efstu sex sætunum á HM, sem einmitt er það markmið sem Viggó hefur sett liðinu. "Þetta eru allt frábærir strákar og frábærir leikmenn. Liðið er vissulega ungt og reynslulítið en þetta er lið sem getur hiklaust komið á óvart. Ég vona bara innilega að þeim gangi sem allra best."
Íslenski handboltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Sjá meira