Jólin í Kattholti 19. desember 2004 00:01 Í Kattholti koma jól eins og annarsstaðar á landinu og kisurnar þar eru farnar að hlakka til. Þær eru að minnsta kosti mjög spenntar yfir öllu skrautinu, að sögn Sigríðar Heiðberg, forstöðukonu Kattholts. Hversu margir kettir má búast við að haldi jól í Kattholti? "Ég gæti trúað að þeir gætu orðið svona 25-30 á hótelinu og svo óskiladýrin sem finnast vegalaus um allan bæ, jafnt og þétt yfir árið. Það gætu orðið 100 kettir allt í allt." Verður köttunum gerður einhver dagamunur á jólunum? "Já, þeir fá hátíðmat, soðna ýsu og jafnvel rækjur. Svo fá þeir félagsskap þegar verið er að skjóta flugeldunum á gamlárskvöld en dýr verða oft tryllingslega hrædd í öllum hávaðanum. Þá verður einhver hjá þeim til að róa þá." Einn jólalegasti ættingi kattanna er auðvitað jólakötturinn og fyrst jólasveinninn gefur börnum í skóinn er forvitnilegt að vita hvort jólakötturinn gerir það sama fyrir kisurnar. Sigríður hefur ekki orðið vör við það enda eiga fæstir kettirnir skó og Stígvélaði kötturinn er ekki tíður gestur á hótelinu. "Hótelgestirnir fá að vera á hótelinu þegar eigendurnir fara til útlanda, út á land eða á sjúkrahús og vilja ekki hafa áhyggjur af dýrunum sínum á meðan. Það fer í vöxt að fólk notfæri sér þessa þjónustu fyrir dýrin. Fólk vill geta slappað af þegar það fer í frí og það er gert vel við kisurnar yfir hátíðirnar. Þeir sem hafa komið oft eru orðnir heimavanir og þekkja sig á hótelinu. Sumum finnst greinilega gaman að koma í Kattholt. Kettir á Íslandi eru einmana því fólkið vinnur svo mikið.Þeir kettir sem eru búnir að vera lengi í Kattholti leika sér með kúlur og skemmta hver öðrum," segir Sigríður og hvetur fólk til að gefa sér tíma til að klappa kisu í jólaamstrinu. Jól Mest lesið Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Jólin eru drengjakórar Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Taldi aðventuljósin með mömmu Jól Góð bók og nart Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólalag dagsins: Notalega jólalagið Notalegt með meðlimum GÓSS Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Lyfti samfélaginu upp á annað plan Jól
Í Kattholti koma jól eins og annarsstaðar á landinu og kisurnar þar eru farnar að hlakka til. Þær eru að minnsta kosti mjög spenntar yfir öllu skrautinu, að sögn Sigríðar Heiðberg, forstöðukonu Kattholts. Hversu margir kettir má búast við að haldi jól í Kattholti? "Ég gæti trúað að þeir gætu orðið svona 25-30 á hótelinu og svo óskiladýrin sem finnast vegalaus um allan bæ, jafnt og þétt yfir árið. Það gætu orðið 100 kettir allt í allt." Verður köttunum gerður einhver dagamunur á jólunum? "Já, þeir fá hátíðmat, soðna ýsu og jafnvel rækjur. Svo fá þeir félagsskap þegar verið er að skjóta flugeldunum á gamlárskvöld en dýr verða oft tryllingslega hrædd í öllum hávaðanum. Þá verður einhver hjá þeim til að róa þá." Einn jólalegasti ættingi kattanna er auðvitað jólakötturinn og fyrst jólasveinninn gefur börnum í skóinn er forvitnilegt að vita hvort jólakötturinn gerir það sama fyrir kisurnar. Sigríður hefur ekki orðið vör við það enda eiga fæstir kettirnir skó og Stígvélaði kötturinn er ekki tíður gestur á hótelinu. "Hótelgestirnir fá að vera á hótelinu þegar eigendurnir fara til útlanda, út á land eða á sjúkrahús og vilja ekki hafa áhyggjur af dýrunum sínum á meðan. Það fer í vöxt að fólk notfæri sér þessa þjónustu fyrir dýrin. Fólk vill geta slappað af þegar það fer í frí og það er gert vel við kisurnar yfir hátíðirnar. Þeir sem hafa komið oft eru orðnir heimavanir og þekkja sig á hótelinu. Sumum finnst greinilega gaman að koma í Kattholt. Kettir á Íslandi eru einmana því fólkið vinnur svo mikið.Þeir kettir sem eru búnir að vera lengi í Kattholti leika sér með kúlur og skemmta hver öðrum," segir Sigríður og hvetur fólk til að gefa sér tíma til að klappa kisu í jólaamstrinu.
Jól Mest lesið Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Jólin eru drengjakórar Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Taldi aðventuljósin með mömmu Jól Góð bók og nart Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólalag dagsins: Notalega jólalagið Notalegt með meðlimum GÓSS Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Lyfti samfélaginu upp á annað plan Jól