Þór áfram á kostnað Frammara 18. desember 2004 00:01 Leikurinn var aldrei mikið fyrir augað og sagði þjálfari Þórs, Axel Stefánsson, eftir leikinn að þetta hefði verið einn versti leikur sinna manna um langa hríð. "Það er fargi af mér létt að vita til þess að við komumst áfram vegna sigurs FH á Fram en þetta er skrýtin tilfinning enda var ég óánægður með leik okkar hér og fátt sem gekk eins og það átti að gera. Ég þakka FH kærlega fyrir enda tel ég þrátt fyrir allt saman að við eigum fullt erindi í úrvalsdeildina. Hópurinn er góður og þessi árangur okkar er mun betri en flestir spáðu hér fyrr í vetur þar sem við byrjuðum frekar illa. Ég er engu að síður bjartsýnn þrátt fyrir slakan leik okkar gegn HK." HK má þó þakka markverði sínum, Herði Ólafssyni, hversu mikill munur var á liðunum en hann varði mjög vel allan leikinn. Varði hann 21 skot, mörg hver úr dauðafærum, meðan kollegi hans hjá Þór, Mareks Skabekis, sem einnig stóð sig vel, varði aðeins fjórtán. Markahæstur hjá HK var Augustas Strazdas með níu mörk en í liði Þórs var Árni Þór Sigtryggsson í sérflokki með tólf mörk. Í hálfleik hjá Fram og FH leit ekki út fyrir að Þórsarar væru á leiðina í úrvalsdeild enda staðan 17-12 fyrir Fram og héldu Framarar góðri forystu fram eftir seinni hálfleik þangað til að leikmenn FH, sem léku mestan leikinn einum færri, tóku sig saman í andlitinu og höfðu með mikilli þrautseigju eins marks sigur. Það verða því Fram, FH og Afturelding sem sitja eftir með sárt ennið í norðurriðlinum en Þór, HK, KA og Haukar sem halda áfram. Í fyrrakvöld varð einnig ljóst hvaða félög fara í úrvalsdeildina úr suðurriðli. Þá sigruðu Valsmenn lið ÍR með eins marks mun 29-28 og eru það Valur, ÍR, ÍBV og Víkingur sem fara upp en Grótta/KR, Stjarnan og Selfoss leika í annarri deild að ári. albert@frettabladid.is Íslenski handboltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Sjá meira
Leikurinn var aldrei mikið fyrir augað og sagði þjálfari Þórs, Axel Stefánsson, eftir leikinn að þetta hefði verið einn versti leikur sinna manna um langa hríð. "Það er fargi af mér létt að vita til þess að við komumst áfram vegna sigurs FH á Fram en þetta er skrýtin tilfinning enda var ég óánægður með leik okkar hér og fátt sem gekk eins og það átti að gera. Ég þakka FH kærlega fyrir enda tel ég þrátt fyrir allt saman að við eigum fullt erindi í úrvalsdeildina. Hópurinn er góður og þessi árangur okkar er mun betri en flestir spáðu hér fyrr í vetur þar sem við byrjuðum frekar illa. Ég er engu að síður bjartsýnn þrátt fyrir slakan leik okkar gegn HK." HK má þó þakka markverði sínum, Herði Ólafssyni, hversu mikill munur var á liðunum en hann varði mjög vel allan leikinn. Varði hann 21 skot, mörg hver úr dauðafærum, meðan kollegi hans hjá Þór, Mareks Skabekis, sem einnig stóð sig vel, varði aðeins fjórtán. Markahæstur hjá HK var Augustas Strazdas með níu mörk en í liði Þórs var Árni Þór Sigtryggsson í sérflokki með tólf mörk. Í hálfleik hjá Fram og FH leit ekki út fyrir að Þórsarar væru á leiðina í úrvalsdeild enda staðan 17-12 fyrir Fram og héldu Framarar góðri forystu fram eftir seinni hálfleik þangað til að leikmenn FH, sem léku mestan leikinn einum færri, tóku sig saman í andlitinu og höfðu með mikilli þrautseigju eins marks sigur. Það verða því Fram, FH og Afturelding sem sitja eftir með sárt ennið í norðurriðlinum en Þór, HK, KA og Haukar sem halda áfram. Í fyrrakvöld varð einnig ljóst hvaða félög fara í úrvalsdeildina úr suðurriðli. Þá sigruðu Valsmenn lið ÍR með eins marks mun 29-28 og eru það Valur, ÍR, ÍBV og Víkingur sem fara upp en Grótta/KR, Stjarnan og Selfoss leika í annarri deild að ári. albert@frettabladid.is
Íslenski handboltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Sjá meira