Dómari kallaði dóminn fjarstæðu 17. desember 2004 00:01 Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, segir að ekki hafi verið ákveðið hvort brugðist verði við þætti ákæruvaldsins í frávísun Hæstaréttar á dómi Héraðsdóms Austurlands í gær. Einn dómara við Hæstarétt kallaði dóm Héraðsdóms, sem var yfir pilti vegna líkamsárásar, fjarstæðu og sagði eðilegast að sýkna manninn. Tveir dómarar úrskurðu hins vegar að málinu hefði átt að vísa frá Héraðsdómi. Sýslumaðurinn á Eskifirði gaf út ákæru á hendur piltinum og Þorgerður Erlendsdóttir, dómstjóri í Héraðsdómi Austurlands, kvað upp dóminn sem var eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn sextán ára kærustu. Pilturinn áfrýjaði málinu og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess hins vegar að dómurinn yrði staðfestur. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins í Hæstarétti, lýsti efasemdum um bæði lögreglurannsóknina og dómsrannsóknina sem hann sagði hafa farið langt út fyrir sakarefnið. Það hefði miðast meira við að slíta sambandi unglinganna sem hefði haldið áfram um nokkurt skeið eftir að hin meinta líkamsárás átti sér stað. Inger segist standa við rannsóknina og ákæruna og hafi staðið að henni eins og eigi að gera. Að öðru leyti ætli hún ekki að tjá sig um dóminn Þessi afstaða ríkissaksóknara til málsins sem hann var að flytja réði því að málinu var vísað frá héraði og dómurinn því í raun ómerktur. Dómarar voru þó ekki á eitt sáttir. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna bæri piltinn, enda hefði sakfellingin verið fjarstæða. Maður teljist saklaus þar til sekt hans sé sönnuð og sönnunarbyrðin hvíli á ákæruvaldinu. Hann taldi þá staðreynd að ákæruvaldið hefði við málflutning krafist staðfestingar dómsins en ekki sýknu, gæti ekki leitt til þess að málatilbúnaður í héraði uppfyllti ekki lengur kröfur laga. Hann taldi ekki að misvísandi afstaða ákæruvaldsins í málinu gæti leitt til frávísunar úr héraði. Bragi Steinarsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, segir að ekki hafi verið ákveðið hvort brugðist verði við þætti ákæruvaldsins í frávísun Hæstaréttar á dómi Héraðsdóms Austurlands í gær. Einn dómara við Hæstarétt kallaði dóm Héraðsdóms, sem var yfir pilti vegna líkamsárásar, fjarstæðu og sagði eðilegast að sýkna manninn. Tveir dómarar úrskurðu hins vegar að málinu hefði átt að vísa frá Héraðsdómi. Sýslumaðurinn á Eskifirði gaf út ákæru á hendur piltinum og Þorgerður Erlendsdóttir, dómstjóri í Héraðsdómi Austurlands, kvað upp dóminn sem var eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn sextán ára kærustu. Pilturinn áfrýjaði málinu og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess hins vegar að dómurinn yrði staðfestur. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins í Hæstarétti, lýsti efasemdum um bæði lögreglurannsóknina og dómsrannsóknina sem hann sagði hafa farið langt út fyrir sakarefnið. Það hefði miðast meira við að slíta sambandi unglinganna sem hefði haldið áfram um nokkurt skeið eftir að hin meinta líkamsárás átti sér stað. Inger segist standa við rannsóknina og ákæruna og hafi staðið að henni eins og eigi að gera. Að öðru leyti ætli hún ekki að tjá sig um dóminn Þessi afstaða ríkissaksóknara til málsins sem hann var að flytja réði því að málinu var vísað frá héraði og dómurinn því í raun ómerktur. Dómarar voru þó ekki á eitt sáttir. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna bæri piltinn, enda hefði sakfellingin verið fjarstæða. Maður teljist saklaus þar til sekt hans sé sönnuð og sönnunarbyrðin hvíli á ákæruvaldinu. Hann taldi þá staðreynd að ákæruvaldið hefði við málflutning krafist staðfestingar dómsins en ekki sýknu, gæti ekki leitt til þess að málatilbúnaður í héraði uppfyllti ekki lengur kröfur laga. Hann taldi ekki að misvísandi afstaða ákæruvaldsins í málinu gæti leitt til frávísunar úr héraði. Bragi Steinarsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira