Erlent

IBM hættir framleiðslu einkatölva

Tölvurisinn IBM hefur ákveðið að hætta framleiðslu einkatölva og hefur selt kínverska fyrirtækinu Lenovo þann hluta fyrirtækisins. IBM var meðal frumkvöðlanna í einkatölvuframleiðslu snemma á níunda áratug síðustu aldar en hefur ekki grætt neitt á einkatölvuframleiðslu í dágóðan tíma. Framvegis mun því kínverski tölvurisinn Lenovo framleiða tölvurnar og IBM einbeita sér að framleiðslu hugbúnaðar og að veita aðra tölvuþjónustu. IBM eignaðist reyndar dágóðan hluta í Lenovo við þennan gjörning.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×