Erlent

30 prósenta aukning

Eyðsla í netauglýsingar í Bandaríkjunum mun enda í 9,4 milljörðum Bandaríkjadala við lok þessa árs, eða um 600 milljörðum króna. Um er að ræða 30% aukningu frá því á síðasta ári. Þetta er jafnframt fjórum sinnum meiri vöxtur en vöxtur bandaríska auglýsingaiðnaðarins í heild sinni á árinu. Því hefur verið spáð að netauglýsingar verði 4% af auglýsingamarkaðinum á næsta ári og að eyðsla í þær muni aukast í um 700 milljarða króna. Ein helsta ástæðan fyrir auknum fjárfestingum í netauglýsingum er sú að auglýsingum sem er varpað yfir allan skjáinn hefur fjölgað til muna, auk þess sem hraðinn á netinu hefur margfaldast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×