Spilaði tölvuleik eftir vopnað rán 2. desember 2004 00:01 Jón Þorri Jónsson, 22 ára, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í Búnaðarbankanum á Vesturgötu í nóvember á síðasta ári. 26 ára samverkamaður hans var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skömmu fyrir ránið stal samverkamaðurinn lambhúshettu, í versluninni Erlingsen, á meðan Jón Þorri fangaði athygli starfsfólksins. Samverkamaðurinn lagði bílnum á bílastæði fyrir utan 10-11 á Héðinsgötu þaðan sem Jón Þorri fór til að fremja ránið. Eftir að hafa ógnað bankastarfsfólki með hnífi og fengið afhentar 430 þúsund krónur fór hann aftur í flóttabílinn. Fóru þeir félagar þaðan sem leið lá í Garðabæ á heimili Jóns Þorra. Nokkru síðar segist Jón Þorri hafa farið til að borga ónefndum manni 330 þúsund krónur sem hann skuldaði vegna fíkniefnakaupa. Í framhaldinu fóru þeir félagar í Smáralindina og í verslun í Skeifunni þar sem Jón Þorri keypti sér tölvuleiki fyrir tugi þúsunda. Var Jón Þorri rétt byrjaður að spila einn tölvuleikjanna þegar lögreglan knúði dyra og handtók hann. Jón Þorri játaði brot sitt greiðlega. Samverkamaðurinn viðurkenndi að hafa ekið Jóni Þorra á bílastæðið við verslun 10-11 og síðan ekið honum aftur á brott eftir ránið. Hann viðurkennir einnig að hafa stolið lambhúshettunni sem Jón Þorri notaði í ráninu. Hann neitar hins vegar að hafa látið Jón Þorra hafa ránsvopnið og segir Jón hafa tekið hnífinn úr hanskahólfi bílsins án sinnar vitundar. Í dómnum segir að brot Jóns Þorra hafi verið ákveðið fyrirfram og það hafi verið ósvífið. Eingöngu hafi verið hægt að meta honum til hagsbóta að hann hafi játað greiðlega. Jóni Þorra var gert að greiða Vátryggingafélagi Íslands 396.500 krónur í skaðabætur en hann hafði áður samþykkt kröfuna. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Jón Þorri Jónsson, 22 ára, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í Búnaðarbankanum á Vesturgötu í nóvember á síðasta ári. 26 ára samverkamaður hans var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skömmu fyrir ránið stal samverkamaðurinn lambhúshettu, í versluninni Erlingsen, á meðan Jón Þorri fangaði athygli starfsfólksins. Samverkamaðurinn lagði bílnum á bílastæði fyrir utan 10-11 á Héðinsgötu þaðan sem Jón Þorri fór til að fremja ránið. Eftir að hafa ógnað bankastarfsfólki með hnífi og fengið afhentar 430 þúsund krónur fór hann aftur í flóttabílinn. Fóru þeir félagar þaðan sem leið lá í Garðabæ á heimili Jóns Þorra. Nokkru síðar segist Jón Þorri hafa farið til að borga ónefndum manni 330 þúsund krónur sem hann skuldaði vegna fíkniefnakaupa. Í framhaldinu fóru þeir félagar í Smáralindina og í verslun í Skeifunni þar sem Jón Þorri keypti sér tölvuleiki fyrir tugi þúsunda. Var Jón Þorri rétt byrjaður að spila einn tölvuleikjanna þegar lögreglan knúði dyra og handtók hann. Jón Þorri játaði brot sitt greiðlega. Samverkamaðurinn viðurkenndi að hafa ekið Jóni Þorra á bílastæðið við verslun 10-11 og síðan ekið honum aftur á brott eftir ránið. Hann viðurkennir einnig að hafa stolið lambhúshettunni sem Jón Þorri notaði í ráninu. Hann neitar hins vegar að hafa látið Jón Þorra hafa ránsvopnið og segir Jón hafa tekið hnífinn úr hanskahólfi bílsins án sinnar vitundar. Í dómnum segir að brot Jóns Þorra hafi verið ákveðið fyrirfram og það hafi verið ósvífið. Eingöngu hafi verið hægt að meta honum til hagsbóta að hann hafi játað greiðlega. Jóni Þorra var gert að greiða Vátryggingafélagi Íslands 396.500 krónur í skaðabætur en hann hafði áður samþykkt kröfuna.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira