Spilaði tölvuleik eftir vopnað rán 2. desember 2004 00:01 Jón Þorri Jónsson, 22 ára, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í Búnaðarbankanum á Vesturgötu í nóvember á síðasta ári. 26 ára samverkamaður hans var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skömmu fyrir ránið stal samverkamaðurinn lambhúshettu, í versluninni Erlingsen, á meðan Jón Þorri fangaði athygli starfsfólksins. Samverkamaðurinn lagði bílnum á bílastæði fyrir utan 10-11 á Héðinsgötu þaðan sem Jón Þorri fór til að fremja ránið. Eftir að hafa ógnað bankastarfsfólki með hnífi og fengið afhentar 430 þúsund krónur fór hann aftur í flóttabílinn. Fóru þeir félagar þaðan sem leið lá í Garðabæ á heimili Jóns Þorra. Nokkru síðar segist Jón Þorri hafa farið til að borga ónefndum manni 330 þúsund krónur sem hann skuldaði vegna fíkniefnakaupa. Í framhaldinu fóru þeir félagar í Smáralindina og í verslun í Skeifunni þar sem Jón Þorri keypti sér tölvuleiki fyrir tugi þúsunda. Var Jón Þorri rétt byrjaður að spila einn tölvuleikjanna þegar lögreglan knúði dyra og handtók hann. Jón Þorri játaði brot sitt greiðlega. Samverkamaðurinn viðurkenndi að hafa ekið Jóni Þorra á bílastæðið við verslun 10-11 og síðan ekið honum aftur á brott eftir ránið. Hann viðurkennir einnig að hafa stolið lambhúshettunni sem Jón Þorri notaði í ráninu. Hann neitar hins vegar að hafa látið Jón Þorra hafa ránsvopnið og segir Jón hafa tekið hnífinn úr hanskahólfi bílsins án sinnar vitundar. Í dómnum segir að brot Jóns Þorra hafi verið ákveðið fyrirfram og það hafi verið ósvífið. Eingöngu hafi verið hægt að meta honum til hagsbóta að hann hafi játað greiðlega. Jóni Þorra var gert að greiða Vátryggingafélagi Íslands 396.500 krónur í skaðabætur en hann hafði áður samþykkt kröfuna. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Jón Þorri Jónsson, 22 ára, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í Búnaðarbankanum á Vesturgötu í nóvember á síðasta ári. 26 ára samverkamaður hans var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skömmu fyrir ránið stal samverkamaðurinn lambhúshettu, í versluninni Erlingsen, á meðan Jón Þorri fangaði athygli starfsfólksins. Samverkamaðurinn lagði bílnum á bílastæði fyrir utan 10-11 á Héðinsgötu þaðan sem Jón Þorri fór til að fremja ránið. Eftir að hafa ógnað bankastarfsfólki með hnífi og fengið afhentar 430 þúsund krónur fór hann aftur í flóttabílinn. Fóru þeir félagar þaðan sem leið lá í Garðabæ á heimili Jóns Þorra. Nokkru síðar segist Jón Þorri hafa farið til að borga ónefndum manni 330 þúsund krónur sem hann skuldaði vegna fíkniefnakaupa. Í framhaldinu fóru þeir félagar í Smáralindina og í verslun í Skeifunni þar sem Jón Þorri keypti sér tölvuleiki fyrir tugi þúsunda. Var Jón Þorri rétt byrjaður að spila einn tölvuleikjanna þegar lögreglan knúði dyra og handtók hann. Jón Þorri játaði brot sitt greiðlega. Samverkamaðurinn viðurkenndi að hafa ekið Jóni Þorra á bílastæðið við verslun 10-11 og síðan ekið honum aftur á brott eftir ránið. Hann viðurkennir einnig að hafa stolið lambhúshettunni sem Jón Þorri notaði í ráninu. Hann neitar hins vegar að hafa látið Jón Þorra hafa ránsvopnið og segir Jón hafa tekið hnífinn úr hanskahólfi bílsins án sinnar vitundar. Í dómnum segir að brot Jóns Þorra hafi verið ákveðið fyrirfram og það hafi verið ósvífið. Eingöngu hafi verið hægt að meta honum til hagsbóta að hann hafi játað greiðlega. Jóni Þorra var gert að greiða Vátryggingafélagi Íslands 396.500 krónur í skaðabætur en hann hafði áður samþykkt kröfuna.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira