Dýrlingar drekka romm 2. desember 2004 00:01 Kristjana Hrönn fór yfir hálfan hnöttinn og hélt þar jól. "Ég fór til Gvatemala sem nokkurs konar skiptinemi í byrjun nóvember árið sem ég útskrifaðist úr menntaskóla. Ég kveið dálítið fyrir því að vera fjarri fjölskyldunni um jólin en þau urðu svo öðruvísi að maður saknaði eiginlega einskis þrátt fyrir þrjátíu stiga hitann. Jólin í Gvatemala ganga í garð á miðnætti á jóladag og jólanóttina byrja menn á því að skála og skjóta upp kínverjum, drekka romm í kók og faðma hvert annað jólafaðmlaginu." Kristjana segir ferð þeirra Jósefs og Maríu til Betlehem leikna á jólaföstunni. "Gvatemalabúar hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að í Biblíunni sé ferðalag þeirra hjúanna rakið og sagt frá hverjum stað sem þau gistu á leiðinni. Fjórtán dögum fyrir jól eru líkneski af þeim hjúum sett upp á viðhafnarbörur og svo er farið yfir bæinn endilangan til jóla og María og Jósef látin gista á fjórtán heimilum sem eiga að tákna húsin þar sem þau gistu á leiðinni. Við fórum þess vegna á hverju kvöldi og sóttum Jósef og Maríu og bárum þau á næsta stað og sungum jólalög. Á hverju heimili fengum við tamales sem er maísgrautur í bananablöðum og áfengan ávaxtagraut sem er hvort tveggja gvatemalískur jólamatur. Ég hef nú hvergi fundið þetta ferðalag í Nýja testamentinu en hef ekki grúskað mikið. Gvatemalabúar eiga hinsvegar sína eigin útgáfu af kristninni og til að mynda eru það dýrlingar sem drekka romm og reykja vindla og eru styttur af þeim á hverju heimili.Þetta gerði ég á hverju kvöldi í tvær vikur og það reddaði jólunum fyrir mér." Kristjana hefur dvalið víða þrátt fyrir ungan aldur og er nýkomin heim frá Portúgal þar sem hún var skiptinemi í lífefnafræði. Hún telur fráleitt að þetta verði síðustu jólin sem hún eyðir á framandi slóðum. "Íslensk jól eru auðvitað best en þau eru öll eins og maður man ekki alveg hvað gerðist um hver jól. En jólin í Gvatemala voru alveg sér á parti." Jól Mest lesið Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Persónulegir jólapakkar Jól Hakkabuff með eggi á jólunum Jól Þannig voru jólin 1959 Jól Heitt brauð í ofni Jól Er enn að skapa eigin hefðir Jól Sameinast um hlífðargleraugu Jólin Arnar Grant: Bakar piparkökur og hlustar á jólalög Jól Skín í rauðar skotthúfur Jól
Kristjana Hrönn fór yfir hálfan hnöttinn og hélt þar jól. "Ég fór til Gvatemala sem nokkurs konar skiptinemi í byrjun nóvember árið sem ég útskrifaðist úr menntaskóla. Ég kveið dálítið fyrir því að vera fjarri fjölskyldunni um jólin en þau urðu svo öðruvísi að maður saknaði eiginlega einskis þrátt fyrir þrjátíu stiga hitann. Jólin í Gvatemala ganga í garð á miðnætti á jóladag og jólanóttina byrja menn á því að skála og skjóta upp kínverjum, drekka romm í kók og faðma hvert annað jólafaðmlaginu." Kristjana segir ferð þeirra Jósefs og Maríu til Betlehem leikna á jólaföstunni. "Gvatemalabúar hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að í Biblíunni sé ferðalag þeirra hjúanna rakið og sagt frá hverjum stað sem þau gistu á leiðinni. Fjórtán dögum fyrir jól eru líkneski af þeim hjúum sett upp á viðhafnarbörur og svo er farið yfir bæinn endilangan til jóla og María og Jósef látin gista á fjórtán heimilum sem eiga að tákna húsin þar sem þau gistu á leiðinni. Við fórum þess vegna á hverju kvöldi og sóttum Jósef og Maríu og bárum þau á næsta stað og sungum jólalög. Á hverju heimili fengum við tamales sem er maísgrautur í bananablöðum og áfengan ávaxtagraut sem er hvort tveggja gvatemalískur jólamatur. Ég hef nú hvergi fundið þetta ferðalag í Nýja testamentinu en hef ekki grúskað mikið. Gvatemalabúar eiga hinsvegar sína eigin útgáfu af kristninni og til að mynda eru það dýrlingar sem drekka romm og reykja vindla og eru styttur af þeim á hverju heimili.Þetta gerði ég á hverju kvöldi í tvær vikur og það reddaði jólunum fyrir mér." Kristjana hefur dvalið víða þrátt fyrir ungan aldur og er nýkomin heim frá Portúgal þar sem hún var skiptinemi í lífefnafræði. Hún telur fráleitt að þetta verði síðustu jólin sem hún eyðir á framandi slóðum. "Íslensk jól eru auðvitað best en þau eru öll eins og maður man ekki alveg hvað gerðist um hver jól. En jólin í Gvatemala voru alveg sér á parti."
Jól Mest lesið Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Persónulegir jólapakkar Jól Hakkabuff með eggi á jólunum Jól Þannig voru jólin 1959 Jól Heitt brauð í ofni Jól Er enn að skapa eigin hefðir Jól Sameinast um hlífðargleraugu Jólin Arnar Grant: Bakar piparkökur og hlustar á jólalög Jól Skín í rauðar skotthúfur Jól