Lengist um eina önn hjá sumum 29. nóvember 2004 00:01 Vinna við samræmdu prófin í tíunda bekk er mjög langt komin og segir Sigurgrímur Skúlason, sviðsstjóri yfir samræmdum prófum hjá Námsmatsstofnun, að ekki liggi í loftinu að breyta þeim vegna kennaraverkfallsins. Börnin komist hvort eð er inn í framhaldsskóla. "Við erum ekki það vond við börnin. Áhrif af svona verkfalli koma mjög misjafnlega niður á þeim. Með því að búa til létt próf núna værum við að gefa nemendum sem standa höllum fæti skilaboð um að þau standi betur en raun ber vitni. Nemendur sem þyrftu að fara í upprifjunaráfanga í framhaldsskóla færu þá inn í einingaáfangana, sem eru erfiðari, og þá aukast líkurnar á því að þau hrökklist úr námi. Prófin endurspegla hæfni og kunnáttu. Það skiptir máli fyrir nemendur að komast á eðlilegum forsendum inn í framhaldsskóla." Sigurgrímur segir breytingar á samræmdum prófum hafa alvarlegri afleiðingar en það hvernig einkunnir líti út á pappír í lok skólaárs. Einkunnirnar breyti engu um það hvort krakkarnir komist inn í framhaldsskólana heldur því á hvaða forsendum þau komist inn. Fyrirsjáanlegt sé að framhaldsskólanám lengist um eina önn hjá hluta unglinga vegna verkfallsins. "Þau vinna ekki upp aftur það sem þau eru búin að missa úr. Þau þurfa að hafa ákveðinn undirbúning fyrir framhaldsskóla og því þurfa einhverjir nemendur að fara í upprifjunaráfanga sem ella hefðu ekki þurft þess. Ég býst við að það verði stærri hluti af árganginum en oft áður sem á ekki erindi beint inn í einingaáfangana en ég geri mér ekki grein fyrir hversu stór hluti það er. Ef við tökum dæmi af stærðfræði þá fá 25-35 prósent nemenda 4,5 og lægra í tíunda bekk á hverju ári og þessir nemendur eiga í erfiðleikum með fyrstu áfangana í framhaldsskóla," segir hann. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Vinna við samræmdu prófin í tíunda bekk er mjög langt komin og segir Sigurgrímur Skúlason, sviðsstjóri yfir samræmdum prófum hjá Námsmatsstofnun, að ekki liggi í loftinu að breyta þeim vegna kennaraverkfallsins. Börnin komist hvort eð er inn í framhaldsskóla. "Við erum ekki það vond við börnin. Áhrif af svona verkfalli koma mjög misjafnlega niður á þeim. Með því að búa til létt próf núna værum við að gefa nemendum sem standa höllum fæti skilaboð um að þau standi betur en raun ber vitni. Nemendur sem þyrftu að fara í upprifjunaráfanga í framhaldsskóla færu þá inn í einingaáfangana, sem eru erfiðari, og þá aukast líkurnar á því að þau hrökklist úr námi. Prófin endurspegla hæfni og kunnáttu. Það skiptir máli fyrir nemendur að komast á eðlilegum forsendum inn í framhaldsskóla." Sigurgrímur segir breytingar á samræmdum prófum hafa alvarlegri afleiðingar en það hvernig einkunnir líti út á pappír í lok skólaárs. Einkunnirnar breyti engu um það hvort krakkarnir komist inn í framhaldsskólana heldur því á hvaða forsendum þau komist inn. Fyrirsjáanlegt sé að framhaldsskólanám lengist um eina önn hjá hluta unglinga vegna verkfallsins. "Þau vinna ekki upp aftur það sem þau eru búin að missa úr. Þau þurfa að hafa ákveðinn undirbúning fyrir framhaldsskóla og því þurfa einhverjir nemendur að fara í upprifjunaráfanga sem ella hefðu ekki þurft þess. Ég býst við að það verði stærri hluti af árganginum en oft áður sem á ekki erindi beint inn í einingaáfangana en ég geri mér ekki grein fyrir hversu stór hluti það er. Ef við tökum dæmi af stærðfræði þá fá 25-35 prósent nemenda 4,5 og lægra í tíunda bekk á hverju ári og þessir nemendur eiga í erfiðleikum með fyrstu áfangana í framhaldsskóla," segir hann.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira