Mývatnssveitin falleg í frosti 21. nóvember 2004 00:01 Aldrei hefur mælst jafn mikið frost í Mývatnssveit í nóvembermánuði og í gær þegar mælir Veðurstofunnar sýndi mínus 30 gráður. Fyrri part dags var dimmt yfir sveitinni, frostþoka lá yfir og byrgði sunnusýn en upp úr hádegi höfðu geislar sólar betur í baráttunni um athyglina og vörpuðu sér yfir ísilagt vatnið og nágrenni. Kuldinn hafði vitaskuld áhrif á mannlíf, flestir voru inni við en einstaka hætti sér út fyrir dyr ef erindið var brýnt eða hreyfiþörfin rík. Nokkrir sóttu messu á Skútustöðum í gær og jarðböðin á Jarðbaðshólum, rétt ofan við byggðina í Reykjahlíð, voru sæmilega sótt. Aðdáendur gufubaða segja enda að fátt sé meira hressandi en að vera til skiptist inni í heitri gufunni og úti í bítandi kuldanum. Snæbjörn Pétursson í Reynihlíð gerir ekki mikið úr frostinu, hefur enda oft kynnst kuldanum í Mývatnssveit. Og hann kannast ekki við allar 30 gráðurnar sem Veðurstofan mældi, segir að ekki hafi verið nema 25,6 á mælinum hjá sér. "Hann hefur nú stundum þótt dálitíð skrítinn þessi mælir hjá Veðurstofunni. Þetta er bara stafrænn mælir og þeir eru víst svona. Páll Bergþórsson talaði einhvern tíma við mig og sagði að það ætti bara að leggja þessa mæla niður." Engu að síður telur Snæbjörn það rétt að frostið hafi ekki fyrr verið svona mikið í nóvembermánuði. Hann sjálfur bjóst ekki við að hreyfa sig af bæ í gær, nema þá að einhver nennti að skutla honum í jarðböðin. Hann langaði ekki á gönguskíði en brá sér á þau á laugardag og sagði það hafa verið hálf ómögulegt. "Skíði ganga heldur illa í svona miklu frosti. Ísinn á vatninu springur, upp kemur vatn og það myndast krap sem svo frýs neðan á skíðunum og maður situr bara fastur." Snæbjörn kallar það ekki mikinn snjó þó um tuttugu sentrimetra jafnfallin mjöll sé yfir Mývatnssveit enda hafa menn séð það verra og jafnvel mikið verra. En fegurðin er mikil. "Mývatnssveitin er aldrei fallegri en þegar svona er," segir Snæbjörn, "fegurðin er aldrei meiri en þegar allt er hvítt og ég man þegar maður var að sitja ofan á heyekjum á veturna hér í gamla daga, þá var gaman að horfa í kringum sig þegar allt var svona hvítt." Áfram verður kalt í Mývatnssveit næstu daga, þó ekki jafn kalt og í gær. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira
Aldrei hefur mælst jafn mikið frost í Mývatnssveit í nóvembermánuði og í gær þegar mælir Veðurstofunnar sýndi mínus 30 gráður. Fyrri part dags var dimmt yfir sveitinni, frostþoka lá yfir og byrgði sunnusýn en upp úr hádegi höfðu geislar sólar betur í baráttunni um athyglina og vörpuðu sér yfir ísilagt vatnið og nágrenni. Kuldinn hafði vitaskuld áhrif á mannlíf, flestir voru inni við en einstaka hætti sér út fyrir dyr ef erindið var brýnt eða hreyfiþörfin rík. Nokkrir sóttu messu á Skútustöðum í gær og jarðböðin á Jarðbaðshólum, rétt ofan við byggðina í Reykjahlíð, voru sæmilega sótt. Aðdáendur gufubaða segja enda að fátt sé meira hressandi en að vera til skiptist inni í heitri gufunni og úti í bítandi kuldanum. Snæbjörn Pétursson í Reynihlíð gerir ekki mikið úr frostinu, hefur enda oft kynnst kuldanum í Mývatnssveit. Og hann kannast ekki við allar 30 gráðurnar sem Veðurstofan mældi, segir að ekki hafi verið nema 25,6 á mælinum hjá sér. "Hann hefur nú stundum þótt dálitíð skrítinn þessi mælir hjá Veðurstofunni. Þetta er bara stafrænn mælir og þeir eru víst svona. Páll Bergþórsson talaði einhvern tíma við mig og sagði að það ætti bara að leggja þessa mæla niður." Engu að síður telur Snæbjörn það rétt að frostið hafi ekki fyrr verið svona mikið í nóvembermánuði. Hann sjálfur bjóst ekki við að hreyfa sig af bæ í gær, nema þá að einhver nennti að skutla honum í jarðböðin. Hann langaði ekki á gönguskíði en brá sér á þau á laugardag og sagði það hafa verið hálf ómögulegt. "Skíði ganga heldur illa í svona miklu frosti. Ísinn á vatninu springur, upp kemur vatn og það myndast krap sem svo frýs neðan á skíðunum og maður situr bara fastur." Snæbjörn kallar það ekki mikinn snjó þó um tuttugu sentrimetra jafnfallin mjöll sé yfir Mývatnssveit enda hafa menn séð það verra og jafnvel mikið verra. En fegurðin er mikil. "Mývatnssveitin er aldrei fallegri en þegar svona er," segir Snæbjörn, "fegurðin er aldrei meiri en þegar allt er hvítt og ég man þegar maður var að sitja ofan á heyekjum á veturna hér í gamla daga, þá var gaman að horfa í kringum sig þegar allt var svona hvítt." Áfram verður kalt í Mývatnssveit næstu daga, þó ekki jafn kalt og í gær.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira