33% kjarabætur hjá kennurum 19. nóvember 2004 00:01 Nýgerðir kennarasamningar fela í sér 33 prósenta kjarabætur að meðaltali á hvern kennara við lok samningstímans. Þar af eru tuttugu prósent á næstu tíu mánuðum. Tölur hafa verið nokkuð á reiki um hvað felst í kennarasamningunum. Fréttastofan fékk í dag útreikninga launanefndar sveitarfélaga og bar þá undir Eirík Jónsson, formann Kennnarasambandsins, sem lýsti sig sammála þeim útreikningum. Hér koma tölurnar. Upphafshækkun frá 1. október er 5,5%. Um leið verða felld niður tvö lægstu launaþrep yngstu kennara sem jafngildir allt að 6,6 prósenta launahækkun en þessi breyting er metin á hálft prósent yfir línuna. Uppsöfnuð hækkun á þessu ári er þannig 6,03 prósent. Þann 1. janúar næstkomandi koma áfangahækkun upp á 3%, viðbótarframlag í lífeyrissjóð sem metið er á 1,23%, og launakerfisbreyting sem gagnast eldri kennurum og metin er á 0,75%. 1. ágúst á næsta ári tekur gildi launakerfisbreyting vegna ábyrgðarstarfa og er hún metin upp á 1,5%, kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,23% og þá kemur einnig sérstök hækkun umfram miðlunartillögu upp á 1,5%. Uppsöfnuð hækkun þarna er orðin 18,45% en þá eru ekki taldar með tvær eingreiðslur upp á 205 þúsund krónur. 1. janúar 2006 kemur áfangahækkun upp á 2,50%, 1. janúar 2007 áfangahækkun upp á 2,25%, 1. ágúst 2007 kemur kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,35% og þann 1. janúar 2008 kemur síðasta áfangahækkunin, 2,25%. Þarna er uppsöfnuð hækkun orðin 31,19%. Þá eru enn ótaldar tvær eingreiðslur. Sú fyrri upp á 130.000 krónur á að greiðast "sem fyrst", eins og það er orðað, og sú seinni, 75 þúsund krónur, á að greiðast 1. júlí. Þessar eingreiðslur metur Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, á 1,8%. Hann telur réttast að setja dæmið upp svona: Beinar launahækkanir séu um 20%, kennsluskyldulækkun 8%, launakerfisbreytingar, viðbótargreiðslur í lífeyrissjóð og fleira séu 3,2% og loks eingreiðslur upp á 1,8%. Samtals gera þetta 33%. Það eru yngstu kennararnir sem fá mest, þ.e. þeir sem eru nýútskrifaðir úr skóla. Meta má þeirrra kjarabót upp á 35-37% á öllu samningstímabilinu. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Nýgerðir kennarasamningar fela í sér 33 prósenta kjarabætur að meðaltali á hvern kennara við lok samningstímans. Þar af eru tuttugu prósent á næstu tíu mánuðum. Tölur hafa verið nokkuð á reiki um hvað felst í kennarasamningunum. Fréttastofan fékk í dag útreikninga launanefndar sveitarfélaga og bar þá undir Eirík Jónsson, formann Kennnarasambandsins, sem lýsti sig sammála þeim útreikningum. Hér koma tölurnar. Upphafshækkun frá 1. október er 5,5%. Um leið verða felld niður tvö lægstu launaþrep yngstu kennara sem jafngildir allt að 6,6 prósenta launahækkun en þessi breyting er metin á hálft prósent yfir línuna. Uppsöfnuð hækkun á þessu ári er þannig 6,03 prósent. Þann 1. janúar næstkomandi koma áfangahækkun upp á 3%, viðbótarframlag í lífeyrissjóð sem metið er á 1,23%, og launakerfisbreyting sem gagnast eldri kennurum og metin er á 0,75%. 1. ágúst á næsta ári tekur gildi launakerfisbreyting vegna ábyrgðarstarfa og er hún metin upp á 1,5%, kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,23% og þá kemur einnig sérstök hækkun umfram miðlunartillögu upp á 1,5%. Uppsöfnuð hækkun þarna er orðin 18,45% en þá eru ekki taldar með tvær eingreiðslur upp á 205 þúsund krónur. 1. janúar 2006 kemur áfangahækkun upp á 2,50%, 1. janúar 2007 áfangahækkun upp á 2,25%, 1. ágúst 2007 kemur kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,35% og þann 1. janúar 2008 kemur síðasta áfangahækkunin, 2,25%. Þarna er uppsöfnuð hækkun orðin 31,19%. Þá eru enn ótaldar tvær eingreiðslur. Sú fyrri upp á 130.000 krónur á að greiðast "sem fyrst", eins og það er orðað, og sú seinni, 75 þúsund krónur, á að greiðast 1. júlí. Þessar eingreiðslur metur Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, á 1,8%. Hann telur réttast að setja dæmið upp svona: Beinar launahækkanir séu um 20%, kennsluskyldulækkun 8%, launakerfisbreytingar, viðbótargreiðslur í lífeyrissjóð og fleira séu 3,2% og loks eingreiðslur upp á 1,8%. Samtals gera þetta 33%. Það eru yngstu kennararnir sem fá mest, þ.e. þeir sem eru nýútskrifaðir úr skóla. Meta má þeirrra kjarabót upp á 35-37% á öllu samningstímabilinu.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira