Garðabær athugar tilraunasamning 16. nóvember 2004 00:01 Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í athugun hvort hægt verði að gera tilraunasamning við grunnskólakennara komi til þess að samninganefndir kennara og sveitarfélaganna nái ekki saman. Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, segir bæjaryfirvöld binda vonir vð að samningar náist: "Ef ekki tökum við á því þegar þar að kemur." Gunnar segir nánast enga kennara grunnskóla Garðabæjar hafa mætt til vinnu. Ekki sé hægt að segja á þessu stundu hvort Garðabær fari með kjör kennara bæjarins fyrir gerðardóm eða semji sér við kennarana. Kennarar eru ósáttir við skilyrði sem ríkisstjórninni setur fari deilan í gerðardóm; að viðhalda stöðugleikanum í samfélaginu. Í bréfi sem grunnskólakennnarar Borgarskóla í Reykjavík sendu til foreldra barna segir að sé miðað við þær forsendur sem gerðadómi sé gert að vinna eftir sé ljóst að þröngva eigi upp á kennara lögum með samningi sem sé í besta falli ámóta þeirri miðlunartillögu sem felld hafi verið með 93% atkvæða, kannski verri. Einungis fimmtán til tuttugu prósent kennara mættu til starfa í Reykjavík í gær. Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla var forfallaður vegna veikinda í gær: "Það er fáránlegt að ætlast til þess að við förum inn í skólana fyrir eitthvað sem er rétt betra en miðlunartillagan. Niðurstaða gerðardóms þarf að vera miklu betri en tillagan svo kennarar verði sáttir og friður ríki um skólastarfið." Ástandið í grunnskólunum var harmað í álytkun samráðsfundar foreldraráða og foreldrafélaga í Garðabæ í gær. Hópurinn lýsti líka yfir áhyggjum af miðstýringu í kjaramálum kennara sem hann taldi að héldi niðri launum kennara og kæmi í veg fyrir lausn í deilunni. Fundurinn skoraði því á stjórnvöld Garðabæjar að hafa frumkvæði að því að semja sérstaklega við sína kennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í athugun hvort hægt verði að gera tilraunasamning við grunnskólakennara komi til þess að samninganefndir kennara og sveitarfélaganna nái ekki saman. Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, segir bæjaryfirvöld binda vonir vð að samningar náist: "Ef ekki tökum við á því þegar þar að kemur." Gunnar segir nánast enga kennara grunnskóla Garðabæjar hafa mætt til vinnu. Ekki sé hægt að segja á þessu stundu hvort Garðabær fari með kjör kennara bæjarins fyrir gerðardóm eða semji sér við kennarana. Kennarar eru ósáttir við skilyrði sem ríkisstjórninni setur fari deilan í gerðardóm; að viðhalda stöðugleikanum í samfélaginu. Í bréfi sem grunnskólakennnarar Borgarskóla í Reykjavík sendu til foreldra barna segir að sé miðað við þær forsendur sem gerðadómi sé gert að vinna eftir sé ljóst að þröngva eigi upp á kennara lögum með samningi sem sé í besta falli ámóta þeirri miðlunartillögu sem felld hafi verið með 93% atkvæða, kannski verri. Einungis fimmtán til tuttugu prósent kennara mættu til starfa í Reykjavík í gær. Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla var forfallaður vegna veikinda í gær: "Það er fáránlegt að ætlast til þess að við förum inn í skólana fyrir eitthvað sem er rétt betra en miðlunartillagan. Niðurstaða gerðardóms þarf að vera miklu betri en tillagan svo kennarar verði sáttir og friður ríki um skólastarfið." Ástandið í grunnskólunum var harmað í álytkun samráðsfundar foreldraráða og foreldrafélaga í Garðabæ í gær. Hópurinn lýsti líka yfir áhyggjum af miðstýringu í kjaramálum kennara sem hann taldi að héldi niðri launum kennara og kæmi í veg fyrir lausn í deilunni. Fundurinn skoraði því á stjórnvöld Garðabæjar að hafa frumkvæði að því að semja sérstaklega við sína kennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira