Ostakaka með piparmyntubrjóstsykri 12. nóvember 2004 00:01 Oskakökur eru alltaf lystugar og gott er að grípa til þeirra, hvort heldur sem eftirréttar eða á kaffiborð. Þessi er dálítið sérstök. Hún er búin til í 24 cm formi með klemmu og best er að fóða botn formsins með smjörpappír.Botn1 bolli hafrakexmylsna 2-3 msk. kakó 5 msk. smjör Bræðið smjörið við vægan hita og hrærið mylsnu og kakói saman við. Setjið síðan volga kexblönduna í formið og þrýstið henni vel að botninum. Látið botninn kólna áður en fyllingin er sett áFylling1 msk. matarlímsduft 1/3 dl kalt vatn 500 hreinn rjómaostur 100 gr sykur 3/4 dl mjólk 3/4 mulinn piparmyntubrjóstsykur 2 1/2 dl rjómi, þeyttur 60-70 g mjólkursúkkulaði, saxað Leysið upp matarlímið. Hrærið rjómaosti og sykri vel saman og síðan matarlímsblöndu, mjólk og brjóstsykri saman við. Látið þetta kólna þar til það þykknar aðeins. Blandið þá súkkulaðinu saman við og því næst rjómanum varlega. Hellið yfir kexbotninn og látið kökuna kólna í sólarhring áður en þið takið hana úr forminu og skreytið með þeyttum rjóma og muldum brjóstsykri. Úr bæklingi frá Osta og smjörsölunni Kökur og tertur Matur Ostakökur Uppskriftir Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið
Oskakökur eru alltaf lystugar og gott er að grípa til þeirra, hvort heldur sem eftirréttar eða á kaffiborð. Þessi er dálítið sérstök. Hún er búin til í 24 cm formi með klemmu og best er að fóða botn formsins með smjörpappír.Botn1 bolli hafrakexmylsna 2-3 msk. kakó 5 msk. smjör Bræðið smjörið við vægan hita og hrærið mylsnu og kakói saman við. Setjið síðan volga kexblönduna í formið og þrýstið henni vel að botninum. Látið botninn kólna áður en fyllingin er sett áFylling1 msk. matarlímsduft 1/3 dl kalt vatn 500 hreinn rjómaostur 100 gr sykur 3/4 dl mjólk 3/4 mulinn piparmyntubrjóstsykur 2 1/2 dl rjómi, þeyttur 60-70 g mjólkursúkkulaði, saxað Leysið upp matarlímið. Hrærið rjómaosti og sykri vel saman og síðan matarlímsblöndu, mjólk og brjóstsykri saman við. Látið þetta kólna þar til það þykknar aðeins. Blandið þá súkkulaðinu saman við og því næst rjómanum varlega. Hellið yfir kexbotninn og látið kökuna kólna í sólarhring áður en þið takið hana úr forminu og skreytið með þeyttum rjóma og muldum brjóstsykri. Úr bæklingi frá Osta og smjörsölunni
Kökur og tertur Matur Ostakökur Uppskriftir Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið