Dekkin mikilvægt öryggisatriði 12. nóvember 2004 00:01 "Góðir hjólbarðar eru gríðarlega mikilvægt öryggistæki," segir Jóhann Kristinsson hjá Ísdekkjum, "og skiptir miklu máli að fólk sé meðvitað um það. Hjólbarðinn má ekki vera veikasti hlekkurinn í öryggiskeðjunni." Jóhann segir að til sé viðmiðun um hvenær hjólbarði sé ónýtur. "Ef minna en 1,6 millimetrar eru eftir af mynstrinu er bíllinn orðinn ólöglegur," segir hann. "Það er líka mikilvægt á Íslandi að menn séu með vetrar- og sumardekk og geri ráð fyrir nöglum þegar það á við. Nú eru framleidd dekk með léttari nöglum sem gera sama gagn en fara betur með malbikið og þar að auki er miklu minna veghljóð í þeim. Hin svokölluðu heilsársdekk henta ekki endilega vel íslenskum aðstæðum, því þó að þau séu fín á malbikinu í bænum er ekki endilega víst að þau séu nóg góð þegar fólk þarf að renna í fermingarveislu austur fyrir fjall. Vetrardekkin eru framleidd úr mýkra gúmmíi en sumardekkin, sem þýðir að þau harðna ekki í frosti." Jóhann segir líka mikilvægt að þrífa hjólbarða vel ef götur hafa verið saltaðar. "Þá losnar tjara úr malbikinu og sest utan á hjólbarðana. Við þetta tapar hjólbarðinn veggripi. Þá er hægt að þvo dekkin upp úr leysiefni, en mjög mikilvægt er að skola dekkin á eftir úr volgu vatni því annars situr leysiefnið eftir í mynstrinu. Aðalatriði er svo að fólk sé meðvitað um mikilvægi góðra hjólbarða og leiti upplýsinga um hvað hentar hverju sinni." Bílar Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Góðir hjólbarðar eru gríðarlega mikilvægt öryggistæki," segir Jóhann Kristinsson hjá Ísdekkjum, "og skiptir miklu máli að fólk sé meðvitað um það. Hjólbarðinn má ekki vera veikasti hlekkurinn í öryggiskeðjunni." Jóhann segir að til sé viðmiðun um hvenær hjólbarði sé ónýtur. "Ef minna en 1,6 millimetrar eru eftir af mynstrinu er bíllinn orðinn ólöglegur," segir hann. "Það er líka mikilvægt á Íslandi að menn séu með vetrar- og sumardekk og geri ráð fyrir nöglum þegar það á við. Nú eru framleidd dekk með léttari nöglum sem gera sama gagn en fara betur með malbikið og þar að auki er miklu minna veghljóð í þeim. Hin svokölluðu heilsársdekk henta ekki endilega vel íslenskum aðstæðum, því þó að þau séu fín á malbikinu í bænum er ekki endilega víst að þau séu nóg góð þegar fólk þarf að renna í fermingarveislu austur fyrir fjall. Vetrardekkin eru framleidd úr mýkra gúmmíi en sumardekkin, sem þýðir að þau harðna ekki í frosti." Jóhann segir líka mikilvægt að þrífa hjólbarða vel ef götur hafa verið saltaðar. "Þá losnar tjara úr malbikinu og sest utan á hjólbarðana. Við þetta tapar hjólbarðinn veggripi. Þá er hægt að þvo dekkin upp úr leysiefni, en mjög mikilvægt er að skola dekkin á eftir úr volgu vatni því annars situr leysiefnið eftir í mynstrinu. Aðalatriði er svo að fólk sé meðvitað um mikilvægi góðra hjólbarða og leiti upplýsinga um hvað hentar hverju sinni."
Bílar Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira