Neyðarfundur í kennaradeilunni 10. nóvember 2004 00:01 Forsætisráðherra tilkynnti fyrir stundu að hann útiloki ekki að lög verði sett á verkfall grunnskólakennara. Hann hefur boðað til neyðarfundar á morgun með deilendum eftir að viðræður strönduðu algerlega um hádegisbil í dag. Eftir þriggja klukkustunda langan fund hjá ríkissáttasemjara í morgun sammæltust deilendur um að til annars samningafundar yrði ekki boðað fyrr en eftir tvær vikur. Við það verður ekki unað af hálfu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann sagði á blaðamannafundinum sem hann boðaði til á sjötta tímanum í dag að hann og Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi átt fund með ríkissáttasemjara þar sem hann gerði ráðherrunum grein fyrir því að kennaradeilan væri í mjög alvarlegum hnút. Allar leiðir hafi verið reyndar og fundur ekki boðaður að nýju fyrr en eftir hálfan mánuð því deiluaðilum hafi ekki fundist rétt að boða fund fyrr. Halldór sagði að hann og Davíð hafi í kjölfarið ákveðið að boða deiluaðila á sinn fund strax í fyrramálið. Að honum loknum verði haft samráð við aðra aðila, m.a. stjórnarandstöðuna. „Það er alveg ljóst að við þessar aðstæður getur ríkisstjórnin að sjálfsögðu ekki setið aðgerðarlaus. Hér er svo mikið í húfi. Þess vegna höfum við ákveðið að kanna allar leiðir sem gætu orðið til þess að leysa þessa deilu,“ sagði forsætisráðherra. Skili þau fundahöld ekki árangri útilokar forsætisráðherra ekki að gripið verði til lagasetningar og að kjör grunnskólakennara verði ákvörðuð af gerðardómi. Þrátt fyrir að samningsaðilar hafi hafnað slíkri íhlutun ríkisvaldsins fyrir fáeinum dögum, þá má segja að formaður Kennarasambandsins hafi kallað á slíkan gjörning hjá ríkissáttasemjara í morgun þegar hann lagði til að laun kennara yrðu sett í gerðardóm. Verði það lendingin er kristaltært að grunnskólakennarar munu ekki sætta sig við að almenn launaþróun verði notuð sem viðmið, heldur laun framhaldsskólakennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Forsætisráðherra tilkynnti fyrir stundu að hann útiloki ekki að lög verði sett á verkfall grunnskólakennara. Hann hefur boðað til neyðarfundar á morgun með deilendum eftir að viðræður strönduðu algerlega um hádegisbil í dag. Eftir þriggja klukkustunda langan fund hjá ríkissáttasemjara í morgun sammæltust deilendur um að til annars samningafundar yrði ekki boðað fyrr en eftir tvær vikur. Við það verður ekki unað af hálfu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann sagði á blaðamannafundinum sem hann boðaði til á sjötta tímanum í dag að hann og Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi átt fund með ríkissáttasemjara þar sem hann gerði ráðherrunum grein fyrir því að kennaradeilan væri í mjög alvarlegum hnút. Allar leiðir hafi verið reyndar og fundur ekki boðaður að nýju fyrr en eftir hálfan mánuð því deiluaðilum hafi ekki fundist rétt að boða fund fyrr. Halldór sagði að hann og Davíð hafi í kjölfarið ákveðið að boða deiluaðila á sinn fund strax í fyrramálið. Að honum loknum verði haft samráð við aðra aðila, m.a. stjórnarandstöðuna. „Það er alveg ljóst að við þessar aðstæður getur ríkisstjórnin að sjálfsögðu ekki setið aðgerðarlaus. Hér er svo mikið í húfi. Þess vegna höfum við ákveðið að kanna allar leiðir sem gætu orðið til þess að leysa þessa deilu,“ sagði forsætisráðherra. Skili þau fundahöld ekki árangri útilokar forsætisráðherra ekki að gripið verði til lagasetningar og að kjör grunnskólakennara verði ákvörðuð af gerðardómi. Þrátt fyrir að samningsaðilar hafi hafnað slíkri íhlutun ríkisvaldsins fyrir fáeinum dögum, þá má segja að formaður Kennarasambandsins hafi kallað á slíkan gjörning hjá ríkissáttasemjara í morgun þegar hann lagði til að laun kennara yrðu sett í gerðardóm. Verði það lendingin er kristaltært að grunnskólakennarar munu ekki sætta sig við að almenn launaþróun verði notuð sem viðmið, heldur laun framhaldsskólakennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira