Virðing Íslands að veði 10. nóvember 2004 00:01 Hætta er á að ríkisstjórnin fái ávítur frá Alþjóðavinnumálastofnuninni setji hún lög sem kveða ekki á um betri rétt en felld miðlunartillaga, segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttalögmaður. Stjórnvöld voru síðast ávítt af stofnuninni í júní vegna lagasetningar á verkfall sjómanna árið 2001. Lára segir að yrðu lög sett á verkfall kennara og deilan sett í gerðardóm, sem hefði úr meiru fé að spila en nú hafi boðist, mætti forða því að Ísland lenti á svörtum lista Alþjóðavinnumálastofnunar: "Það er litið til þess ef Ísland er ítrekað að brjóta þessi grundvallarmannréttindi sem samningsrétturinn er." Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, segir að þegar stjórnvöld hafi sett lög á verkfall sjómanna hafi niðurstaða stofnunarinnar verið að stjórnvöld hafi farið offari með lagasetningunni. Lára segir hvorki sektir né refsingar viðurlög Alþjóðavinnumálastofnunarinnar en athugasemdir hennar geti verið Íslandi erfiðar: "Það er ógaman að vera í alþjóðasamstarfi og hluti af Sameinuðu þjóðunum sem Alþjóðavinnumálstofnunin tilheyrir og fá athugasemdir vegna framgöngu stjórnvalda í tengslum við verkföll." Ingvar segir umsagnir stofnunarinnar fyrst og fremst spurningu um virðingu viðkomandi aðildarríkis og stöðu þess í samfélagi annarra ríkja sem aðild eiga að stofnuninni: "Það er mjög slæmt að Ísland í þessu tiltekna máli sjómanna var sett í sama flokk og ríki sem við berum okkur helst ekki saman við, eins og sum ríki í Suður-Ameríku þar sem réttindi verkafólks og stéttarfélaga eru fótum troðin." Ingvar segir að þrátt fyrir ávítur í málum sjómanna sé almenn sátt um fyrirkomulag samninga á íslenskum vinnumarkaði. "Það ríkir almennt séð friður, en það eru alltaf einstaka mál sem koma upp, eins og með kennara, þar sem uppsöfnuð óánægja og reiði ríkir og menn fara út í verkfallsaðgerðir. Það þarf ekki að vera áfellisdómur yfir kerfinu í heild sinni." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Hætta er á að ríkisstjórnin fái ávítur frá Alþjóðavinnumálastofnuninni setji hún lög sem kveða ekki á um betri rétt en felld miðlunartillaga, segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttalögmaður. Stjórnvöld voru síðast ávítt af stofnuninni í júní vegna lagasetningar á verkfall sjómanna árið 2001. Lára segir að yrðu lög sett á verkfall kennara og deilan sett í gerðardóm, sem hefði úr meiru fé að spila en nú hafi boðist, mætti forða því að Ísland lenti á svörtum lista Alþjóðavinnumálastofnunar: "Það er litið til þess ef Ísland er ítrekað að brjóta þessi grundvallarmannréttindi sem samningsrétturinn er." Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, segir að þegar stjórnvöld hafi sett lög á verkfall sjómanna hafi niðurstaða stofnunarinnar verið að stjórnvöld hafi farið offari með lagasetningunni. Lára segir hvorki sektir né refsingar viðurlög Alþjóðavinnumálastofnunarinnar en athugasemdir hennar geti verið Íslandi erfiðar: "Það er ógaman að vera í alþjóðasamstarfi og hluti af Sameinuðu þjóðunum sem Alþjóðavinnumálstofnunin tilheyrir og fá athugasemdir vegna framgöngu stjórnvalda í tengslum við verkföll." Ingvar segir umsagnir stofnunarinnar fyrst og fremst spurningu um virðingu viðkomandi aðildarríkis og stöðu þess í samfélagi annarra ríkja sem aðild eiga að stofnuninni: "Það er mjög slæmt að Ísland í þessu tiltekna máli sjómanna var sett í sama flokk og ríki sem við berum okkur helst ekki saman við, eins og sum ríki í Suður-Ameríku þar sem réttindi verkafólks og stéttarfélaga eru fótum troðin." Ingvar segir að þrátt fyrir ávítur í málum sjómanna sé almenn sátt um fyrirkomulag samninga á íslenskum vinnumarkaði. "Það ríkir almennt séð friður, en það eru alltaf einstaka mál sem koma upp, eins og með kennara, þar sem uppsöfnuð óánægja og reiði ríkir og menn fara út í verkfallsaðgerðir. Það þarf ekki að vera áfellisdómur yfir kerfinu í heild sinni."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira