Grátlega erfiður hnútur 9. nóvember 2004 00:01 "Þetta er grátlega erfiður hnútur," sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, eftir að launanefnd sveitarfélaganna hafði hafnað tilboði Kennarasambands Íslands á tólfta tímanum á mánudag. Hugmyndir samninganefndanna um leiðir að kjarasamningi eru gjörólíkar. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir tilboðið sem lagt var fyrir launanefndina hafa verið vísun á samningsgrundvöll. Það hafi verið byggt á því skársta úr miðlunartillögunni og því sem kennarar töldu að vantaði. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndarinnar í viðræðunum, segir engan grundvöll til samninga í tilboði kennara. Launanefndin gangi óbundin af miðlunartillögunni til viðræðna. Hún vilji sá framþróun í skólastarfi sem niðurnjörfuð skilgreining á verkstjórnartíma hamli. Birgir segir launanefndina hafa verið ósátta við margt í tillögu ríkissáttasemjara en gengið að henni þar sem nefndin hafi talið að samningur gætu náðst. Hún vilji nú sjá kennara lúta verkstjórn og vinnurétti eins og gildi um aðra sérfræðinga sveitarfélaganna. Tilboð kennara hljóðaði upp á um 36 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Eiríkur segir það svipaða upphæð og tilboð kennara frá því í vor. Ef litlu hærra sé það ekki óeðlilegt: "Menn eru alltaf að verða fyrir meira og meira tekjutapi og það þarf að vinna það upp." Birgir segir kostnaðarramman á miðlunartillögu ríkissáttasemjara hafa verið rúm 29 prósent: "Við í launanefndinni teljum að það sé í raun allt of hátt." Hærra verði ekki farið. Eiríkur telur sveitarfélögin eiga næstu skref í kjaradeilunni: "Ég tel að það sem við lögðum fram í tilboðinu sé það sem leysi deiluna. Ég sé enga framtíð í því að búa til samning sem verði felldur." Kristján Þór segir að finni deilendur ekki sameiginlega snertipunkta fram í miðja næstu viku telji hann fullreynt að nefndinar ráði við verkefnið. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
"Þetta er grátlega erfiður hnútur," sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, eftir að launanefnd sveitarfélaganna hafði hafnað tilboði Kennarasambands Íslands á tólfta tímanum á mánudag. Hugmyndir samninganefndanna um leiðir að kjarasamningi eru gjörólíkar. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir tilboðið sem lagt var fyrir launanefndina hafa verið vísun á samningsgrundvöll. Það hafi verið byggt á því skársta úr miðlunartillögunni og því sem kennarar töldu að vantaði. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndarinnar í viðræðunum, segir engan grundvöll til samninga í tilboði kennara. Launanefndin gangi óbundin af miðlunartillögunni til viðræðna. Hún vilji sá framþróun í skólastarfi sem niðurnjörfuð skilgreining á verkstjórnartíma hamli. Birgir segir launanefndina hafa verið ósátta við margt í tillögu ríkissáttasemjara en gengið að henni þar sem nefndin hafi talið að samningur gætu náðst. Hún vilji nú sjá kennara lúta verkstjórn og vinnurétti eins og gildi um aðra sérfræðinga sveitarfélaganna. Tilboð kennara hljóðaði upp á um 36 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Eiríkur segir það svipaða upphæð og tilboð kennara frá því í vor. Ef litlu hærra sé það ekki óeðlilegt: "Menn eru alltaf að verða fyrir meira og meira tekjutapi og það þarf að vinna það upp." Birgir segir kostnaðarramman á miðlunartillögu ríkissáttasemjara hafa verið rúm 29 prósent: "Við í launanefndinni teljum að það sé í raun allt of hátt." Hærra verði ekki farið. Eiríkur telur sveitarfélögin eiga næstu skref í kjaradeilunni: "Ég tel að það sem við lögðum fram í tilboðinu sé það sem leysi deiluna. Ég sé enga framtíð í því að búa til samning sem verði felldur." Kristján Þór segir að finni deilendur ekki sameiginlega snertipunkta fram í miðja næstu viku telji hann fullreynt að nefndinar ráði við verkefnið.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira