Allir dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi 9. nóvember 2004 00:01 Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða, Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Thomas Malakauskas, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir voru ákærðir fyrir að koma Litháanum Vaidas Juceviciusi ekki til hjálpar í neyð, ósæmilega meðferð á líki hans og innflutning á tæplega 224 grömmum af amfetamíni. Jucevicius kom til Íslands í byrjun febrúar á þessu ári með fíkniefnin innvortis en gat svo ekki skilað þeim af sér. Það varð honum að bana og í kjölfarið fluttu þremenningarnir lík hans austur á Neskaupstað og sökktu því þar í höfnina, eftir að hafa stungið göt á það og fest við það keðjur og bobbinga til að líkið sykki. 32 daga gæsluvarðhald, sem mennirnir þrír sátu í meðan rannsókn málsins fór fram, kemur til frádráttar dómnum. Í dómsorði segir að hinir ákærðu hafa ekki áður gerst sekir um refsilagabrot. Fíkniefnabrot þeirra eru talin beinast gegn mikilsverðum almennum hagsmunum. Dómurinn var þrískipaður og segja dómararnir að það hljóti að teljast einkar kaldrifjað af þeim Grétari, Jónasi og Thomasi, að eftir að Vaidasi Juceviciusi hefði snöggversnað í ferðinni út á Keflavíkurflugvöll, að þeir skuli ekki hafi brugðist við með því að aka honum rakleiðis á sjúkrahús því þeim hafi ekki geta dulist að honum var bráður lífsháski búinn. Þá álítur dómurinn að það hafi verið smánarlegt tiltæki hjá hinum ákærðu, vegna fjölskyldu og vina Juceviciusar, að láta lík hans hverfa sporlaust með því að sökkva því í höfnina í Neskaupstað. Loks hafi meðferð þeirra á líkinu verið hraksmánarleg. Grétari er auk þess gert að þola upptöku á riffli, lásboga, kylfu, sex fall- og fjaðurhnífum og kasthníf. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða, Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Thomas Malakauskas, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir voru ákærðir fyrir að koma Litháanum Vaidas Juceviciusi ekki til hjálpar í neyð, ósæmilega meðferð á líki hans og innflutning á tæplega 224 grömmum af amfetamíni. Jucevicius kom til Íslands í byrjun febrúar á þessu ári með fíkniefnin innvortis en gat svo ekki skilað þeim af sér. Það varð honum að bana og í kjölfarið fluttu þremenningarnir lík hans austur á Neskaupstað og sökktu því þar í höfnina, eftir að hafa stungið göt á það og fest við það keðjur og bobbinga til að líkið sykki. 32 daga gæsluvarðhald, sem mennirnir þrír sátu í meðan rannsókn málsins fór fram, kemur til frádráttar dómnum. Í dómsorði segir að hinir ákærðu hafa ekki áður gerst sekir um refsilagabrot. Fíkniefnabrot þeirra eru talin beinast gegn mikilsverðum almennum hagsmunum. Dómurinn var þrískipaður og segja dómararnir að það hljóti að teljast einkar kaldrifjað af þeim Grétari, Jónasi og Thomasi, að eftir að Vaidasi Juceviciusi hefði snöggversnað í ferðinni út á Keflavíkurflugvöll, að þeir skuli ekki hafi brugðist við með því að aka honum rakleiðis á sjúkrahús því þeim hafi ekki geta dulist að honum var bráður lífsháski búinn. Þá álítur dómurinn að það hafi verið smánarlegt tiltæki hjá hinum ákærðu, vegna fjölskyldu og vina Juceviciusar, að láta lík hans hverfa sporlaust með því að sökkva því í höfnina í Neskaupstað. Loks hafi meðferð þeirra á líkinu verið hraksmánarleg. Grétari er auk þess gert að þola upptöku á riffli, lásboga, kylfu, sex fall- og fjaðurhnífum og kasthníf.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira