Ekki aðeins kennarar óánægðir 6. nóvember 2004 00:01 Það eru ekki bara kennarar sem eru óánægðir með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þorri sveitarstjórnarmanna er óánægður með tillöguna og segir hana of dýra fyrir sveitarfélögin. Það er sama við hvern er rætt innan kennarastéttarinnar, nær allir eru á því að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði felld. Það gildir jafnt um hina breiðu fylkingu kennara og um trúnaðarmenn og forystusveit kennara. Fari svo að tillagan verði felld telja heimildarmenn fréttastofu að staðan sé í raun verri en fyrir viku. Fyrir utan það að kennarar telja launin ekki hækka nægilega á samningstímabilinu, eða um 16,5 prósent fram til maíloka 2008 sem þeir segja að hangi ekki einu sinni í verðbólgunni, þá vegur þungt í óánægju þeirra að lífaldurstenging er algjör í tillögunni og starfsaldurstenging engin. Þetta eru ungir sem aldnir sammála um að sé óásættanlegt. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs í Reykjavík, sagði í samtali við fréttastofu að sveitarstjórnarmenn séu ekki síður óánægðir með miðlunartillögurnar en kennarar. Þeim sé brugðið yfir því hversu dýr hún sé og hafi rætt sín á milli um hvort hægt sé að stokka upp viðræðurnar í samræmi við fyrri útspil samningaviðræðnanna, þ.e.a.s. fari svo að tillagan verði felld. Í grófum dráttum segir Stefán Jón að hugmyndin gangi út á að breyta kostnaðarhækkunum í meiri launalegan ávinning fyrir kennara svo allir geti gengið sáttir frá borði. Umfram allt telja þeir mikilvægt að viðræðurnar hrökkvi ekki í það far sem þær voru í fyrir tíu dögum. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Það eru ekki bara kennarar sem eru óánægðir með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þorri sveitarstjórnarmanna er óánægður með tillöguna og segir hana of dýra fyrir sveitarfélögin. Það er sama við hvern er rætt innan kennarastéttarinnar, nær allir eru á því að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði felld. Það gildir jafnt um hina breiðu fylkingu kennara og um trúnaðarmenn og forystusveit kennara. Fari svo að tillagan verði felld telja heimildarmenn fréttastofu að staðan sé í raun verri en fyrir viku. Fyrir utan það að kennarar telja launin ekki hækka nægilega á samningstímabilinu, eða um 16,5 prósent fram til maíloka 2008 sem þeir segja að hangi ekki einu sinni í verðbólgunni, þá vegur þungt í óánægju þeirra að lífaldurstenging er algjör í tillögunni og starfsaldurstenging engin. Þetta eru ungir sem aldnir sammála um að sé óásættanlegt. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs í Reykjavík, sagði í samtali við fréttastofu að sveitarstjórnarmenn séu ekki síður óánægðir með miðlunartillögurnar en kennarar. Þeim sé brugðið yfir því hversu dýr hún sé og hafi rætt sín á milli um hvort hægt sé að stokka upp viðræðurnar í samræmi við fyrri útspil samningaviðræðnanna, þ.e.a.s. fari svo að tillagan verði felld. Í grófum dráttum segir Stefán Jón að hugmyndin gangi út á að breyta kostnaðarhækkunum í meiri launalegan ávinning fyrir kennara svo allir geti gengið sáttir frá borði. Umfram allt telja þeir mikilvægt að viðræðurnar hrökkvi ekki í það far sem þær voru í fyrir tíu dögum.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira