Vesturfaranámskeið 3. nóvember 2004 00:01 "Þetta verður saga landnámsins í Vesturheimi, bókmenntasagan og samskiptin við innfædda." Þannig lýsir Böðvar Guðmundsson nýju námskeiði um vesturfarana sem verður haldið í Borgarleikhúsinu nú í nóvember. Tilefnið er sýning leikhússins á Híbýlum vindanna, leikgerð Bjarna Jónssonar á Vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar. Námskeiðið stendur fjögur kvöld og hefst þann 11. nóvember með innleggi Böðvars sjálfs sem nefnist Bréfin sem Vestur-Íslendingar skrifuðu heim. "Ég mun segja frá eðli bréfanna, tala um bréfritara, hverju þeir eru að lýsa og af hverju þeir eru að skrifa," segir Böðvar og hlakkar til að skreppa heim frá Danmörku en býst ekki við að stoppa lengi. Viðar Hreinsson fjallar um upphaf vesturferða, veruleikann og bókmenntirnar 16. nóvember í erindinu Ég elska þig lítið eða alls ekki neitt og 18. nóvember fræðir Helga Ögmundardóttir fólk um lífskjör og aðstæður frumbyggjanna og samskipti þeirra við Vestur-Íslendinga. Síðasta kvöldið af fjórum verður 23. nóvember. Þá mun Gísli Sigurðsson gera grein fyrir upptökum úr safni Hallfreðar Arnar Eiríkssonar og Olgu Maríu Franzdóttur sem ferðuðust um byggðir Vestur-Íslendinga veturinn 1972-73 og söfnuðu efni. Þeirra innlegg nefnist Sagnalist Vestur-Íslendinga. Flestar sögurnar eru frá byggðunum í Manitoba og lýsa sveitunum þar, dulrænum fyrirbærum og kynlegum kvistum, veiðum í skógum og á Winnipegvatni. Þess má geta að þátttakendum námskeiðsins er boðið á forsýningu á Híbýlum vindanna í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur 5. janúar 2005. Námskeiðið er haldið af Mími og Borgarleikhúsinu og kortagestir leikhússins fá 20% afslátt. Nám Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Þetta verður saga landnámsins í Vesturheimi, bókmenntasagan og samskiptin við innfædda." Þannig lýsir Böðvar Guðmundsson nýju námskeiði um vesturfarana sem verður haldið í Borgarleikhúsinu nú í nóvember. Tilefnið er sýning leikhússins á Híbýlum vindanna, leikgerð Bjarna Jónssonar á Vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar. Námskeiðið stendur fjögur kvöld og hefst þann 11. nóvember með innleggi Böðvars sjálfs sem nefnist Bréfin sem Vestur-Íslendingar skrifuðu heim. "Ég mun segja frá eðli bréfanna, tala um bréfritara, hverju þeir eru að lýsa og af hverju þeir eru að skrifa," segir Böðvar og hlakkar til að skreppa heim frá Danmörku en býst ekki við að stoppa lengi. Viðar Hreinsson fjallar um upphaf vesturferða, veruleikann og bókmenntirnar 16. nóvember í erindinu Ég elska þig lítið eða alls ekki neitt og 18. nóvember fræðir Helga Ögmundardóttir fólk um lífskjör og aðstæður frumbyggjanna og samskipti þeirra við Vestur-Íslendinga. Síðasta kvöldið af fjórum verður 23. nóvember. Þá mun Gísli Sigurðsson gera grein fyrir upptökum úr safni Hallfreðar Arnar Eiríkssonar og Olgu Maríu Franzdóttur sem ferðuðust um byggðir Vestur-Íslendinga veturinn 1972-73 og söfnuðu efni. Þeirra innlegg nefnist Sagnalist Vestur-Íslendinga. Flestar sögurnar eru frá byggðunum í Manitoba og lýsa sveitunum þar, dulrænum fyrirbærum og kynlegum kvistum, veiðum í skógum og á Winnipegvatni. Þess má geta að þátttakendum námskeiðsins er boðið á forsýningu á Híbýlum vindanna í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur 5. janúar 2005. Námskeiðið er haldið af Mími og Borgarleikhúsinu og kortagestir leikhússins fá 20% afslátt.
Nám Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira