Gosið virðist færast í aukana 2. nóvember 2004 00:01 Gosið í Grímsvötnum virðist vera að færast í aukana. Friðrik Þór Halldórsson kvikmyndatökumaður er við barm gígsins fyrir neðan Háubungu þar sem hann horfir austur yfir Grímsvötn og segir hann mikið ganga á. Gífurlegir bólstrar koma úr gígnum og segir Friðrik að miðað við þá rúmu klukkustund sem hann hafi fylgst með gosinu virðist það vera að aukast. Hann fór líka að Grímsvötnum í síðustu tveimur gosum og segir atganginn síst minni núna. Friðrik er þarna í jeppaferð en segist ekki sjá aðra á svæðinu fyrir utan tvær flugvélar sem sveimi yfir svæðinu. Nú er hægt að fljúga til Egilsstaða en flogið eru suður fyrir Vatnajökul sem þýðir að flugtíminn er tíu til fimmtán mínútum lengri en ella. Ein vél fór fyrr í dag frá Flugfélagi Íslands til Akureyrar með austurfarþega og fóru þeir með rútu frá Akureyri. Ekki er hægt að segja til um framhaldið á flugi að sögn flugfélagsins því það fer að sjálfsögðu eftir framgangi gossins. Eldgosið sem hófst í Grímsvötnum í gærkvöldi er sunnar og vestar en hefðbundnar gosstöðvar og er íshellan þar mun þykkari. Því verður meiri bráðnun en í venjulegu Grímsvatnagosi og senmma fór að magnast hlaupið ofan til í Skeiðará. Sama er að segja um Gígjukvísl og fleiri ár. Gosið virðist í fyrstu vera talsvert öflugra en síðasta gos árið 1998 því gosstrókurinn núna náði 13 kílómetra hæð í nótt samkvæmt ratsjá Veðurstofunnar en hann náði hæst um það bil tíu kílómetra hæð fyrir sex árum. Hægt er að horfa á myndir af gosinu úr aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu með því að smella á myndhlekkinn hér að neðan. Hægt er að hlusta á Friðrik Þór Halldórsson tala frá Grímsvötnum með því að smella á hljóðhlekkinn hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Sjá meira
Gosið í Grímsvötnum virðist vera að færast í aukana. Friðrik Þór Halldórsson kvikmyndatökumaður er við barm gígsins fyrir neðan Háubungu þar sem hann horfir austur yfir Grímsvötn og segir hann mikið ganga á. Gífurlegir bólstrar koma úr gígnum og segir Friðrik að miðað við þá rúmu klukkustund sem hann hafi fylgst með gosinu virðist það vera að aukast. Hann fór líka að Grímsvötnum í síðustu tveimur gosum og segir atganginn síst minni núna. Friðrik er þarna í jeppaferð en segist ekki sjá aðra á svæðinu fyrir utan tvær flugvélar sem sveimi yfir svæðinu. Nú er hægt að fljúga til Egilsstaða en flogið eru suður fyrir Vatnajökul sem þýðir að flugtíminn er tíu til fimmtán mínútum lengri en ella. Ein vél fór fyrr í dag frá Flugfélagi Íslands til Akureyrar með austurfarþega og fóru þeir með rútu frá Akureyri. Ekki er hægt að segja til um framhaldið á flugi að sögn flugfélagsins því það fer að sjálfsögðu eftir framgangi gossins. Eldgosið sem hófst í Grímsvötnum í gærkvöldi er sunnar og vestar en hefðbundnar gosstöðvar og er íshellan þar mun þykkari. Því verður meiri bráðnun en í venjulegu Grímsvatnagosi og senmma fór að magnast hlaupið ofan til í Skeiðará. Sama er að segja um Gígjukvísl og fleiri ár. Gosið virðist í fyrstu vera talsvert öflugra en síðasta gos árið 1998 því gosstrókurinn núna náði 13 kílómetra hæð í nótt samkvæmt ratsjá Veðurstofunnar en hann náði hæst um það bil tíu kílómetra hæð fyrir sex árum. Hægt er að horfa á myndir af gosinu úr aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu með því að smella á myndhlekkinn hér að neðan. Hægt er að hlusta á Friðrik Þór Halldórsson tala frá Grímsvötnum með því að smella á hljóðhlekkinn hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Sjá meira