Gosið virðist færast í aukana 2. nóvember 2004 00:01 Gosið í Grímsvötnum virðist vera að færast í aukana. Friðrik Þór Halldórsson kvikmyndatökumaður er við barm gígsins fyrir neðan Háubungu þar sem hann horfir austur yfir Grímsvötn og segir hann mikið ganga á. Gífurlegir bólstrar koma úr gígnum og segir Friðrik að miðað við þá rúmu klukkustund sem hann hafi fylgst með gosinu virðist það vera að aukast. Hann fór líka að Grímsvötnum í síðustu tveimur gosum og segir atganginn síst minni núna. Friðrik er þarna í jeppaferð en segist ekki sjá aðra á svæðinu fyrir utan tvær flugvélar sem sveimi yfir svæðinu. Nú er hægt að fljúga til Egilsstaða en flogið eru suður fyrir Vatnajökul sem þýðir að flugtíminn er tíu til fimmtán mínútum lengri en ella. Ein vél fór fyrr í dag frá Flugfélagi Íslands til Akureyrar með austurfarþega og fóru þeir með rútu frá Akureyri. Ekki er hægt að segja til um framhaldið á flugi að sögn flugfélagsins því það fer að sjálfsögðu eftir framgangi gossins. Eldgosið sem hófst í Grímsvötnum í gærkvöldi er sunnar og vestar en hefðbundnar gosstöðvar og er íshellan þar mun þykkari. Því verður meiri bráðnun en í venjulegu Grímsvatnagosi og senmma fór að magnast hlaupið ofan til í Skeiðará. Sama er að segja um Gígjukvísl og fleiri ár. Gosið virðist í fyrstu vera talsvert öflugra en síðasta gos árið 1998 því gosstrókurinn núna náði 13 kílómetra hæð í nótt samkvæmt ratsjá Veðurstofunnar en hann náði hæst um það bil tíu kílómetra hæð fyrir sex árum. Hægt er að horfa á myndir af gosinu úr aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu með því að smella á myndhlekkinn hér að neðan. Hægt er að hlusta á Friðrik Þór Halldórsson tala frá Grímsvötnum með því að smella á hljóðhlekkinn hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Gosið í Grímsvötnum virðist vera að færast í aukana. Friðrik Þór Halldórsson kvikmyndatökumaður er við barm gígsins fyrir neðan Háubungu þar sem hann horfir austur yfir Grímsvötn og segir hann mikið ganga á. Gífurlegir bólstrar koma úr gígnum og segir Friðrik að miðað við þá rúmu klukkustund sem hann hafi fylgst með gosinu virðist það vera að aukast. Hann fór líka að Grímsvötnum í síðustu tveimur gosum og segir atganginn síst minni núna. Friðrik er þarna í jeppaferð en segist ekki sjá aðra á svæðinu fyrir utan tvær flugvélar sem sveimi yfir svæðinu. Nú er hægt að fljúga til Egilsstaða en flogið eru suður fyrir Vatnajökul sem þýðir að flugtíminn er tíu til fimmtán mínútum lengri en ella. Ein vél fór fyrr í dag frá Flugfélagi Íslands til Akureyrar með austurfarþega og fóru þeir með rútu frá Akureyri. Ekki er hægt að segja til um framhaldið á flugi að sögn flugfélagsins því það fer að sjálfsögðu eftir framgangi gossins. Eldgosið sem hófst í Grímsvötnum í gærkvöldi er sunnar og vestar en hefðbundnar gosstöðvar og er íshellan þar mun þykkari. Því verður meiri bráðnun en í venjulegu Grímsvatnagosi og senmma fór að magnast hlaupið ofan til í Skeiðará. Sama er að segja um Gígjukvísl og fleiri ár. Gosið virðist í fyrstu vera talsvert öflugra en síðasta gos árið 1998 því gosstrókurinn núna náði 13 kílómetra hæð í nótt samkvæmt ratsjá Veðurstofunnar en hann náði hæst um það bil tíu kílómetra hæð fyrir sex árum. Hægt er að horfa á myndir af gosinu úr aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu með því að smella á myndhlekkinn hér að neðan. Hægt er að hlusta á Friðrik Þór Halldórsson tala frá Grímsvötnum með því að smella á hljóðhlekkinn hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira