Óánægja kraumar í kennurum 31. október 2004 00:01 "Það er mikill hiti í okkur og kraumandi óánægja," segir kennari í Rimaskóla, sem segist hiklaust ætla að segja upp starfi sínu í vor verði þessi miðlunartillaga samþykkt. Mesta óánægjan virðist vera meðal þeirra kennara sem lækka í launum 1. ágúst næstkomandi vegna þess að svokölluðum skólastjórapotti verður jafnað út, þannig að þeir sem meira höfðu haft úr honum en aðrir fá minna en áður. Þeir sem ekki hafa tekið að sér stór verkefni fyrir aukagreiðslur úr skólastjórapottinum gætu hins vegar grætt á þessari miðlunartillögu. Yngri kennarar koma auk þess að jafnaði betur út úr þessu en þeir sem eldri eru. Óánægja kennara beinist einnig samningstímanum, sem er fjögur ár. Ekki er gert ráð fyrir neinum rauðum strikum í miðlunartillögunni, eins og flestar aðrar stéttir hafa samið um til að tryggja stöðu sína. "Það er alveg sama hvernig aðstæður breytast í þjóðfélaginu, við verðum föst með þessa samninga í fjögur ár hvað sem á dynur," segir fyrrnefndur kennari í Rimaskóla. Almennt voru þeir kennarar sem Fréttablaðið hafði samband við mjög óánægðir með niðurstöðuna og vilja helst halda verkfallinu áfram. "Mér heyrist að kennurum þyki þetta ekki nægar launahækkanir, enda eru þeir ennþá á ansi lágum launum þó að sumum þyki prósentan allnokkur," segir Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. "Öðrum finnst sér stillt upp við vegg nú þegar börnin eru komin í skólana. Þeim finnst þetta óþægileg staða, þegar tilfinningamálin koma svona inn í þetta." Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það vera "erfitt fyrir alla að þurfa að lenda þessu svona, en það er spurning hvort einhver annar kostur er í stöðunni. Auðvitað skilur maður að kennarar þurfi tíma til að átta sig og fara yfir málin í sínum hópi, en það má öllum ljóst vera að sveitarfélögin eru komin alveg út á ystu brún, og sum komin fram af." Þungt hljóð er í mörgum kennurum vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem þeir þurfa að samþykkja eða hafna í atkvæðagreiðslu innan viku. Búast má við uppsögnum í vor verði tillagan samþykkt. Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
"Það er mikill hiti í okkur og kraumandi óánægja," segir kennari í Rimaskóla, sem segist hiklaust ætla að segja upp starfi sínu í vor verði þessi miðlunartillaga samþykkt. Mesta óánægjan virðist vera meðal þeirra kennara sem lækka í launum 1. ágúst næstkomandi vegna þess að svokölluðum skólastjórapotti verður jafnað út, þannig að þeir sem meira höfðu haft úr honum en aðrir fá minna en áður. Þeir sem ekki hafa tekið að sér stór verkefni fyrir aukagreiðslur úr skólastjórapottinum gætu hins vegar grætt á þessari miðlunartillögu. Yngri kennarar koma auk þess að jafnaði betur út úr þessu en þeir sem eldri eru. Óánægja kennara beinist einnig samningstímanum, sem er fjögur ár. Ekki er gert ráð fyrir neinum rauðum strikum í miðlunartillögunni, eins og flestar aðrar stéttir hafa samið um til að tryggja stöðu sína. "Það er alveg sama hvernig aðstæður breytast í þjóðfélaginu, við verðum föst með þessa samninga í fjögur ár hvað sem á dynur," segir fyrrnefndur kennari í Rimaskóla. Almennt voru þeir kennarar sem Fréttablaðið hafði samband við mjög óánægðir með niðurstöðuna og vilja helst halda verkfallinu áfram. "Mér heyrist að kennurum þyki þetta ekki nægar launahækkanir, enda eru þeir ennþá á ansi lágum launum þó að sumum þyki prósentan allnokkur," segir Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. "Öðrum finnst sér stillt upp við vegg nú þegar börnin eru komin í skólana. Þeim finnst þetta óþægileg staða, þegar tilfinningamálin koma svona inn í þetta." Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það vera "erfitt fyrir alla að þurfa að lenda þessu svona, en það er spurning hvort einhver annar kostur er í stöðunni. Auðvitað skilur maður að kennarar þurfi tíma til að átta sig og fara yfir málin í sínum hópi, en það má öllum ljóst vera að sveitarfélögin eru komin alveg út á ystu brún, og sum komin fram af." Þungt hljóð er í mörgum kennurum vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem þeir þurfa að samþykkja eða hafna í atkvæðagreiðslu innan viku. Búast má við uppsögnum í vor verði tillagan samþykkt.
Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira