Endurskoðun á sjúkraþjálfun 28. október 2004 00:01 Heildarkostnaður Tryggingastofnunar og sjúklinga vegna sjúkraþjálfunar hefur hækkað um tæplega 15% á ári, eða 74% á síðastliðnum fimm árum. Kostnaðarþátttaka TR á móti hlut sjúklings hefur hækkað á tímabilinu og því nemur kostnaðarhækkun TR um 84%, eða um 487 milljónum. Kostnaður stofnunarinnar nam rúmum milljarði árið 2003. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. "Samninganefnd heilbrigðisráðherra sagði á fyrsta fundi að þeir væru að reyna að endurskoða kerfið í heild sinni, hvort þetta kerfi væri það eina rétta eða hvort fundnar verði aðrar leiðir til að haga málum", sagði Haraldur Sæmundsson formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. "En það hefur ekkert frekar komið fram um það." Í skýrslunni kemur fram að sjúklingum hefur fjölgað um 22%. Svokölluðum almennum sjúklingum hefur fjölgað um 11%, en öryrkjum sem leita til sjúkraþjálfara um ríflega 40% og ellilífeyrisþegum um 30%. Alls hefur meðferðum sjúkraþjálfara fjölgað um 33% síðastliðin fimm ár, en 27% ef tekið er tillit til nýrra reglna um skráningu skoðunar. Meðaltaxti á sama tíma hefur hækkað um 37%, eða að jafnaði um 8,2% á ári. Verðskrá vegna almennrar stofumeðferðar hefur hækkað um 32%, eða að jafnaði um 7,2% á milli ára. Helsta ástæða þess að fólk leitar í auknum mæli til sjúkraþjálfara er sú að læknar beina sjúklingum sínum æ meira til þeirra. Í öðru lagi fer öldruðum og öryrkjum, sem oftar en aðrir þurfa á langtímameðferð að halda, hlutfallslega og stöðugt fjölgandi. Í þriðja lagi hefur fjölgun barna með umönnunarmat aukið verkefni sjúkraþjálfara og svokölluðum almennum sjúklingum fjölgar vegna kyrrsetu, tölvunotkunar og fleira. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar, fækkun legudaga á endurhæfingardeildum, fjölgun bæklunaraðgerða, tilfærsla íþróttaslysa undir sjúkratryggingadeild, aukin offita og fleira hafa orsakað aukna eftirspurn á sjúkraþjálfun. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Heildarkostnaður Tryggingastofnunar og sjúklinga vegna sjúkraþjálfunar hefur hækkað um tæplega 15% á ári, eða 74% á síðastliðnum fimm árum. Kostnaðarþátttaka TR á móti hlut sjúklings hefur hækkað á tímabilinu og því nemur kostnaðarhækkun TR um 84%, eða um 487 milljónum. Kostnaður stofnunarinnar nam rúmum milljarði árið 2003. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. "Samninganefnd heilbrigðisráðherra sagði á fyrsta fundi að þeir væru að reyna að endurskoða kerfið í heild sinni, hvort þetta kerfi væri það eina rétta eða hvort fundnar verði aðrar leiðir til að haga málum", sagði Haraldur Sæmundsson formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. "En það hefur ekkert frekar komið fram um það." Í skýrslunni kemur fram að sjúklingum hefur fjölgað um 22%. Svokölluðum almennum sjúklingum hefur fjölgað um 11%, en öryrkjum sem leita til sjúkraþjálfara um ríflega 40% og ellilífeyrisþegum um 30%. Alls hefur meðferðum sjúkraþjálfara fjölgað um 33% síðastliðin fimm ár, en 27% ef tekið er tillit til nýrra reglna um skráningu skoðunar. Meðaltaxti á sama tíma hefur hækkað um 37%, eða að jafnaði um 8,2% á ári. Verðskrá vegna almennrar stofumeðferðar hefur hækkað um 32%, eða að jafnaði um 7,2% á milli ára. Helsta ástæða þess að fólk leitar í auknum mæli til sjúkraþjálfara er sú að læknar beina sjúklingum sínum æ meira til þeirra. Í öðru lagi fer öldruðum og öryrkjum, sem oftar en aðrir þurfa á langtímameðferð að halda, hlutfallslega og stöðugt fjölgandi. Í þriðja lagi hefur fjölgun barna með umönnunarmat aukið verkefni sjúkraþjálfara og svokölluðum almennum sjúklingum fjölgar vegna kyrrsetu, tölvunotkunar og fleira. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar, fækkun legudaga á endurhæfingardeildum, fjölgun bæklunaraðgerða, tilfærsla íþróttaslysa undir sjúkratryggingadeild, aukin offita og fleira hafa orsakað aukna eftirspurn á sjúkraþjálfun.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent