Endurskoðun á sjúkraþjálfun 28. október 2004 00:01 Heildarkostnaður Tryggingastofnunar og sjúklinga vegna sjúkraþjálfunar hefur hækkað um tæplega 15% á ári, eða 74% á síðastliðnum fimm árum. Kostnaðarþátttaka TR á móti hlut sjúklings hefur hækkað á tímabilinu og því nemur kostnaðarhækkun TR um 84%, eða um 487 milljónum. Kostnaður stofnunarinnar nam rúmum milljarði árið 2003. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. "Samninganefnd heilbrigðisráðherra sagði á fyrsta fundi að þeir væru að reyna að endurskoða kerfið í heild sinni, hvort þetta kerfi væri það eina rétta eða hvort fundnar verði aðrar leiðir til að haga málum", sagði Haraldur Sæmundsson formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. "En það hefur ekkert frekar komið fram um það." Í skýrslunni kemur fram að sjúklingum hefur fjölgað um 22%. Svokölluðum almennum sjúklingum hefur fjölgað um 11%, en öryrkjum sem leita til sjúkraþjálfara um ríflega 40% og ellilífeyrisþegum um 30%. Alls hefur meðferðum sjúkraþjálfara fjölgað um 33% síðastliðin fimm ár, en 27% ef tekið er tillit til nýrra reglna um skráningu skoðunar. Meðaltaxti á sama tíma hefur hækkað um 37%, eða að jafnaði um 8,2% á ári. Verðskrá vegna almennrar stofumeðferðar hefur hækkað um 32%, eða að jafnaði um 7,2% á milli ára. Helsta ástæða þess að fólk leitar í auknum mæli til sjúkraþjálfara er sú að læknar beina sjúklingum sínum æ meira til þeirra. Í öðru lagi fer öldruðum og öryrkjum, sem oftar en aðrir þurfa á langtímameðferð að halda, hlutfallslega og stöðugt fjölgandi. Í þriðja lagi hefur fjölgun barna með umönnunarmat aukið verkefni sjúkraþjálfara og svokölluðum almennum sjúklingum fjölgar vegna kyrrsetu, tölvunotkunar og fleira. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar, fækkun legudaga á endurhæfingardeildum, fjölgun bæklunaraðgerða, tilfærsla íþróttaslysa undir sjúkratryggingadeild, aukin offita og fleira hafa orsakað aukna eftirspurn á sjúkraþjálfun. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Heildarkostnaður Tryggingastofnunar og sjúklinga vegna sjúkraþjálfunar hefur hækkað um tæplega 15% á ári, eða 74% á síðastliðnum fimm árum. Kostnaðarþátttaka TR á móti hlut sjúklings hefur hækkað á tímabilinu og því nemur kostnaðarhækkun TR um 84%, eða um 487 milljónum. Kostnaður stofnunarinnar nam rúmum milljarði árið 2003. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. "Samninganefnd heilbrigðisráðherra sagði á fyrsta fundi að þeir væru að reyna að endurskoða kerfið í heild sinni, hvort þetta kerfi væri það eina rétta eða hvort fundnar verði aðrar leiðir til að haga málum", sagði Haraldur Sæmundsson formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. "En það hefur ekkert frekar komið fram um það." Í skýrslunni kemur fram að sjúklingum hefur fjölgað um 22%. Svokölluðum almennum sjúklingum hefur fjölgað um 11%, en öryrkjum sem leita til sjúkraþjálfara um ríflega 40% og ellilífeyrisþegum um 30%. Alls hefur meðferðum sjúkraþjálfara fjölgað um 33% síðastliðin fimm ár, en 27% ef tekið er tillit til nýrra reglna um skráningu skoðunar. Meðaltaxti á sama tíma hefur hækkað um 37%, eða að jafnaði um 8,2% á ári. Verðskrá vegna almennrar stofumeðferðar hefur hækkað um 32%, eða að jafnaði um 7,2% á milli ára. Helsta ástæða þess að fólk leitar í auknum mæli til sjúkraþjálfara er sú að læknar beina sjúklingum sínum æ meira til þeirra. Í öðru lagi fer öldruðum og öryrkjum, sem oftar en aðrir þurfa á langtímameðferð að halda, hlutfallslega og stöðugt fjölgandi. Í þriðja lagi hefur fjölgun barna með umönnunarmat aukið verkefni sjúkraþjálfara og svokölluðum almennum sjúklingum fjölgar vegna kyrrsetu, tölvunotkunar og fleira. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar, fækkun legudaga á endurhæfingardeildum, fjölgun bæklunaraðgerða, tilfærsla íþróttaslysa undir sjúkratryggingadeild, aukin offita og fleira hafa orsakað aukna eftirspurn á sjúkraþjálfun.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira