Samkomulag þarf um gerðardóm 24. október 2004 00:01 Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna funda með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra klukkan tíu fyrir hádegi. Ráðherra verða kynnt sjónarmið deilenda og farið verður yfir stöðuna. Óvíst er hvort ræddar verði hugmyndir um að vísa deilunni í gerðardóm. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnudeilum, telur gerðardóm koma til greina. "En niðurstaða dómsins færi náttúrlega eftir því uppleggi sem hann fengi," sagði hún og benti um leið á þann möguleika að ríkissáttasemjari legði fram miðlunartillögu. "Slík tillaga yrði þá lögð undir alla félagsmenn, ekki bara samninganefndina. Ég hef hins vegar ekki heyrt neinn nefna miðlunartillögu í þessu sambandi, en það er vafalaust vegna þess að sáttasemjari telur það alveg vonlaust." Lára taldi ólíklegt að lög yrðu sett á verkfallið, bæði hefði þjóðin fengið ofanígjafir frá Alþjóðavinnumálastofnuninni fyrir slík afskipti og slík afgreiðsla gæti orðið tímafrek í þinginu. "En ef menn eru í alvöru að hugsa um einhverja kjaradómsleið sýndist manni að þeir ættu að reyna að setjast yfir að velta fyrir sér forsendum." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hugmyndir um gerðardóm ekki hafa verið ræddar í hópi kennara. Hann vill ekki útiloka þá leið en bendir á að huga þurfi að mörgu. "Til dæmis hvort dómurinn á að taka á öllum pakkanum eða bara launaliðnum. Forsendurnar sem dómnum yrði gert að starfa eftir liggja ekki fyrir," segir hann. Samninganefnd kennara fundar klukkan eitt, en að sögn Eiríks hafði verið boðað til þess fundar áður en forsætisráðherra boðaði deilendur til sín. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, sagðist ekki hafa miklar væntingar til fundarins með forsætisráðherra og taldi hann frekar til upplýsingar fyrir ráðherra. Þá átti hann ekki sérstaklega von á að gerðardómsleiðina bæri á góma. "Mér sýnist sú umræða meira í fjölmiðlum," segir hann, en leiðin hefur ekki verið rædd á vettvangi sveitarfélaganna. "Sjálfur hefði ég ekki haldið að þetta væri fær leið. Oftar en ekki þýðir gerðardómsleið að að minnsta kosti annar deilenda er óánægður, ef ekki báðir," segir hann og telur að ekki yrði síður flókið að ná saman um forskrift til kjaradóms en um forsendur kjarasamnings. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna funda með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra klukkan tíu fyrir hádegi. Ráðherra verða kynnt sjónarmið deilenda og farið verður yfir stöðuna. Óvíst er hvort ræddar verði hugmyndir um að vísa deilunni í gerðardóm. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnudeilum, telur gerðardóm koma til greina. "En niðurstaða dómsins færi náttúrlega eftir því uppleggi sem hann fengi," sagði hún og benti um leið á þann möguleika að ríkissáttasemjari legði fram miðlunartillögu. "Slík tillaga yrði þá lögð undir alla félagsmenn, ekki bara samninganefndina. Ég hef hins vegar ekki heyrt neinn nefna miðlunartillögu í þessu sambandi, en það er vafalaust vegna þess að sáttasemjari telur það alveg vonlaust." Lára taldi ólíklegt að lög yrðu sett á verkfallið, bæði hefði þjóðin fengið ofanígjafir frá Alþjóðavinnumálastofnuninni fyrir slík afskipti og slík afgreiðsla gæti orðið tímafrek í þinginu. "En ef menn eru í alvöru að hugsa um einhverja kjaradómsleið sýndist manni að þeir ættu að reyna að setjast yfir að velta fyrir sér forsendum." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hugmyndir um gerðardóm ekki hafa verið ræddar í hópi kennara. Hann vill ekki útiloka þá leið en bendir á að huga þurfi að mörgu. "Til dæmis hvort dómurinn á að taka á öllum pakkanum eða bara launaliðnum. Forsendurnar sem dómnum yrði gert að starfa eftir liggja ekki fyrir," segir hann. Samninganefnd kennara fundar klukkan eitt, en að sögn Eiríks hafði verið boðað til þess fundar áður en forsætisráðherra boðaði deilendur til sín. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, sagðist ekki hafa miklar væntingar til fundarins með forsætisráðherra og taldi hann frekar til upplýsingar fyrir ráðherra. Þá átti hann ekki sérstaklega von á að gerðardómsleiðina bæri á góma. "Mér sýnist sú umræða meira í fjölmiðlum," segir hann, en leiðin hefur ekki verið rædd á vettvangi sveitarfélaganna. "Sjálfur hefði ég ekki haldið að þetta væri fær leið. Oftar en ekki þýðir gerðardómsleið að að minnsta kosti annar deilenda er óánægður, ef ekki báðir," segir hann og telur að ekki yrði síður flókið að ná saman um forskrift til kjaradóms en um forsendur kjarasamnings.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira