Krefst tveggja ára fangelsisdóms 19. október 2004 00:01 Saksóknari í líkfundarmálinu krefst, að sakborningarnir þrír verði hver um sig dæmdir til að sæta að lámarki tveggja ára fangelsi, við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Enn fremur taldi saksóknari tveggja og hálfs árs fangelsi vera hæfilega refsingu. Tveir sakborninga, þeir Jónas Ingi Ragnarsson og Grétar Sigurðarson mættu í dómsal í gær en Tomas Malakauskas mætti ekki. Óku fram hjá spítala Bæði Grétar og Tomas segja Vaidas ekki hafa viljað læknishjálp áður enn hann lést og ekki hafi hvarflað að þeim að hann væri að deyja. Burt sé frá því hvort vinisburður þeirra Grétars og Tomasar um að Vaidas hafi neitað læknishjálp sé réttur segir saksóknari að þeim hefði mátt vera ljóst að Vaidas hafi verið í lífsháska. Saksóknari segir sakborningana ekki hafa haft nein alvarleg áform um að koma Vaidasi undir læknishendur. Til dæmis hafi þeir ekið, með Vaidas í bílnum, fram hjá Landsspítalanum í Fossvogi skömmu áður en hann lést. Krefjast sýknu og vægrar refsingar Verjandi Grétars krefst að hann verði sýknaður af innflutningi fíkniefnanna sem Vaidas Jucevicus smyglaði innvortis til landsins. Hann segir þátttöku Grétar ekki hafa komið til fyrr en fíkniefnin hafi verið komin til landsins og þá hafi brotið verið fullframið. Verjendur allra sakborninga fóru fram á að skjólstæðingar þeirra yrðu sýknaðir af því að hafa ekki komið manni í lífshættu til hjálpar. Þeim hefðu alls ekki verið ljóst um lífsháska Vaidasar. Vaidas hafi verið með fullri meðvitund þar til örfáum mínútum áður en hann lést og að hann hafi sjálfur haft alla möguleika á að leita sér sjálfur hjálpar. Verjandi Jónasar Inga krefst að hann verði sýknaður að mestu. Eini þáttur hans í innflutningi fíkniefnanna hafi verð að halda á skilti með nafni Vaidasar í Leifsstöð eftir að hann hafi komið úr tollskoðun. Jónas hafi ætlað að taka á móti honum en það hafi ekki gengið eftir þar sem þeir hafi farið á mis. Þá hafi hann enga hugmynd haft um fíkniefnin. Segir refsingu í umfjöllun fjölmiðla Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Jónasar Inga, segir marga lögreglumenn hafa unnið að málinu sem í fyrstu hafi virst vera kaldrifjað morð. Sjaldan hafi verið eytt jafn miklu púðri í mál sem síðan reyndist vera minniháttar og segir hann slíkt ekki mega hafa áhrif á ákvörðun refingar. Eins segir hann sakborningum nú þegar hafa verið refsað með svakalegri umfjöllun fjölmiðla og myndbirtingu og til þess megi horfa við ákvörðun refsingar. Saksóknari var allskostar ekki sammála Sveini Andra og sagði engin fordæmi vera fyrir því að umfjöllun fjölmiðla gæti mildað refsingu. Þá benti hann líka á að sakborningar hefðu verið sæknir í fjölmiðla. Líkið fannst fyrir tilviljun Kafari fann lík Vaidasar Juceviciusar í höfninni við netagerðabryggjuna í Neskaupstað fyrir tilviljun þann ellefta febrúar síðastliðinn. Á líkinu fundust fimm stungusár. Tveimur dögum síðar fundust 223 grömm af metamfetamíni í iðrum líksins. Ekki var vitað hver hinn látni væri fyrr en níu dögum eftir að hann fannst. 16. febrúar gáfu sakborningarnir þrír sig fram hjá lögreglu vegna fréttar í Fréttablaðinu þess efnis að þeir væru grunaðir en þeim var sleppt skömmu síðar. Fjórum dögum seinna voru þeir handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í framhaldinu. Þann 27. febrúar kom játning Grétars fram. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Saksóknari í líkfundarmálinu krefst, að sakborningarnir þrír verði hver um sig dæmdir til að sæta að lámarki tveggja ára fangelsi, við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Enn fremur taldi saksóknari tveggja og hálfs árs fangelsi vera hæfilega refsingu. Tveir sakborninga, þeir Jónas Ingi Ragnarsson og Grétar Sigurðarson mættu í dómsal í gær en Tomas Malakauskas mætti ekki. Óku fram hjá spítala Bæði Grétar og Tomas segja Vaidas ekki hafa viljað læknishjálp áður enn hann lést og ekki hafi hvarflað að þeim að hann væri að deyja. Burt sé frá því hvort vinisburður þeirra Grétars og Tomasar um að Vaidas hafi neitað læknishjálp sé réttur segir saksóknari að þeim hefði mátt vera ljóst að Vaidas hafi verið í lífsháska. Saksóknari segir sakborningana ekki hafa haft nein alvarleg áform um að koma Vaidasi undir læknishendur. Til dæmis hafi þeir ekið, með Vaidas í bílnum, fram hjá Landsspítalanum í Fossvogi skömmu áður en hann lést. Krefjast sýknu og vægrar refsingar Verjandi Grétars krefst að hann verði sýknaður af innflutningi fíkniefnanna sem Vaidas Jucevicus smyglaði innvortis til landsins. Hann segir þátttöku Grétar ekki hafa komið til fyrr en fíkniefnin hafi verið komin til landsins og þá hafi brotið verið fullframið. Verjendur allra sakborninga fóru fram á að skjólstæðingar þeirra yrðu sýknaðir af því að hafa ekki komið manni í lífshættu til hjálpar. Þeim hefðu alls ekki verið ljóst um lífsháska Vaidasar. Vaidas hafi verið með fullri meðvitund þar til örfáum mínútum áður en hann lést og að hann hafi sjálfur haft alla möguleika á að leita sér sjálfur hjálpar. Verjandi Jónasar Inga krefst að hann verði sýknaður að mestu. Eini þáttur hans í innflutningi fíkniefnanna hafi verð að halda á skilti með nafni Vaidasar í Leifsstöð eftir að hann hafi komið úr tollskoðun. Jónas hafi ætlað að taka á móti honum en það hafi ekki gengið eftir þar sem þeir hafi farið á mis. Þá hafi hann enga hugmynd haft um fíkniefnin. Segir refsingu í umfjöllun fjölmiðla Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Jónasar Inga, segir marga lögreglumenn hafa unnið að málinu sem í fyrstu hafi virst vera kaldrifjað morð. Sjaldan hafi verið eytt jafn miklu púðri í mál sem síðan reyndist vera minniháttar og segir hann slíkt ekki mega hafa áhrif á ákvörðun refingar. Eins segir hann sakborningum nú þegar hafa verið refsað með svakalegri umfjöllun fjölmiðla og myndbirtingu og til þess megi horfa við ákvörðun refsingar. Saksóknari var allskostar ekki sammála Sveini Andra og sagði engin fordæmi vera fyrir því að umfjöllun fjölmiðla gæti mildað refsingu. Þá benti hann líka á að sakborningar hefðu verið sæknir í fjölmiðla. Líkið fannst fyrir tilviljun Kafari fann lík Vaidasar Juceviciusar í höfninni við netagerðabryggjuna í Neskaupstað fyrir tilviljun þann ellefta febrúar síðastliðinn. Á líkinu fundust fimm stungusár. Tveimur dögum síðar fundust 223 grömm af metamfetamíni í iðrum líksins. Ekki var vitað hver hinn látni væri fyrr en níu dögum eftir að hann fannst. 16. febrúar gáfu sakborningarnir þrír sig fram hjá lögreglu vegna fréttar í Fréttablaðinu þess efnis að þeir væru grunaðir en þeim var sleppt skömmu síðar. Fjórum dögum seinna voru þeir handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í framhaldinu. Þann 27. febrúar kom játning Grétars fram.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent