Krefst tveggja ára fangelsisdóms 19. október 2004 00:01 Saksóknari í líkfundarmálinu krefst, að sakborningarnir þrír verði hver um sig dæmdir til að sæta að lámarki tveggja ára fangelsi, við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Enn fremur taldi saksóknari tveggja og hálfs árs fangelsi vera hæfilega refsingu. Tveir sakborninga, þeir Jónas Ingi Ragnarsson og Grétar Sigurðarson mættu í dómsal í gær en Tomas Malakauskas mætti ekki. Óku fram hjá spítala Bæði Grétar og Tomas segja Vaidas ekki hafa viljað læknishjálp áður enn hann lést og ekki hafi hvarflað að þeim að hann væri að deyja. Burt sé frá því hvort vinisburður þeirra Grétars og Tomasar um að Vaidas hafi neitað læknishjálp sé réttur segir saksóknari að þeim hefði mátt vera ljóst að Vaidas hafi verið í lífsháska. Saksóknari segir sakborningana ekki hafa haft nein alvarleg áform um að koma Vaidasi undir læknishendur. Til dæmis hafi þeir ekið, með Vaidas í bílnum, fram hjá Landsspítalanum í Fossvogi skömmu áður en hann lést. Krefjast sýknu og vægrar refsingar Verjandi Grétars krefst að hann verði sýknaður af innflutningi fíkniefnanna sem Vaidas Jucevicus smyglaði innvortis til landsins. Hann segir þátttöku Grétar ekki hafa komið til fyrr en fíkniefnin hafi verið komin til landsins og þá hafi brotið verið fullframið. Verjendur allra sakborninga fóru fram á að skjólstæðingar þeirra yrðu sýknaðir af því að hafa ekki komið manni í lífshættu til hjálpar. Þeim hefðu alls ekki verið ljóst um lífsháska Vaidasar. Vaidas hafi verið með fullri meðvitund þar til örfáum mínútum áður en hann lést og að hann hafi sjálfur haft alla möguleika á að leita sér sjálfur hjálpar. Verjandi Jónasar Inga krefst að hann verði sýknaður að mestu. Eini þáttur hans í innflutningi fíkniefnanna hafi verð að halda á skilti með nafni Vaidasar í Leifsstöð eftir að hann hafi komið úr tollskoðun. Jónas hafi ætlað að taka á móti honum en það hafi ekki gengið eftir þar sem þeir hafi farið á mis. Þá hafi hann enga hugmynd haft um fíkniefnin. Segir refsingu í umfjöllun fjölmiðla Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Jónasar Inga, segir marga lögreglumenn hafa unnið að málinu sem í fyrstu hafi virst vera kaldrifjað morð. Sjaldan hafi verið eytt jafn miklu púðri í mál sem síðan reyndist vera minniháttar og segir hann slíkt ekki mega hafa áhrif á ákvörðun refingar. Eins segir hann sakborningum nú þegar hafa verið refsað með svakalegri umfjöllun fjölmiðla og myndbirtingu og til þess megi horfa við ákvörðun refsingar. Saksóknari var allskostar ekki sammála Sveini Andra og sagði engin fordæmi vera fyrir því að umfjöllun fjölmiðla gæti mildað refsingu. Þá benti hann líka á að sakborningar hefðu verið sæknir í fjölmiðla. Líkið fannst fyrir tilviljun Kafari fann lík Vaidasar Juceviciusar í höfninni við netagerðabryggjuna í Neskaupstað fyrir tilviljun þann ellefta febrúar síðastliðinn. Á líkinu fundust fimm stungusár. Tveimur dögum síðar fundust 223 grömm af metamfetamíni í iðrum líksins. Ekki var vitað hver hinn látni væri fyrr en níu dögum eftir að hann fannst. 16. febrúar gáfu sakborningarnir þrír sig fram hjá lögreglu vegna fréttar í Fréttablaðinu þess efnis að þeir væru grunaðir en þeim var sleppt skömmu síðar. Fjórum dögum seinna voru þeir handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í framhaldinu. Þann 27. febrúar kom játning Grétars fram. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Saksóknari í líkfundarmálinu krefst, að sakborningarnir þrír verði hver um sig dæmdir til að sæta að lámarki tveggja ára fangelsi, við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Enn fremur taldi saksóknari tveggja og hálfs árs fangelsi vera hæfilega refsingu. Tveir sakborninga, þeir Jónas Ingi Ragnarsson og Grétar Sigurðarson mættu í dómsal í gær en Tomas Malakauskas mætti ekki. Óku fram hjá spítala Bæði Grétar og Tomas segja Vaidas ekki hafa viljað læknishjálp áður enn hann lést og ekki hafi hvarflað að þeim að hann væri að deyja. Burt sé frá því hvort vinisburður þeirra Grétars og Tomasar um að Vaidas hafi neitað læknishjálp sé réttur segir saksóknari að þeim hefði mátt vera ljóst að Vaidas hafi verið í lífsháska. Saksóknari segir sakborningana ekki hafa haft nein alvarleg áform um að koma Vaidasi undir læknishendur. Til dæmis hafi þeir ekið, með Vaidas í bílnum, fram hjá Landsspítalanum í Fossvogi skömmu áður en hann lést. Krefjast sýknu og vægrar refsingar Verjandi Grétars krefst að hann verði sýknaður af innflutningi fíkniefnanna sem Vaidas Jucevicus smyglaði innvortis til landsins. Hann segir þátttöku Grétar ekki hafa komið til fyrr en fíkniefnin hafi verið komin til landsins og þá hafi brotið verið fullframið. Verjendur allra sakborninga fóru fram á að skjólstæðingar þeirra yrðu sýknaðir af því að hafa ekki komið manni í lífshættu til hjálpar. Þeim hefðu alls ekki verið ljóst um lífsháska Vaidasar. Vaidas hafi verið með fullri meðvitund þar til örfáum mínútum áður en hann lést og að hann hafi sjálfur haft alla möguleika á að leita sér sjálfur hjálpar. Verjandi Jónasar Inga krefst að hann verði sýknaður að mestu. Eini þáttur hans í innflutningi fíkniefnanna hafi verð að halda á skilti með nafni Vaidasar í Leifsstöð eftir að hann hafi komið úr tollskoðun. Jónas hafi ætlað að taka á móti honum en það hafi ekki gengið eftir þar sem þeir hafi farið á mis. Þá hafi hann enga hugmynd haft um fíkniefnin. Segir refsingu í umfjöllun fjölmiðla Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Jónasar Inga, segir marga lögreglumenn hafa unnið að málinu sem í fyrstu hafi virst vera kaldrifjað morð. Sjaldan hafi verið eytt jafn miklu púðri í mál sem síðan reyndist vera minniháttar og segir hann slíkt ekki mega hafa áhrif á ákvörðun refingar. Eins segir hann sakborningum nú þegar hafa verið refsað með svakalegri umfjöllun fjölmiðla og myndbirtingu og til þess megi horfa við ákvörðun refsingar. Saksóknari var allskostar ekki sammála Sveini Andra og sagði engin fordæmi vera fyrir því að umfjöllun fjölmiðla gæti mildað refsingu. Þá benti hann líka á að sakborningar hefðu verið sæknir í fjölmiðla. Líkið fannst fyrir tilviljun Kafari fann lík Vaidasar Juceviciusar í höfninni við netagerðabryggjuna í Neskaupstað fyrir tilviljun þann ellefta febrúar síðastliðinn. Á líkinu fundust fimm stungusár. Tveimur dögum síðar fundust 223 grömm af metamfetamíni í iðrum líksins. Ekki var vitað hver hinn látni væri fyrr en níu dögum eftir að hann fannst. 16. febrúar gáfu sakborningarnir þrír sig fram hjá lögreglu vegna fréttar í Fréttablaðinu þess efnis að þeir væru grunaðir en þeim var sleppt skömmu síðar. Fjórum dögum seinna voru þeir handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í framhaldinu. Þann 27. febrúar kom játning Grétars fram.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira