Vill loka samningamenn inni 19. október 2004 00:01 Ríkisstjórnin ræddi kennaraverkfallið á reglubundnum fundi sínum í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segir að ríkisstjórnin haldi fast í fyrri yfirlýsingar um að blanda sér ekki í deiluna hvorki með lagasetningu né ívilnunum handa sveitarfélögum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir frétt ríkisútvarpsins um að lög verði sett á verkfallið standi það til mánaðamóta sé tilhæfulaus með öllu. "Það hafa engar slíkar umræður farið fram. Deiluaðilar hljóta að gera sér grein fyrir sinni ábyrgð og þeir verða að hafa frið." Halldór útilokar líka ívilnanir og segir að staðið verði við þann ramma sem settur var í nýlegri yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga um tekjuskipingu. Menntamálaráðherra segir að deilendur hljóti að gera sér grein fyrir sívaxandi þrýstingi jafnt frá ríkisstjórn og samfélagi um að semja. "Spurningin er sú hvort ekki sé rétt að loka deiluaðila inni þar til þeir hafa samið. " Björgvin G. Sigurðsson, talsmaður Samfylkingarinnar í menntamálum segir þvert á móti að ríkisstjórnin og sérstaklega menntamálaráðherra geti ekki skotið sér undan ábyrgð."Stjórnvöld verða að koma að deilunni með afdráttarlausum hætti. Í fyrsta lagi vegna þess að ríkið samdi myndarlega við viðmiðunarstétt grunnskólakennara. Í öðru lagi vegna þess að ríkið skuldar milljarða vegna lagabreytinga og verður að veita sveitarfélögum hlutdeild í fjármagnstekjuskatti útaf einkahlutafélagavæðingu." Björgvin útilokar lagasetningu á þessu stigi en vekur athygli á að skilgreina þurfi hvað felist í sliku, hvort kjaradómur ákveði laun, verkfallsréttur verði tekinn af kennurum. Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðisflokki og formaður menntamálanefndar þingsins segir að beita eigi lagasetningu aðeins ef neyðarástand skapast: "Sá punktur er að nálgast mjög hratt." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ríkisstjórnin ræddi kennaraverkfallið á reglubundnum fundi sínum í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segir að ríkisstjórnin haldi fast í fyrri yfirlýsingar um að blanda sér ekki í deiluna hvorki með lagasetningu né ívilnunum handa sveitarfélögum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir frétt ríkisútvarpsins um að lög verði sett á verkfallið standi það til mánaðamóta sé tilhæfulaus með öllu. "Það hafa engar slíkar umræður farið fram. Deiluaðilar hljóta að gera sér grein fyrir sinni ábyrgð og þeir verða að hafa frið." Halldór útilokar líka ívilnanir og segir að staðið verði við þann ramma sem settur var í nýlegri yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga um tekjuskipingu. Menntamálaráðherra segir að deilendur hljóti að gera sér grein fyrir sívaxandi þrýstingi jafnt frá ríkisstjórn og samfélagi um að semja. "Spurningin er sú hvort ekki sé rétt að loka deiluaðila inni þar til þeir hafa samið. " Björgvin G. Sigurðsson, talsmaður Samfylkingarinnar í menntamálum segir þvert á móti að ríkisstjórnin og sérstaklega menntamálaráðherra geti ekki skotið sér undan ábyrgð."Stjórnvöld verða að koma að deilunni með afdráttarlausum hætti. Í fyrsta lagi vegna þess að ríkið samdi myndarlega við viðmiðunarstétt grunnskólakennara. Í öðru lagi vegna þess að ríkið skuldar milljarða vegna lagabreytinga og verður að veita sveitarfélögum hlutdeild í fjármagnstekjuskatti útaf einkahlutafélagavæðingu." Björgvin útilokar lagasetningu á þessu stigi en vekur athygli á að skilgreina þurfi hvað felist í sliku, hvort kjaradómur ákveði laun, verkfallsréttur verði tekinn af kennurum. Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðisflokki og formaður menntamálanefndar þingsins segir að beita eigi lagasetningu aðeins ef neyðarástand skapast: "Sá punktur er að nálgast mjög hratt."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira