Vill loka samningamenn inni 19. október 2004 00:01 Ríkisstjórnin ræddi kennaraverkfallið á reglubundnum fundi sínum í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segir að ríkisstjórnin haldi fast í fyrri yfirlýsingar um að blanda sér ekki í deiluna hvorki með lagasetningu né ívilnunum handa sveitarfélögum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir frétt ríkisútvarpsins um að lög verði sett á verkfallið standi það til mánaðamóta sé tilhæfulaus með öllu. "Það hafa engar slíkar umræður farið fram. Deiluaðilar hljóta að gera sér grein fyrir sinni ábyrgð og þeir verða að hafa frið." Halldór útilokar líka ívilnanir og segir að staðið verði við þann ramma sem settur var í nýlegri yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga um tekjuskipingu. Menntamálaráðherra segir að deilendur hljóti að gera sér grein fyrir sívaxandi þrýstingi jafnt frá ríkisstjórn og samfélagi um að semja. "Spurningin er sú hvort ekki sé rétt að loka deiluaðila inni þar til þeir hafa samið. " Björgvin G. Sigurðsson, talsmaður Samfylkingarinnar í menntamálum segir þvert á móti að ríkisstjórnin og sérstaklega menntamálaráðherra geti ekki skotið sér undan ábyrgð."Stjórnvöld verða að koma að deilunni með afdráttarlausum hætti. Í fyrsta lagi vegna þess að ríkið samdi myndarlega við viðmiðunarstétt grunnskólakennara. Í öðru lagi vegna þess að ríkið skuldar milljarða vegna lagabreytinga og verður að veita sveitarfélögum hlutdeild í fjármagnstekjuskatti útaf einkahlutafélagavæðingu." Björgvin útilokar lagasetningu á þessu stigi en vekur athygli á að skilgreina þurfi hvað felist í sliku, hvort kjaradómur ákveði laun, verkfallsréttur verði tekinn af kennurum. Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðisflokki og formaður menntamálanefndar þingsins segir að beita eigi lagasetningu aðeins ef neyðarástand skapast: "Sá punktur er að nálgast mjög hratt." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Ríkisstjórnin ræddi kennaraverkfallið á reglubundnum fundi sínum í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segir að ríkisstjórnin haldi fast í fyrri yfirlýsingar um að blanda sér ekki í deiluna hvorki með lagasetningu né ívilnunum handa sveitarfélögum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir frétt ríkisútvarpsins um að lög verði sett á verkfallið standi það til mánaðamóta sé tilhæfulaus með öllu. "Það hafa engar slíkar umræður farið fram. Deiluaðilar hljóta að gera sér grein fyrir sinni ábyrgð og þeir verða að hafa frið." Halldór útilokar líka ívilnanir og segir að staðið verði við þann ramma sem settur var í nýlegri yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga um tekjuskipingu. Menntamálaráðherra segir að deilendur hljóti að gera sér grein fyrir sívaxandi þrýstingi jafnt frá ríkisstjórn og samfélagi um að semja. "Spurningin er sú hvort ekki sé rétt að loka deiluaðila inni þar til þeir hafa samið. " Björgvin G. Sigurðsson, talsmaður Samfylkingarinnar í menntamálum segir þvert á móti að ríkisstjórnin og sérstaklega menntamálaráðherra geti ekki skotið sér undan ábyrgð."Stjórnvöld verða að koma að deilunni með afdráttarlausum hætti. Í fyrsta lagi vegna þess að ríkið samdi myndarlega við viðmiðunarstétt grunnskólakennara. Í öðru lagi vegna þess að ríkið skuldar milljarða vegna lagabreytinga og verður að veita sveitarfélögum hlutdeild í fjármagnstekjuskatti útaf einkahlutafélagavæðingu." Björgvin útilokar lagasetningu á þessu stigi en vekur athygli á að skilgreina þurfi hvað felist í sliku, hvort kjaradómur ákveði laun, verkfallsréttur verði tekinn af kennurum. Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðisflokki og formaður menntamálanefndar þingsins segir að beita eigi lagasetningu aðeins ef neyðarástand skapast: "Sá punktur er að nálgast mjög hratt."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira