Loka þurfti Oddsskarði

Vonskuveður var á austanverðu landinu í gær og voru björgunarsveitir á Egilsstöðum og Reyðarfirði kallaðar út til að aðstoða ökumenn bíla sem lent höfðu í vandræðum í Fagradal vegna ófærðar. Að því er fram kom í fréttatilkynningu frá Landsbjörg voru þrír öflugir björgarsveitarjeppar sendir fólkinu til aðstoðar. Snjóbylur var á Egilsstöðum í gær og skyggni undir eitthundrað metrum. Loka varð veginum um Oddsskarð en þar var bæði hvassviðri og mikil ofankoma.