Verkalýðsfélög deila um gjöld 13. október 2004 00:01 Óánægja er meðal félagsmanna í Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis sem vinna á Keflavíkurflugvelli, því vinnuveitandi þeirra greiðir félagsgjöld þeirra til Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Um níutíu starfsmenn vinna hjá IGS á Keflavíkurflugvelli við að ferma flugvélar og í vöruskemmu. Flestir þeirra eru skráðir í félagið í Sandgerði en IGS greiðir sjúkrasjóðsgjald, félagsgjald og í orlofssjóð, samtals rúm tvö prósent af launum, til félagsins í Keflavík. Í heild gætu greiðslurnar numið um fjórum milljónum króna á ári. Baldur G. Matthíasson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, segir allt á suðupunkti hjá starfsmönnum IGS. "Þessir menn eru skráðir félagsmenn í Sandgerði og atvinnurekandanum ber að geiða gjöldin þar því völlurinn er innan vinnusvæðis Sandgerðis. Hann tekur hins vegar hinn kostinn, líklega til að umbuna Keflvíkingum fyrir linkind í kjaraviðræðum." Baldur segir Kristján Gunnarsson, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, reyna að sölsa undir sig land. "Samstarfsviljinn hjá Kristjáni er enginn. Ég, formaður félagsins í Sandgerði, greiði gjöld í Keflavík. Þetta heitir á lagamáli fjárdráttur en er annars nefnt þjófnaður." Einstaklingur sem var trúnaðarmaður félagsins í Sandgerði kærði málið og er búist við því að niðurstaða fáist í Hæstarétti í nóvember. Halldór Bachman lögmaður flytur málið. Hann segir að krafa sé gerð um að félagsgjöldin verði greidd í Sandgerði. "Vinnuveitandinn getur ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að greiða félagsgjöldin eitthvert annað." Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að fyrirtækið sé með kjarasamning við sitt félag en ekki félagið í Sandgerði. Hann segir að í tugi ára hafi Flugstöð Leifs Eiríkssonar fallið undir félagssvæði Keflavíkur samkvæmt lögum Alþýðusambandsins. Starfsmenn í Leifsstöð geti skráð sig í hvaða félag sem er en þeir muni áfram greiða gjöldin í Keflavík. Halldór Bachman segir hins vegar að réttur stéttarfélaganna til að innheimta gjöld sé bundin við svæði og að flugstöðin sé öll á félagssvæði stéttarfélagsins í Sandgerði samkvæmt landamörkum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja er meðal félagsmanna í Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis sem vinna á Keflavíkurflugvelli, því vinnuveitandi þeirra greiðir félagsgjöld þeirra til Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Um níutíu starfsmenn vinna hjá IGS á Keflavíkurflugvelli við að ferma flugvélar og í vöruskemmu. Flestir þeirra eru skráðir í félagið í Sandgerði en IGS greiðir sjúkrasjóðsgjald, félagsgjald og í orlofssjóð, samtals rúm tvö prósent af launum, til félagsins í Keflavík. Í heild gætu greiðslurnar numið um fjórum milljónum króna á ári. Baldur G. Matthíasson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, segir allt á suðupunkti hjá starfsmönnum IGS. "Þessir menn eru skráðir félagsmenn í Sandgerði og atvinnurekandanum ber að geiða gjöldin þar því völlurinn er innan vinnusvæðis Sandgerðis. Hann tekur hins vegar hinn kostinn, líklega til að umbuna Keflvíkingum fyrir linkind í kjaraviðræðum." Baldur segir Kristján Gunnarsson, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, reyna að sölsa undir sig land. "Samstarfsviljinn hjá Kristjáni er enginn. Ég, formaður félagsins í Sandgerði, greiði gjöld í Keflavík. Þetta heitir á lagamáli fjárdráttur en er annars nefnt þjófnaður." Einstaklingur sem var trúnaðarmaður félagsins í Sandgerði kærði málið og er búist við því að niðurstaða fáist í Hæstarétti í nóvember. Halldór Bachman lögmaður flytur málið. Hann segir að krafa sé gerð um að félagsgjöldin verði greidd í Sandgerði. "Vinnuveitandinn getur ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að greiða félagsgjöldin eitthvert annað." Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að fyrirtækið sé með kjarasamning við sitt félag en ekki félagið í Sandgerði. Hann segir að í tugi ára hafi Flugstöð Leifs Eiríkssonar fallið undir félagssvæði Keflavíkur samkvæmt lögum Alþýðusambandsins. Starfsmenn í Leifsstöð geti skráð sig í hvaða félag sem er en þeir muni áfram greiða gjöldin í Keflavík. Halldór Bachman segir hins vegar að réttur stéttarfélaganna til að innheimta gjöld sé bundin við svæði og að flugstöðin sé öll á félagssvæði stéttarfélagsins í Sandgerði samkvæmt landamörkum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira