Verkalýðsfélög deila um gjöld 13. október 2004 00:01 Óánægja er meðal félagsmanna í Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis sem vinna á Keflavíkurflugvelli, því vinnuveitandi þeirra greiðir félagsgjöld þeirra til Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Um níutíu starfsmenn vinna hjá IGS á Keflavíkurflugvelli við að ferma flugvélar og í vöruskemmu. Flestir þeirra eru skráðir í félagið í Sandgerði en IGS greiðir sjúkrasjóðsgjald, félagsgjald og í orlofssjóð, samtals rúm tvö prósent af launum, til félagsins í Keflavík. Í heild gætu greiðslurnar numið um fjórum milljónum króna á ári. Baldur G. Matthíasson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, segir allt á suðupunkti hjá starfsmönnum IGS. "Þessir menn eru skráðir félagsmenn í Sandgerði og atvinnurekandanum ber að geiða gjöldin þar því völlurinn er innan vinnusvæðis Sandgerðis. Hann tekur hins vegar hinn kostinn, líklega til að umbuna Keflvíkingum fyrir linkind í kjaraviðræðum." Baldur segir Kristján Gunnarsson, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, reyna að sölsa undir sig land. "Samstarfsviljinn hjá Kristjáni er enginn. Ég, formaður félagsins í Sandgerði, greiði gjöld í Keflavík. Þetta heitir á lagamáli fjárdráttur en er annars nefnt þjófnaður." Einstaklingur sem var trúnaðarmaður félagsins í Sandgerði kærði málið og er búist við því að niðurstaða fáist í Hæstarétti í nóvember. Halldór Bachman lögmaður flytur málið. Hann segir að krafa sé gerð um að félagsgjöldin verði greidd í Sandgerði. "Vinnuveitandinn getur ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að greiða félagsgjöldin eitthvert annað." Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að fyrirtækið sé með kjarasamning við sitt félag en ekki félagið í Sandgerði. Hann segir að í tugi ára hafi Flugstöð Leifs Eiríkssonar fallið undir félagssvæði Keflavíkur samkvæmt lögum Alþýðusambandsins. Starfsmenn í Leifsstöð geti skráð sig í hvaða félag sem er en þeir muni áfram greiða gjöldin í Keflavík. Halldór Bachman segir hins vegar að réttur stéttarfélaganna til að innheimta gjöld sé bundin við svæði og að flugstöðin sé öll á félagssvæði stéttarfélagsins í Sandgerði samkvæmt landamörkum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Óánægja er meðal félagsmanna í Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis sem vinna á Keflavíkurflugvelli, því vinnuveitandi þeirra greiðir félagsgjöld þeirra til Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Um níutíu starfsmenn vinna hjá IGS á Keflavíkurflugvelli við að ferma flugvélar og í vöruskemmu. Flestir þeirra eru skráðir í félagið í Sandgerði en IGS greiðir sjúkrasjóðsgjald, félagsgjald og í orlofssjóð, samtals rúm tvö prósent af launum, til félagsins í Keflavík. Í heild gætu greiðslurnar numið um fjórum milljónum króna á ári. Baldur G. Matthíasson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, segir allt á suðupunkti hjá starfsmönnum IGS. "Þessir menn eru skráðir félagsmenn í Sandgerði og atvinnurekandanum ber að geiða gjöldin þar því völlurinn er innan vinnusvæðis Sandgerðis. Hann tekur hins vegar hinn kostinn, líklega til að umbuna Keflvíkingum fyrir linkind í kjaraviðræðum." Baldur segir Kristján Gunnarsson, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, reyna að sölsa undir sig land. "Samstarfsviljinn hjá Kristjáni er enginn. Ég, formaður félagsins í Sandgerði, greiði gjöld í Keflavík. Þetta heitir á lagamáli fjárdráttur en er annars nefnt þjófnaður." Einstaklingur sem var trúnaðarmaður félagsins í Sandgerði kærði málið og er búist við því að niðurstaða fáist í Hæstarétti í nóvember. Halldór Bachman lögmaður flytur málið. Hann segir að krafa sé gerð um að félagsgjöldin verði greidd í Sandgerði. "Vinnuveitandinn getur ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að greiða félagsgjöldin eitthvert annað." Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að fyrirtækið sé með kjarasamning við sitt félag en ekki félagið í Sandgerði. Hann segir að í tugi ára hafi Flugstöð Leifs Eiríkssonar fallið undir félagssvæði Keflavíkur samkvæmt lögum Alþýðusambandsins. Starfsmenn í Leifsstöð geti skráð sig í hvaða félag sem er en þeir muni áfram greiða gjöldin í Keflavík. Halldór Bachman segir hins vegar að réttur stéttarfélaganna til að innheimta gjöld sé bundin við svæði og að flugstöðin sé öll á félagssvæði stéttarfélagsins í Sandgerði samkvæmt landamörkum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira