Nauðsynlegt í bílinn 8. október 2004 00:01 Rúðuskafan ómissandi Kaldar nætur kalla fram hrím á rúður og því er rúðuskafan algert þarfaþing. Vísakortið verður fljótt lúið og er auk þess heldur afkastalítið verkfæri þegar ráðast skal gegn alhrímuðum gluggum. Ekki er verra að eiga tvær sköfur, aðra litla í hurðarhólfinu og hina með skafti og bursta sem getur geymst undir framsætinu. Hrein þurrkublöð Þurrkublöðin eru mikilvæg öryggistæki og í hausthretum er áríðandi að hafa þau í lagi, svo eitthvað sjáist út. Ef blöðin eru orðin slitin er tímabært að skipta en annars er nóg að hreinsa þau með því að væta tusku í ísvara og þvo af þeim tjöruna. Mælum frostlöginn Kælivökvinn á vatnskassanum er eitt af því sem þarf að athuga. Sjálfsagt er að fara með bílinn á bensínstöð eða verkstæði og láta mæla hversu mikið frost hann þolir og að sjálfsögðu bæta frostlegi á ef þörf krefur svo kerfið springi nú ekki þegar kuldinn nístir. Lásaspreyið innanhúss Fátt er ergilegra en þegar bíllæsingin er frosin að morgni dags og allir að verða of seinir. Vissara er að hafa lásasprey tiltækt í verkfæraskúffu inni eða í veskinu því ekki gagnast það innilokað í bílnum þegar hann lætur ekki opnast. Spreyið gerir kraftaverk. Ísvari í rúðupissið Nauðsynlegt er að nota ísvara í rúðupissið í frostinu og hafa blönduna góða svo vökvinn frjósi ekki um leið og hann snertir ískalda rúðuna. Bónið ver Þegar saltausturinn byrjar á göturnar mæðir mikið á lakkinu en bón ver lakkið skemmdum og hrindir frá sér slabbinu. Góð dekk Dekkin þurfa að vera af þeim grófleika að geta mætt hálku og snjó og veitt þar viðnám. Nagladekkjatíminn hefst 1. nóvember en heilsársdekk henta í flestum tilfellum vel. Þeir sem eru þegar með góða hjólbarða og þurfa ekki að skipta ættu að huga að þvotti því tjara sest í dekkin og gerir þau sleip þegar ekið er í snjó og hálku. Hrein þurrkublöð.Mynd/PjéturFrostlögur.Mynd/PjéturLásasprey.Mynd/PjéturBón.Mynd/Pjétur Bílar Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Rúðuskafan ómissandi Kaldar nætur kalla fram hrím á rúður og því er rúðuskafan algert þarfaþing. Vísakortið verður fljótt lúið og er auk þess heldur afkastalítið verkfæri þegar ráðast skal gegn alhrímuðum gluggum. Ekki er verra að eiga tvær sköfur, aðra litla í hurðarhólfinu og hina með skafti og bursta sem getur geymst undir framsætinu. Hrein þurrkublöð Þurrkublöðin eru mikilvæg öryggistæki og í hausthretum er áríðandi að hafa þau í lagi, svo eitthvað sjáist út. Ef blöðin eru orðin slitin er tímabært að skipta en annars er nóg að hreinsa þau með því að væta tusku í ísvara og þvo af þeim tjöruna. Mælum frostlöginn Kælivökvinn á vatnskassanum er eitt af því sem þarf að athuga. Sjálfsagt er að fara með bílinn á bensínstöð eða verkstæði og láta mæla hversu mikið frost hann þolir og að sjálfsögðu bæta frostlegi á ef þörf krefur svo kerfið springi nú ekki þegar kuldinn nístir. Lásaspreyið innanhúss Fátt er ergilegra en þegar bíllæsingin er frosin að morgni dags og allir að verða of seinir. Vissara er að hafa lásasprey tiltækt í verkfæraskúffu inni eða í veskinu því ekki gagnast það innilokað í bílnum þegar hann lætur ekki opnast. Spreyið gerir kraftaverk. Ísvari í rúðupissið Nauðsynlegt er að nota ísvara í rúðupissið í frostinu og hafa blönduna góða svo vökvinn frjósi ekki um leið og hann snertir ískalda rúðuna. Bónið ver Þegar saltausturinn byrjar á göturnar mæðir mikið á lakkinu en bón ver lakkið skemmdum og hrindir frá sér slabbinu. Góð dekk Dekkin þurfa að vera af þeim grófleika að geta mætt hálku og snjó og veitt þar viðnám. Nagladekkjatíminn hefst 1. nóvember en heilsársdekk henta í flestum tilfellum vel. Þeir sem eru þegar með góða hjólbarða og þurfa ekki að skipta ættu að huga að þvotti því tjara sest í dekkin og gerir þau sleip þegar ekið er í snjó og hálku. Hrein þurrkublöð.Mynd/PjéturFrostlögur.Mynd/PjéturLásasprey.Mynd/PjéturBón.Mynd/Pjétur
Bílar Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira