Með pabba í vinnunni 7. október 2004 00:01 Víða má sjá foreldra taka börn sín á grunnskólaaldri með í vinnuna. Þorvaldur Þorvaldsson bílstjóri hjá Sendibílastöðinni er einn þeirra. Átta ára dóttir hans Saga Rut fer með þegar hún óskar. Þorvaldur beygir reglur Sendibílastöðvarinnar sem kveða á um að farþegar séu ekki með á vinnutímanum: "Það bitnar á vinnunni að hafa börnin með. Hún verður líka stundum þreytt á að sitja í bílnum allan daginn," segir Þorvaldur. Auðsótt mál sé þó að hún fljóti með. Saga Rut saknar skólans. Hún segir gaman að þvælast með pabba sínum. Hún hafi þó ekki fengið nein laun. Hún er nú minnt á annað: "Já, ég fékk einu sinni fimm hundruð kall. Það var út af því að ég var í sundi." Þorvaldur segir að miðað við þeytinginn á dótturinni milli sín, móður hennar og móðursystur megi verkfall kennara ekki standa deginum lengur. Vandi þeirra sé þó smár sé horft til fjölskyldna fatlaðra barna: "Sárt er að hugsa til einhverfra barna sem tapa niður færni í verkfallinu sem þau hafa verið að byggja upp." Hann vill sjá fleiri undanþágur veittar svo börnin skaðist ekki af verkfalli kennara. Þorvaldur sér áhrif verkfallsins víða: "Ég fer í bakarí í morgnana og keyri bakkelsi í skólana á hverjum degi þrátt fyrir kennaraverkfall. Í spjalli við fólkið sem þar vinnur heyrir maður að það er orðið þreytt á að hanga alla daga," segir Þorvaldur. Hann sjái einnig verkfallið bitna á námsgetu Sögu. Móðursystir hennar hafi sett henni ásamt dóttur sinni fyrir. Þær hafi setið við í tíu mínútur en þá gefist upp. Þær þurfi einkunnir og aðra endurgjöf fyrir störf sín. Saga vill sjá kennara fá hærri laun. "Þá er betra að vinna og svona með okkur krökkunum." Spurð hvað hún vilji síðar starfa við svarar hún: "Kennari, af því að þeir kenna börnum." Hún segir ekki koma til greina að feta í fótspor pabba síns og gerast bílstjóri. Ástæðan: "Bara." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Víða má sjá foreldra taka börn sín á grunnskólaaldri með í vinnuna. Þorvaldur Þorvaldsson bílstjóri hjá Sendibílastöðinni er einn þeirra. Átta ára dóttir hans Saga Rut fer með þegar hún óskar. Þorvaldur beygir reglur Sendibílastöðvarinnar sem kveða á um að farþegar séu ekki með á vinnutímanum: "Það bitnar á vinnunni að hafa börnin með. Hún verður líka stundum þreytt á að sitja í bílnum allan daginn," segir Þorvaldur. Auðsótt mál sé þó að hún fljóti með. Saga Rut saknar skólans. Hún segir gaman að þvælast með pabba sínum. Hún hafi þó ekki fengið nein laun. Hún er nú minnt á annað: "Já, ég fékk einu sinni fimm hundruð kall. Það var út af því að ég var í sundi." Þorvaldur segir að miðað við þeytinginn á dótturinni milli sín, móður hennar og móðursystur megi verkfall kennara ekki standa deginum lengur. Vandi þeirra sé þó smár sé horft til fjölskyldna fatlaðra barna: "Sárt er að hugsa til einhverfra barna sem tapa niður færni í verkfallinu sem þau hafa verið að byggja upp." Hann vill sjá fleiri undanþágur veittar svo börnin skaðist ekki af verkfalli kennara. Þorvaldur sér áhrif verkfallsins víða: "Ég fer í bakarí í morgnana og keyri bakkelsi í skólana á hverjum degi þrátt fyrir kennaraverkfall. Í spjalli við fólkið sem þar vinnur heyrir maður að það er orðið þreytt á að hanga alla daga," segir Þorvaldur. Hann sjái einnig verkfallið bitna á námsgetu Sögu. Móðursystir hennar hafi sett henni ásamt dóttur sinni fyrir. Þær hafi setið við í tíu mínútur en þá gefist upp. Þær þurfi einkunnir og aðra endurgjöf fyrir störf sín. Saga vill sjá kennara fá hærri laun. "Þá er betra að vinna og svona með okkur krökkunum." Spurð hvað hún vilji síðar starfa við svarar hún: "Kennari, af því að þeir kenna börnum." Hún segir ekki koma til greina að feta í fótspor pabba síns og gerast bílstjóri. Ástæðan: "Bara."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira