Forkostulegur forsetavinur 7. október 2004 00:01 Einhver skemmtilegasti viðmælandi sem ég hef komist í kynni við er gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Þetta er Bandaríkjamaðurinn James C. Humes, afkastamikill höfundur fjölda bóka um pólítík, sagnfræði og ræðuhöld, forkostulegur náungi, sem hefur þó unnið sér það helst til frægðar að vera ræðuskrifari fyrir hvorki meira né minna en fimm Bandaríkjaforseta: Eisenhower, Nixon, Ford, Reagan og Bush eldri. Humes hefur þekkt persónulega marga af frægustu heimsleiðtogum síðustu aldar, hann er hafsjór af sögum og skrítlum úr stjórnmálunum - og leggur áherslu á orð sín með því að herma eftir þeim sem hann er að segja frá. Þannig er viðtal við hann nánast eins og að horfa á leiksýningu. Humes er eftirsóttur fyrirlesari og tekur stórar fjárhæðir fyrir að koma fram. Helsta afrek Humes á ritvellinum er þó að hafa sett saman textann á plattann sem geimfararnir Armstrong og Aldrin fóru með til tunglsins 1969. Það gerði hann að beiðni Nixons forseta. "We come in peace for all mankind," stóð þar. Þetta leika víst ekki margir höfundar eftir. Sem fyrr segir hefur Humes skrifað mikinn fjölda bóka. Þar má nefna rit um Abraham Lincoln, Benjamin Franklin, Eisenhower, Nixon og Churchill - ætli megi ekki fullyrða að hann hneigist fremur til gamaldags persónusögu. Stóra hetjan í huga hans er Churchill og raunar má segja að hann sé búinn að herma svo mikið eftir breska stjórnmálaskörungnum að hann sé farinn að líkjast honum ansi mikið. Sjálfsævisaga Humes heitir "Confessions of a White House Ghostwriter" og fær fjórar og hálfa stjörnu hjá amazon.com Humes hefur líka skrifað bækur á gamansömum nótum, þar á meðal er ein sem fjallar um hvernig maður eigi að fara að því að láta bjóða sér í Hvíta húsið. Allavega get ég mælt með þessu viðtali, það er fjörugt og fyndið. Silfur Egils er á dagskrá á Stöð 2 sunnudaga klukkan 12, í opinni dagskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun
Einhver skemmtilegasti viðmælandi sem ég hef komist í kynni við er gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Þetta er Bandaríkjamaðurinn James C. Humes, afkastamikill höfundur fjölda bóka um pólítík, sagnfræði og ræðuhöld, forkostulegur náungi, sem hefur þó unnið sér það helst til frægðar að vera ræðuskrifari fyrir hvorki meira né minna en fimm Bandaríkjaforseta: Eisenhower, Nixon, Ford, Reagan og Bush eldri. Humes hefur þekkt persónulega marga af frægustu heimsleiðtogum síðustu aldar, hann er hafsjór af sögum og skrítlum úr stjórnmálunum - og leggur áherslu á orð sín með því að herma eftir þeim sem hann er að segja frá. Þannig er viðtal við hann nánast eins og að horfa á leiksýningu. Humes er eftirsóttur fyrirlesari og tekur stórar fjárhæðir fyrir að koma fram. Helsta afrek Humes á ritvellinum er þó að hafa sett saman textann á plattann sem geimfararnir Armstrong og Aldrin fóru með til tunglsins 1969. Það gerði hann að beiðni Nixons forseta. "We come in peace for all mankind," stóð þar. Þetta leika víst ekki margir höfundar eftir. Sem fyrr segir hefur Humes skrifað mikinn fjölda bóka. Þar má nefna rit um Abraham Lincoln, Benjamin Franklin, Eisenhower, Nixon og Churchill - ætli megi ekki fullyrða að hann hneigist fremur til gamaldags persónusögu. Stóra hetjan í huga hans er Churchill og raunar má segja að hann sé búinn að herma svo mikið eftir breska stjórnmálaskörungnum að hann sé farinn að líkjast honum ansi mikið. Sjálfsævisaga Humes heitir "Confessions of a White House Ghostwriter" og fær fjórar og hálfa stjörnu hjá amazon.com Humes hefur líka skrifað bækur á gamansömum nótum, þar á meðal er ein sem fjallar um hvernig maður eigi að fara að því að láta bjóða sér í Hvíta húsið. Allavega get ég mælt með þessu viðtali, það er fjörugt og fyndið. Silfur Egils er á dagskrá á Stöð 2 sunnudaga klukkan 12, í opinni dagskrá.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun