Krefst fjögurra ára fangelsis 30. september 2004 00:01 Sækjandi í sakamáli gegn Stefáni Loga Sívarssyni krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hann yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann er sakaður um að hafa framið á tveimur dögum í apríl. Ein líkamsárasanna var sérstaklega hættuleg en þá réðst Stefán á sextán ára pilt. Pilturinn segir Stefán hafa slegið sig á kjaftinn og í magann og að lokum hafi hann sparkað í magann á honum þar sem hann lá í gólfinu. Stefán hefur játað tvö högg af þremur. Vitnisburðir í hinum tveimur líkamsárásunum eru mjög á reiki. Vitni muna ýmist ekki eftir hvað gerðist, segjast ekki hafa verið á staðnum eða ber ekki saman um hvað gerst hafi. Stefán Logi segist sjálfur ekki muna neitt vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Síðasta líkamsárásin var gegn ungri konu og segist Stefán ekkert muna en neitar árásinni þar sem hann hafi aldrei lagt hendur á kvenmann. Verjandi Stefáns segir hann hafa átt erfiða æsku og foreldrar hans hafi ekki verið góðar fyrirmyndir. Kvöldsögur frá föður Stefáns hafi fjallað um ofbeldi og drykkju. Stefán var á reynslulausn þegar hann var handtekinn vegna líkamsárásanna en ekki fékkst gæsluvarðhald eftir þá fyrstu. Verjandinn segir lögreglu hafa farið fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna en það ekki gengið eftir enda Stefán þá búinn að játa brotið að mestu. Eftir hinar árásirnar hafi hann hins vegar verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sem farið hafi verið fram á vegna hagsmuna almennings. Verjandinn segir Stefán hafa beðið fangelsismálayfirvöld um að fá að ljúka afplánun í meðferð en honum hafi verið neitað vegna agabrota. "Hann fékk ekki hjálp af því að hann hafði verið óþekkur en hann hefur verið óþekkur allt sitt líf," sagði verjandinn. Þegar hann hafi svo losnað út fyrir um ári síðan hafi hann reynt að standa sig enda nýorðinn faðir. Um áramótin hafi fíknin fellt hann og eftir það hafi allt farið til verri vegar. Stefán á langan afbrotaferil að baki og hlaut meðal annars tveggja ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás á heimili sínu á Skeljagranda árið 2002, auk annarrar líkamsárásar sem hann framdi sama dag. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira
Sækjandi í sakamáli gegn Stefáni Loga Sívarssyni krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hann yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann er sakaður um að hafa framið á tveimur dögum í apríl. Ein líkamsárasanna var sérstaklega hættuleg en þá réðst Stefán á sextán ára pilt. Pilturinn segir Stefán hafa slegið sig á kjaftinn og í magann og að lokum hafi hann sparkað í magann á honum þar sem hann lá í gólfinu. Stefán hefur játað tvö högg af þremur. Vitnisburðir í hinum tveimur líkamsárásunum eru mjög á reiki. Vitni muna ýmist ekki eftir hvað gerðist, segjast ekki hafa verið á staðnum eða ber ekki saman um hvað gerst hafi. Stefán Logi segist sjálfur ekki muna neitt vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Síðasta líkamsárásin var gegn ungri konu og segist Stefán ekkert muna en neitar árásinni þar sem hann hafi aldrei lagt hendur á kvenmann. Verjandi Stefáns segir hann hafa átt erfiða æsku og foreldrar hans hafi ekki verið góðar fyrirmyndir. Kvöldsögur frá föður Stefáns hafi fjallað um ofbeldi og drykkju. Stefán var á reynslulausn þegar hann var handtekinn vegna líkamsárásanna en ekki fékkst gæsluvarðhald eftir þá fyrstu. Verjandinn segir lögreglu hafa farið fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna en það ekki gengið eftir enda Stefán þá búinn að játa brotið að mestu. Eftir hinar árásirnar hafi hann hins vegar verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sem farið hafi verið fram á vegna hagsmuna almennings. Verjandinn segir Stefán hafa beðið fangelsismálayfirvöld um að fá að ljúka afplánun í meðferð en honum hafi verið neitað vegna agabrota. "Hann fékk ekki hjálp af því að hann hafði verið óþekkur en hann hefur verið óþekkur allt sitt líf," sagði verjandinn. Þegar hann hafi svo losnað út fyrir um ári síðan hafi hann reynt að standa sig enda nýorðinn faðir. Um áramótin hafi fíknin fellt hann og eftir það hafi allt farið til verri vegar. Stefán á langan afbrotaferil að baki og hlaut meðal annars tveggja ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás á heimili sínu á Skeljagranda árið 2002, auk annarrar líkamsárásar sem hann framdi sama dag.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira