Skorað á bæjarstjórn Kópavogs 28. september 2004 00:01 Grunnskólakennarar í Kópavogi fjölmenntu á fund forseta bæjarstjórnar í dag til að skora á hann að beita sér fyrir lausn kjaradeilunnar við kennara. Að því loknu flykktust kennarar á bæjarstjórnarfund. Kennarar telja að mikill misbrestur sé á því að sveitarstjórnarmenn hafi sett sig inn í kröfugerð kennara í kjarasamningunum. Þeir telja að sveitarstjórnarmenn gætu liðkað til fyrir lausn deilunnar með því að setja sig betur inn í málið. Sigurður Haukur Gíslason, kennarasambandi Kópavogs segir að farið sé fram á það að bæjarstjórn Kópavogs kynni sér kröfugerð kennara og beiti sér fyrir lausn deilunnar í framhaldinu. Þó sé ekki verið að biðja um að tekið verði fram fyrir hendurnar á launanefnd sveitafélaganna. Hins vegar mættu sveitastjórnarmenn kynna sér kröfugerðina og velta henni fyrir sér sín á milli. Sigurður segir að Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði hafi sýnt gott fordæmi með því að benda á að hluti vandans fælist í því að sveitarstjórnir væru ekki fjárhagslega í stakk búnar til að mæta kröfum kennara. Undir þetta taka foreldrasamtökin Heimili og skóli sem sögðu í tilkynningu í dag að auknar kröfur til skólastarfs hefðu haft í för með sér verulegan kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin og því þyrfti að endurmeta tekjustofna þeirra. Sigurður segir að mikið fjármagn hafi farið í að bæta skólakerfið, en það hafi ekki farið í vasa grunnskólakennara, en nú sé röðin komin að þeim. Hann segir að ríkisvaldið verði að auka fjárframlög til sveitarfélaganna, svo að þau geti staðið við kröfur grunnskólakennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Grunnskólakennarar í Kópavogi fjölmenntu á fund forseta bæjarstjórnar í dag til að skora á hann að beita sér fyrir lausn kjaradeilunnar við kennara. Að því loknu flykktust kennarar á bæjarstjórnarfund. Kennarar telja að mikill misbrestur sé á því að sveitarstjórnarmenn hafi sett sig inn í kröfugerð kennara í kjarasamningunum. Þeir telja að sveitarstjórnarmenn gætu liðkað til fyrir lausn deilunnar með því að setja sig betur inn í málið. Sigurður Haukur Gíslason, kennarasambandi Kópavogs segir að farið sé fram á það að bæjarstjórn Kópavogs kynni sér kröfugerð kennara og beiti sér fyrir lausn deilunnar í framhaldinu. Þó sé ekki verið að biðja um að tekið verði fram fyrir hendurnar á launanefnd sveitafélaganna. Hins vegar mættu sveitastjórnarmenn kynna sér kröfugerðina og velta henni fyrir sér sín á milli. Sigurður segir að Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði hafi sýnt gott fordæmi með því að benda á að hluti vandans fælist í því að sveitarstjórnir væru ekki fjárhagslega í stakk búnar til að mæta kröfum kennara. Undir þetta taka foreldrasamtökin Heimili og skóli sem sögðu í tilkynningu í dag að auknar kröfur til skólastarfs hefðu haft í för með sér verulegan kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin og því þyrfti að endurmeta tekjustofna þeirra. Sigurður segir að mikið fjármagn hafi farið í að bæta skólakerfið, en það hafi ekki farið í vasa grunnskólakennara, en nú sé röðin komin að þeim. Hann segir að ríkisvaldið verði að auka fjárframlög til sveitarfélaganna, svo að þau geti staðið við kröfur grunnskólakennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira