Ísland í hættu vegna listans? 24. september 2004 00:01 Talið er líklegt að írakskir öfgahópar og mannræningjar viti að Ísland er á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu. Þessi listi er víða orðinn mikið viðkvæmnismál og hefur ríkisstjórn Kosta Ríka farið fram á að landið verði fjarlægt af honum. Þá hefur listinn verið tekinn af heimasíðu Hvíta hússins. Ísland er eitt þeirra tæplega fimmtíu ríkja sem studdu innrás Bandaríkjastjórnar í Írak með einum eða öðrum hætti og birtist á svokölluðum lista hinna viljugu þjóða yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Íraksstríðinu. Á heimasíðu Hvíta hússins er sagt frá því að stuðningur bandalagsríkjanna sé mismunandi; allt frá beinni hernaðarlegri þátttöku til stjórnmálalegs stuðnings og aðstoðar við uppbyggingu í Írak. Það er í þessum síðarnefnda anda sem hið herlausa Ísland er á þessum lista enda má á heimasíðunni lesa tilvitnun í þáverandi forsætisráðherra, Davíð Odsson, þess efnis. Bandaríkin gerðu mikið með þennan stuðningsmannalista í upphafi en nú er öldin önnur og í kjölfar þeirrar óaldar sem nú ríkir í Írak fækkar þeim löndum óðfluga sem vilja láta bendla sig við stríðið. Stjórnlagadómstóll í Kosta Ríka komst að þeirri niðurstöðu fyrir skömmu að það væri ekki við hæfi að landið, sem er herlaust líkt og Ísland, væri á þessum stríðslista og krafðist þess að vera tekið út af honum. Ráðamenn í Washington virðast hafa gengið skrefinu lengra því nú er búið að fjarlægja listann í heild sinni af heimasíðu Hvíta hússins. Öfgahópar í Írak hafa haft í hótunum við velflest þau lönd sem eiga hermenn í Írak og mannræningjar virðast nánast ganga skipulega til verks í því að ræna og myrða íbúa frá þessum stuðningslöndum. Í kjölfarið vaknar sú spurning hvort Ísland og Íslendingar séu, vegna veru sinnar á þessum stuðningslista, komnir á skotlista hryðjuverkamanna. Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er einn af fáum Íslendingum sem dvalið hafa í Írak en hann var þar á ferð í febrúar á þessu ári. Hann segist varla myndu treysta sér til að fara þangað aftur eins og ástandið er núna. Davíð telur að almennir borgarar viti ekki af veru Íslands á listanum og það kæmi honum reyndar á óvart ef svo væri. Hann segist hins vegar geta ímyndað sér að ráðamenn í arabalöndunum, og jafnvel framámenn öfgamanna í Írak og víðar, hafi listann við höndina. Davíð kveðst vita til þess að fulltrúar Íslands hafi verið spurðir af erlendum ráðamönnum hvers vegna Ísland sé á listanum. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Talið er líklegt að írakskir öfgahópar og mannræningjar viti að Ísland er á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu. Þessi listi er víða orðinn mikið viðkvæmnismál og hefur ríkisstjórn Kosta Ríka farið fram á að landið verði fjarlægt af honum. Þá hefur listinn verið tekinn af heimasíðu Hvíta hússins. Ísland er eitt þeirra tæplega fimmtíu ríkja sem studdu innrás Bandaríkjastjórnar í Írak með einum eða öðrum hætti og birtist á svokölluðum lista hinna viljugu þjóða yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Íraksstríðinu. Á heimasíðu Hvíta hússins er sagt frá því að stuðningur bandalagsríkjanna sé mismunandi; allt frá beinni hernaðarlegri þátttöku til stjórnmálalegs stuðnings og aðstoðar við uppbyggingu í Írak. Það er í þessum síðarnefnda anda sem hið herlausa Ísland er á þessum lista enda má á heimasíðunni lesa tilvitnun í þáverandi forsætisráðherra, Davíð Odsson, þess efnis. Bandaríkin gerðu mikið með þennan stuðningsmannalista í upphafi en nú er öldin önnur og í kjölfar þeirrar óaldar sem nú ríkir í Írak fækkar þeim löndum óðfluga sem vilja láta bendla sig við stríðið. Stjórnlagadómstóll í Kosta Ríka komst að þeirri niðurstöðu fyrir skömmu að það væri ekki við hæfi að landið, sem er herlaust líkt og Ísland, væri á þessum stríðslista og krafðist þess að vera tekið út af honum. Ráðamenn í Washington virðast hafa gengið skrefinu lengra því nú er búið að fjarlægja listann í heild sinni af heimasíðu Hvíta hússins. Öfgahópar í Írak hafa haft í hótunum við velflest þau lönd sem eiga hermenn í Írak og mannræningjar virðast nánast ganga skipulega til verks í því að ræna og myrða íbúa frá þessum stuðningslöndum. Í kjölfarið vaknar sú spurning hvort Ísland og Íslendingar séu, vegna veru sinnar á þessum stuðningslista, komnir á skotlista hryðjuverkamanna. Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er einn af fáum Íslendingum sem dvalið hafa í Írak en hann var þar á ferð í febrúar á þessu ári. Hann segist varla myndu treysta sér til að fara þangað aftur eins og ástandið er núna. Davíð telur að almennir borgarar viti ekki af veru Íslands á listanum og það kæmi honum reyndar á óvart ef svo væri. Hann segist hins vegar geta ímyndað sér að ráðamenn í arabalöndunum, og jafnvel framámenn öfgamanna í Írak og víðar, hafi listann við höndina. Davíð kveðst vita til þess að fulltrúar Íslands hafi verið spurðir af erlendum ráðamönnum hvers vegna Ísland sé á listanum.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira