Raggi Bjarna sjötugur 22. september 2004 00:01 Söngvarinn ástsæli, Ragnar Bjarnason, er sjötugur í dag og heldur um leið upp á hálfrar aldar söngafmæli. Hann segir þjóðina ekki vera að losna við sig og hann hætti ekki að syngja á meðan röddin ekki gefur sig. Ragnar Bjarnason þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni, svo lengi hefur rödd hans hljómað í eyrum hennar. Það var ljóst strax á unglingsárum hvaða starf hann myndi leggja fyrir sig, enda er nú svo komið að hann heldur upp á 50 ára söngafmæli. Afmælisbarnið heldur upp á daginn í faðmi fjöldskyldunnar, en hann segir að dóttur sín ætli að halda veislu fyrir gamla manninn, en á laugardag verður söngveisla á Broadway. Raggi segir að þar verði allir sem koma að disknum sem út kemur í október og allir muni þar gleðjast með sér. Um 40 manns koma að nýju plötunni hans Ragnars, úrvalslið að hans sögn enda er hann alsæll með árangurinn. Það lítur reyndar út fyrir að uppselt verði á söngafmælið á laugardag og er því strax farið að tala um framhaldsafmæli 1. október og Ragnar segist til í það, því þrátt fyrir að vera orðinn sjötugur er hann ekkert að gefa eftir. Hann segir að það losni enginn við sig, enda hafi hann eins gaman af söngnum og fyrir 50 árum og á meðan guð gefi að hann haldi röddinni þá haldi hann áfram. Á löngum ferli, hefur ógrynni af lögum komið á hljómplötum með Ragnari og segir hann að í einna mestu uppáhaldi hjá sér sé lag pabba hans, „við bjóðum góða nótt", en einnig sé lag eins og „my way" í miklu uppáhaldi. Þá segist hann halda mikið upp á lag Gunnars Þórðarsonar, „ljúfa langa sumar", sem sé á disknum nýja. Lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Söngvarinn ástsæli, Ragnar Bjarnason, er sjötugur í dag og heldur um leið upp á hálfrar aldar söngafmæli. Hann segir þjóðina ekki vera að losna við sig og hann hætti ekki að syngja á meðan röddin ekki gefur sig. Ragnar Bjarnason þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni, svo lengi hefur rödd hans hljómað í eyrum hennar. Það var ljóst strax á unglingsárum hvaða starf hann myndi leggja fyrir sig, enda er nú svo komið að hann heldur upp á 50 ára söngafmæli. Afmælisbarnið heldur upp á daginn í faðmi fjöldskyldunnar, en hann segir að dóttur sín ætli að halda veislu fyrir gamla manninn, en á laugardag verður söngveisla á Broadway. Raggi segir að þar verði allir sem koma að disknum sem út kemur í október og allir muni þar gleðjast með sér. Um 40 manns koma að nýju plötunni hans Ragnars, úrvalslið að hans sögn enda er hann alsæll með árangurinn. Það lítur reyndar út fyrir að uppselt verði á söngafmælið á laugardag og er því strax farið að tala um framhaldsafmæli 1. október og Ragnar segist til í það, því þrátt fyrir að vera orðinn sjötugur er hann ekkert að gefa eftir. Hann segir að það losni enginn við sig, enda hafi hann eins gaman af söngnum og fyrir 50 árum og á meðan guð gefi að hann haldi röddinni þá haldi hann áfram. Á löngum ferli, hefur ógrynni af lögum komið á hljómplötum með Ragnari og segir hann að í einna mestu uppáhaldi hjá sér sé lag pabba hans, „við bjóðum góða nótt", en einnig sé lag eins og „my way" í miklu uppáhaldi. Þá segist hann halda mikið upp á lag Gunnars Þórðarsonar, „ljúfa langa sumar", sem sé á disknum nýja.
Lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira