Enginn venjulegur bíll 19. september 2004 00:01 Það er einstök tilfinning að setjast upp í Porsche 911, hann er einfaldlega ekki líkur öðrum bílum. Útlitið og hönnunin er auðvitað kafli út af fyrir sig. Porsche 911 er einstaklega fallegur sportbíll, hönnunin byggir á hefð sem á rætur sínar að rekja til ársins 1963. Hann hefur auðvitað verið í stöðugri þróun, meira er lagt í alls konar smáatriði en áður og kunnugir segja aksturseiginleikana bara fara batnandi. Undirrituð hafði ekki svo mikið sem sest upp í Porsche sportbíl áður en hann kom til landsins á dögunum. Aðeins var tekið í beinskipta bílinn en það var einkum sá sjálfskipti sem var prófaður. Og það er skemmst frá því að segja að upplifunin var mjög áhrifamikil. Af mörgu er að taka. Bíllinn er náttúrlega einstaklega kraftmikill og hröðunin gífurleg. Í handbókinni kemur fram að hann er 5 sekúndur upp í 100 kílómetra hraða, undirrituð tók ekki tímann með skeiðklukku en sannreyndi að það tekur örskamman tíma að koma honum á fulla ferð. Bíllinn steinliggur á veginum og auðvitað alveg frábært að gefa í og finna öryggið í bílnum þó að hann sé kominn á talsverða ferð. Bílstjórinn fær á tilfinninguna að hann sé að aka alvöru bíl, hljóðið er mjög skemmtilegt í bílnum sem lætur einkanlega vel að stjórn. Í innanbæjarakstri er bíllinn lipur og leikandi. Krafturinn í vélinni nýtur sín vel þegar tekið er af stað. Bíllinn vekur auðvitað dúndurathygli og þannig séð öðruvísi tilfinning að ferðast um í honum en öðrum bílum. Það er hins vegar ekki fyrr en komið er út fyrir bæinn að hægt er að láta bílinn njóta sín á beinum og breiðum vegi. Bíllinn haggast ekki í beygjum, ekki þarf að draga úr hraðanum. Bremsurnar eru alveg pottþéttar, það er auðvelt að snarstoppa. Íslenskar aðstæður bjóða samt ekki upp á full not af aksturseiginleikunum, mikið held ég að væri gaman að aka þessum bíl á evrópskum hraðbrautum. Þetta er vitaskuld ekki bíllinn fyrir fjölskylduna - aftursætin eru lítil og ekki þægileg fyrir fullorðið fólk, en frábær bíll fyrir þá sem hafa gaman af því að aka. Gripurinn er ekki á færi hins venjulega launþega: kostar um 10 milljónir, en skiljanleg fjárfesting þeirra sem eiga fyrir bílnum. Þetta er einfaldlega ekki venjulegur bíll. Bílar Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Það er einstök tilfinning að setjast upp í Porsche 911, hann er einfaldlega ekki líkur öðrum bílum. Útlitið og hönnunin er auðvitað kafli út af fyrir sig. Porsche 911 er einstaklega fallegur sportbíll, hönnunin byggir á hefð sem á rætur sínar að rekja til ársins 1963. Hann hefur auðvitað verið í stöðugri þróun, meira er lagt í alls konar smáatriði en áður og kunnugir segja aksturseiginleikana bara fara batnandi. Undirrituð hafði ekki svo mikið sem sest upp í Porsche sportbíl áður en hann kom til landsins á dögunum. Aðeins var tekið í beinskipta bílinn en það var einkum sá sjálfskipti sem var prófaður. Og það er skemmst frá því að segja að upplifunin var mjög áhrifamikil. Af mörgu er að taka. Bíllinn er náttúrlega einstaklega kraftmikill og hröðunin gífurleg. Í handbókinni kemur fram að hann er 5 sekúndur upp í 100 kílómetra hraða, undirrituð tók ekki tímann með skeiðklukku en sannreyndi að það tekur örskamman tíma að koma honum á fulla ferð. Bíllinn steinliggur á veginum og auðvitað alveg frábært að gefa í og finna öryggið í bílnum þó að hann sé kominn á talsverða ferð. Bílstjórinn fær á tilfinninguna að hann sé að aka alvöru bíl, hljóðið er mjög skemmtilegt í bílnum sem lætur einkanlega vel að stjórn. Í innanbæjarakstri er bíllinn lipur og leikandi. Krafturinn í vélinni nýtur sín vel þegar tekið er af stað. Bíllinn vekur auðvitað dúndurathygli og þannig séð öðruvísi tilfinning að ferðast um í honum en öðrum bílum. Það er hins vegar ekki fyrr en komið er út fyrir bæinn að hægt er að láta bílinn njóta sín á beinum og breiðum vegi. Bíllinn haggast ekki í beygjum, ekki þarf að draga úr hraðanum. Bremsurnar eru alveg pottþéttar, það er auðvelt að snarstoppa. Íslenskar aðstæður bjóða samt ekki upp á full not af aksturseiginleikunum, mikið held ég að væri gaman að aka þessum bíl á evrópskum hraðbrautum. Þetta er vitaskuld ekki bíllinn fyrir fjölskylduna - aftursætin eru lítil og ekki þægileg fyrir fullorðið fólk, en frábær bíll fyrir þá sem hafa gaman af því að aka. Gripurinn er ekki á færi hins venjulega launþega: kostar um 10 milljónir, en skiljanleg fjárfesting þeirra sem eiga fyrir bílnum. Þetta er einfaldlega ekki venjulegur bíll.
Bílar Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira