Ný ríkisstjórn tekur við 15. september 2004 00:01 Ný ríkisstjórn undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við á ríkisráðsfundi sem hefst á Bessastöðum eftir klukkustund. Halldór, sem verður fimmtándi forsætisráðherra lýðveldisins, hefur stólaskipti við Davíð Oddsson en hann hefur gegnt embættinu lengst allra Íslendinga. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson munu skiptast á lyklum í stjórnarráðshúsinu að ríkisráðsfundi loknum. Davíð fær lyklavöld að utanríkisráðuneytinu og Halldór að stjórnarráðinu. Þar með lýkur valdatíð Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra. Hvaða skoðun sem menn hafa annars á stjórnunarstíl Davíðs má segja það þrekvirki að hafa verið við völd svo lengi. Hann tók við embætti forsætisráðherra 30. apríl árið 1991. Fyrir þann tíma var hann borgarstjóri í níu ár; var aðeins 34 ára þegar hann tók við þeim starfa árið 1982. Þeir sem hljóta kosningarétt á árinu voru því fimm ára þegar Davíð tók við stjórnartaumum í forsætisráðuneytinu og fæddust í borgarstjóratíð hans. Hann hefur stjórnað 960 ríkisstjórnarfundum og verið forsætisráðherra þremur árum og tveimur mánuðum lengur en Hermann Jónasson, sá sem næstlengst hefur setið. Davíð hefur þó ekki einungis sett Íslandsmet því það þarf að fara langt aftur í söguna til að finna sambærilega embættistíð forsætisráðherra á Norðurlöndum. Frá árinu 1991 hafa fimm forsætisráðherrar verið starfandi í Noregi, þrír í Danmörku og tveir í Svíþjóð. Í forsætisráðherratíð hans hafa þrír menn gegnt stöðu forseta Bandaríkjanna og tveir forsætisráðherrar verið starfandi í Bretlandi. Það eru helst evrópskar stórkanónur síðari tíma sem hafa eitthvað í Davíð í þessu tilliti, eins og Margrét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, Charles De Gaulle Frakklandsforseti og Helmut Khol, kanslari Þýskalands, sem var við völd í sextán ár. Í dag verða það ekki einungis Davíð og Halldór sem skiptast á lyklum því Siv Friðleifsdóttir mun einnig afhenda Sigríði Önnu Þórðardóttur lyklavöld í umhverfisráðuneytinu. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Ný ríkisstjórn undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við á ríkisráðsfundi sem hefst á Bessastöðum eftir klukkustund. Halldór, sem verður fimmtándi forsætisráðherra lýðveldisins, hefur stólaskipti við Davíð Oddsson en hann hefur gegnt embættinu lengst allra Íslendinga. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson munu skiptast á lyklum í stjórnarráðshúsinu að ríkisráðsfundi loknum. Davíð fær lyklavöld að utanríkisráðuneytinu og Halldór að stjórnarráðinu. Þar með lýkur valdatíð Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra. Hvaða skoðun sem menn hafa annars á stjórnunarstíl Davíðs má segja það þrekvirki að hafa verið við völd svo lengi. Hann tók við embætti forsætisráðherra 30. apríl árið 1991. Fyrir þann tíma var hann borgarstjóri í níu ár; var aðeins 34 ára þegar hann tók við þeim starfa árið 1982. Þeir sem hljóta kosningarétt á árinu voru því fimm ára þegar Davíð tók við stjórnartaumum í forsætisráðuneytinu og fæddust í borgarstjóratíð hans. Hann hefur stjórnað 960 ríkisstjórnarfundum og verið forsætisráðherra þremur árum og tveimur mánuðum lengur en Hermann Jónasson, sá sem næstlengst hefur setið. Davíð hefur þó ekki einungis sett Íslandsmet því það þarf að fara langt aftur í söguna til að finna sambærilega embættistíð forsætisráðherra á Norðurlöndum. Frá árinu 1991 hafa fimm forsætisráðherrar verið starfandi í Noregi, þrír í Danmörku og tveir í Svíþjóð. Í forsætisráðherratíð hans hafa þrír menn gegnt stöðu forseta Bandaríkjanna og tveir forsætisráðherrar verið starfandi í Bretlandi. Það eru helst evrópskar stórkanónur síðari tíma sem hafa eitthvað í Davíð í þessu tilliti, eins og Margrét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, Charles De Gaulle Frakklandsforseti og Helmut Khol, kanslari Þýskalands, sem var við völd í sextán ár. Í dag verða það ekki einungis Davíð og Halldór sem skiptast á lyklum því Siv Friðleifsdóttir mun einnig afhenda Sigríði Önnu Þórðardóttur lyklavöld í umhverfisráðuneytinu.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira