Íslenskar vörur ódýrari 7. september 2004 00:01 Verðkönnun sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í fjórum verslunum á höfuðborgarsvæðinu í júlí síðastliðnum leiddi í ljós að samanlagt meðalverð íslenskra vara í könnuninni var 10,3% lægra en þeirra erlendu. Samtökin segja niðurstöðuna athyglisverða í ljósi niðurstaðna könnunar IMG Gallups fyrir Samtök iðnaðarins frá í vor þar sem 83,7% töldu verð íslenskra matvara almennt hærra en á hliðstæðum erlendum matvörum. Í tilkynningu samtakanna segir að verðkönnunin hafi verið gerð í verslunum Hagkaupa, Nóatúns, Fjarðarkaupa og Samkaupa. Valdar voru almennar neysluvörur til heimilisnota í ýmsum vöruflokkum og þess vandlega gætt að velja eins sambærilegar vörur og kostur var. Reiknað var meðalverð hverrar vöru í verslununum fjórum. Þegar um þyngdarmun eða mismunandi magn var að ræða var verð varanna umreiknað til að það yrði samanburðarhæft. Kannað var verð á 23 vörutegundum og reyndist meðalverð íslensku varanna lægra í 13 tilvikum. Heildarverð innkaupakörfunnar með íslensku vörunum var 4.710 krónur en verð erlendu körfunnar 5.195 krónur. Mismunurinn var 485 krónur eða 10,3%. Í könnun IMG Gallups frá því í vor var spurt: Telur þú að verð á íslenskum matvörum sé almennt hærra eða lægra en verð á hliðstæðum erlendum matvörum? Þá töldu 83,7% að íslensku vörurnar væru dýrari, 13,8% töldu verðið svipað en 2,5% að íslensku vörurnar væru ódýrari. Þótt hér sé spurt um matvörur gefur könnunin vísbendingar um viðhorf Íslendinga. Verðkönnun SI frá í sumar gefur hins vegar vísbendingar um hið gagnstæða. Árið 1995 var sams konar verðkönnun gerð á vegum átaksins Íslenskt, já takk. Tilefnið þá var, eins og nú, könnun IMG Gallups sem sýndi að 70% íslenskra neytenda töldu að íslenskar vörur væru dýrari en erlendar. Niðurstaða verðkönnunarinnar 1995 leiddi í ljós að íslensku vörurnar reyndust 17% ódýrari að meðaltali. Þótt heildarverðmunurinn sé minni nú en 1995 segja Samtök iðnaðarins vert að líta til þeirrar staðreyndar að gengi krónunnar er mun sterkara nú og samkeppnisstaða innlendrar framleiðslu erfiðari en fyrir níu árum. Neytendur Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Verðkönnun sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í fjórum verslunum á höfuðborgarsvæðinu í júlí síðastliðnum leiddi í ljós að samanlagt meðalverð íslenskra vara í könnuninni var 10,3% lægra en þeirra erlendu. Samtökin segja niðurstöðuna athyglisverða í ljósi niðurstaðna könnunar IMG Gallups fyrir Samtök iðnaðarins frá í vor þar sem 83,7% töldu verð íslenskra matvara almennt hærra en á hliðstæðum erlendum matvörum. Í tilkynningu samtakanna segir að verðkönnunin hafi verið gerð í verslunum Hagkaupa, Nóatúns, Fjarðarkaupa og Samkaupa. Valdar voru almennar neysluvörur til heimilisnota í ýmsum vöruflokkum og þess vandlega gætt að velja eins sambærilegar vörur og kostur var. Reiknað var meðalverð hverrar vöru í verslununum fjórum. Þegar um þyngdarmun eða mismunandi magn var að ræða var verð varanna umreiknað til að það yrði samanburðarhæft. Kannað var verð á 23 vörutegundum og reyndist meðalverð íslensku varanna lægra í 13 tilvikum. Heildarverð innkaupakörfunnar með íslensku vörunum var 4.710 krónur en verð erlendu körfunnar 5.195 krónur. Mismunurinn var 485 krónur eða 10,3%. Í könnun IMG Gallups frá því í vor var spurt: Telur þú að verð á íslenskum matvörum sé almennt hærra eða lægra en verð á hliðstæðum erlendum matvörum? Þá töldu 83,7% að íslensku vörurnar væru dýrari, 13,8% töldu verðið svipað en 2,5% að íslensku vörurnar væru ódýrari. Þótt hér sé spurt um matvörur gefur könnunin vísbendingar um viðhorf Íslendinga. Verðkönnun SI frá í sumar gefur hins vegar vísbendingar um hið gagnstæða. Árið 1995 var sams konar verðkönnun gerð á vegum átaksins Íslenskt, já takk. Tilefnið þá var, eins og nú, könnun IMG Gallups sem sýndi að 70% íslenskra neytenda töldu að íslenskar vörur væru dýrari en erlendar. Niðurstaða verðkönnunarinnar 1995 leiddi í ljós að íslensku vörurnar reyndust 17% ódýrari að meðaltali. Þótt heildarverðmunurinn sé minni nú en 1995 segja Samtök iðnaðarins vert að líta til þeirrar staðreyndar að gengi krónunnar er mun sterkara nú og samkeppnisstaða innlendrar framleiðslu erfiðari en fyrir níu árum.
Neytendur Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira