Lét æskudrauminn rætast 3. september 2004 00:01 Ólafur Gunnarsson rithöfundur á rennilegan gæðing, Cadillac árgerð 1964. Þrjú ár eru síðan hann eignaðist gripinn en hvað kom til? "Ég er af þeirri kynslóð sem alin er upp við tryllitæki af ýmsum toga. Þegar maður var að labba rúntinn í gamla daga sá maður þessa kagga silast hring eftir hring og það gljáði á þá í skini götuljósanna. Alla tíð síðan langaði mig að eignast amerískan stóran bíl. Í kringum 1973 kom olíukreppan og þá breyttist amerísk bílaframleiðsla. Bílarnir minnkuðu og það var bara Cadillac sem hélt áfram til 1976 að framleiða kagga. Ég var fjölskyldumaður með nýjar áherslur í lífinu en bíladellan yfirgaf mig samt aldrei fullkomlega og alltaf leit maður um öxl þegar þessir gæðingar fóru hjá. Svo ríður það yfir mig fyrir nokkrum árum eins og gerist oft með menn á miðjum aldri að þeir vilja láta drauma æsku sinnar rætast. Ég fór að kíkja í blöð eins og Hemmings motor news og þegar netið kom stækkaði sénsinn til muna. En ég þurfti ekki að leita langt. Árið 2001 sá ég bíl auglýstan í blaði af þeirri lögun og gerð sem mig langaði í. Hann var á Aðalbílasölunni en hafði verið fluttur inn til Seyðisfjarðar þremur árum áður. Þetta er mikill dýrindis gripur og þegar ég fékk hann var hann ekki ekinn nema 17.000 mílur sem er rétt yfir 30.000 kílómetrar. Upphaflegi eigandinn sem var í Pennsylvaníu hafði átt tíu Cadillac bíla, þessi hafði greinilega staðið áratugum saman. Þegar ég fór að fara yfir hann og athuga vatnsdæluna var þar íkornahreiður baka til og meira að segja hnetur. Ég hef keyrt hann á sumrin, svona 2.000-3.000 kílómetra á ári. Skrepp upp í Borgarnes, austur fyrir fjall, út á Suðurnes og víðar. Hann er 2 og 1/2 tonn að þyngd, svona álíka og þrír Súbarúar, með 340 hestafla vél og 5,60 m á lengd. Það er voða gaman að vera á löngum akstri. Maður bara líður um," segir rithöfundurinn að lokum. Bílar Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Ólafur Gunnarsson rithöfundur á rennilegan gæðing, Cadillac árgerð 1964. Þrjú ár eru síðan hann eignaðist gripinn en hvað kom til? "Ég er af þeirri kynslóð sem alin er upp við tryllitæki af ýmsum toga. Þegar maður var að labba rúntinn í gamla daga sá maður þessa kagga silast hring eftir hring og það gljáði á þá í skini götuljósanna. Alla tíð síðan langaði mig að eignast amerískan stóran bíl. Í kringum 1973 kom olíukreppan og þá breyttist amerísk bílaframleiðsla. Bílarnir minnkuðu og það var bara Cadillac sem hélt áfram til 1976 að framleiða kagga. Ég var fjölskyldumaður með nýjar áherslur í lífinu en bíladellan yfirgaf mig samt aldrei fullkomlega og alltaf leit maður um öxl þegar þessir gæðingar fóru hjá. Svo ríður það yfir mig fyrir nokkrum árum eins og gerist oft með menn á miðjum aldri að þeir vilja láta drauma æsku sinnar rætast. Ég fór að kíkja í blöð eins og Hemmings motor news og þegar netið kom stækkaði sénsinn til muna. En ég þurfti ekki að leita langt. Árið 2001 sá ég bíl auglýstan í blaði af þeirri lögun og gerð sem mig langaði í. Hann var á Aðalbílasölunni en hafði verið fluttur inn til Seyðisfjarðar þremur árum áður. Þetta er mikill dýrindis gripur og þegar ég fékk hann var hann ekki ekinn nema 17.000 mílur sem er rétt yfir 30.000 kílómetrar. Upphaflegi eigandinn sem var í Pennsylvaníu hafði átt tíu Cadillac bíla, þessi hafði greinilega staðið áratugum saman. Þegar ég fór að fara yfir hann og athuga vatnsdæluna var þar íkornahreiður baka til og meira að segja hnetur. Ég hef keyrt hann á sumrin, svona 2.000-3.000 kílómetra á ári. Skrepp upp í Borgarnes, austur fyrir fjall, út á Suðurnes og víðar. Hann er 2 og 1/2 tonn að þyngd, svona álíka og þrír Súbarúar, með 340 hestafla vél og 5,60 m á lengd. Það er voða gaman að vera á löngum akstri. Maður bara líður um," segir rithöfundurinn að lokum.
Bílar Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira